Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Page 29
Vikublað 9.–11. desember 2014 Lífsstíll 29 „Þetta var alveg draumastarfið“ Rebekka Guðleifsdóttir sendi nýlega frá sér kennslubók í ljósmyndun Þ etta er mest krefjandi og mest gefandi verkefni sem ég hef tekist á við. Rosalega skemmtilegt,“ segir Rebekka Guðleifsdóttir sem sendi frá sér kennslubók í ljósmyndun – Moodscapes – í nóvember þar sem hún fer með lesendur í gegnum grundvallaratriði landslagsljósmynd- unar. Fyrsta upplagið af bókinni í Bretlandi var um 25 þúsund eintök og þykir það ansi gott fyrir slíka bók. „Mér skilst að þetta sé allavega ekki slæmt,“ segir Rebekka kímin um upp- lagið, en viðurkennir þó að hafa ekki mikið vit á bókaútgáfu. Myndirnar biðu eftir að verða notaðar „Þetta er fyrsta ljósmyndabókin mín sem er gefin út í gegnum útgefanda, en ég hef tvisvar áður gefið út bækur gegnum Blurb.com. Þarna var ég bókstaflega ráðin af útgáfufyrirtæki til að skrifa bók,“ útskýrir hún, en bók- in er gefin út af útgáfufyrirtækinu Ilex Press í Bretlandi, en það hafði sam- band við hana að fyrra bragði með hugmyndina. Hún segir svona vinnu eiga vel við sig og er mjög ánægð með að hafa sannreynt að hún gæti þetta. „Þetta var alveg draumastarfið. Ég átti fullt af myndum sem bara biðu eftir að verða notaðar í svona bók.“ Vildi hafa allt fullkomið Rebekka hefur starfað sem ljós- myndari og haldið sýningar á verkum sínum, bæði hér heima og erlendis. Þá hafa myndir hennar birst í þekkt- um erlendum blöðum og tímarit- um og einnig verið notaðar í auglýs- ingaherferðir. Kennslubókin er þó að mörgu leyti ólík þeim verkefnum sem Rebekka hafði áður tekist á við. „Þetta var mjög krefjandi því þetta þurfti allt að vera hundrað prósent tæknilega rétt sem ég var að skrifa, en ekki bara koma frá mér. Ljós- myndaheimurinn er ennþá mikill karlaheimur, og ég sá fyrir mér að ef einhverjir ljósmyndanördar myndu spotta villur þá yrði þvílíkt gert grín að mér og sagt að þessi stelpa vissi greinilega ekki neitt. Ég vandaði mig því svakalega mikið í að hafa allt rétt,“ segir Rebekka og hlær. Henni hlýt- ur að hafa tekist mjög vel til því hún hefur ekki fengið neinar ábendingar um villur í bókinni. „Ég er bara búin að sjá frekar jákvætt umtal, enn sem komið er,“ bætir hún við. En bókin hefur meðal annars verið valin ein af bestu ljósmyndabókum ársins 2014 á síðunni Photocritic.org. Rebekka viðurkennir að hún hafi gúgglað sig, og að hún sé alltaf með smá hnút í maganum yfir því að rek- ast hugsanlega á neikvæða gagnrýni. „Það er auðvitað leiðinlegt þegar maður les eitthvað neikvætt um sig, þó að ég sé nú komin með frekar þykkan skráp, enda hef ég feng- ið fullt af gagnrýni gegnum árin. Ég var frekar kvíðin fyrst yfir því að það myndi hrúgast neikvæð gagnrýni um bókina inn á netið, þá hefði maður líklega mest viljað fela sig bara með sængina yfir haus.“ Skiptir mestu að hafa gott auga Rebekka lærði myndlist í Listahá- skóla Íslands, og seinna ljósmyndun í Tækniskólanum, þó að hún hafi ekki enn lokið sveinsprófi. „Ég tók þetta til að auka færni mína við vinnuna,“ seg- ir Rebekka sem bendir engu að síður á að til að vera góður ljósmyndari skipti miklu máli að hafa gott auga fyrir um- hverfinu í kringum sig. „Það er meira en 70 prósent af þessu. Það er líklega erfitt að kenna manneskju sem hefur ekkert auga fyrir hlutunum að verða góður ljósmyndari, þó að hver sem er geti lært tæknilegu atriðin.“ Rebekka segir þó mjög mikilvægt að læra tæknilegu atriðin til að öðl- ast færni í að taka mismunandi gerð- ir mynda við mismunandi aðstæð- ur. „Eftir að ég útskrifaðist úr LHÍ, þá treysti ég mér til dæmis varla til að mynda brúðkaup, því þá verður allt að vera pottþétt svo fólk verði ánægt. Þú verður að vita nákvæmlega hvað þú ert að gera. Mér finnst því mjög gott að hafa bæði listrænu og tækni- legu hlutina á hreinu.“ En það er einmitt það sem Rebekka reynir að koma til skila í bókinni. „Mér fannst skipta máli að þetta yrði ekki dæmig- erð „þurr“ kennslubók, og tvinna eins og ég get mína reynslu af listsköp- un inn í skrifin. Ég ákvað líka að hafa mjög fjölbreytt umræðuefni, til dæm- is fer ég bæði út í filmu og stafræna ljósmyndun, og það er margt í bók- inni sem flokkast alls ekki sem hrein landslagsljósmyndun, þó að landslag komi við sögu. Ég vildi hvetja fólk til að hugsa vel út fyrir rammann.“ Mikil upphefð að vera rithöfundur Rebekka segir að í samningaviðræð- um við útgefanda bókarinnar hafi verið sterklega gefið í skyn að áhugi sé á frekara samstarfi og er hún mjög spennt fyrir því. „Mér finnst þessi titill – rithöfundur – svo flottur. Ég hef alltaf verið lesandi frá því ég var pínulítil, er svakalega mikil bóka- manneskja, og finnst virkilega gaman að geta kallað sjálfa mig rithöfund.“ Hún segir það því mikla upphefði fyrir sig að fá þennan titil. „Sérstak- lega í ljósi þess að það er allt orðið svo tölvuvætt, en mér finnst að það verði að halda áfram að gefa út bæk- ur. Mér finnst svo gott að hafa náð inn á þann markað meðan hann er ennþá í gangi,“ segir Rebekka sem er að von- um himinlifandi með bókina. „Ég var alveg þvílíkt glöð þegar ég fékk bók- ina loksins í hendurnar eftir rúmlega árs ferli, og sá hvað þetta kom vel út.“ Bókin Moodscapes – The Theory and Practice of Fine-Art Landscape Photography er seld víða um heim, í Evrópu, Asíu, Ástralíu, Afríku og Bandaríkjunum. Þá er hún fáanleg á Íslandi, meðal annars í verslunum Eymundsson og Bóksölu stúdenta. n Gaman að vera rithöfundur Rebekku finnst frá- bært að geta kallað sig rithöfund, en hún er að eigin sögn mikil bókamanneskja. Notar landslagið Í bókinni kennir Rebekka hvernig hægt er að nota landslagið á marg- breytilegan hátt við ljósmyndun. Norðurljós Rebekka lagði áherslu á að bókin yrði ekki þurr kennslubók.Átti mikið af myndum Rebekka segir margar myndanna hafa beðið eftir því að komast í bók. Þessi mynd heitir Heimsendir. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Ólíkar myndir Myndirnar í bókinni eru af ýmsum toga, bæði stafrænar og filmu- myndir. Þessi nefnist Daybreak.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.