Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Side 30
Vikublað 9.–11. desember 201430 Lífsstíll M e ð í s l e n s k um r jóma G A M A L D A G S Töfraðu fram veislu með sannkölluðum hátíðarblæ Fólk er miklu meira en flúrið Ragnhildur og Eygló gera mastersverkefni um fólk og húðflúr þess R agnhildur K. B. Birgisdóttir og Eygló Árnadóttir eru um þessar mundir að klára mastersverkefni sitt Fólk og flúr í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu við Háskóla Íslands. Ver- kefnið er sett upp sem heimasíðan folkogflur.is þar sem birt eru brot úr viðtölum við fólk um húðflúr þess og myndir. Ætlunin er svo að halda áfram með síðuna þegar þær hafa skilað af sér verkefninu. Blaðamað- ur DV hitti á Ragnhildi sem sagði aðeins frá því sem þær eru að gera. Gaman að heyra sögur af fólki „Við sóttum innblástur til síðunnar Humans of New York,“ segir Ragn- hildur. „Síðunni er haldið úti af manni sem fer um New York, tekur myndir af fólki og fær það til að segja sögu sína. Upphaflega byrj- uðum við á þessu þegar við vorum í námskeiði sem hét Lifandi vefrit. Þar lærðum við að nota alls konar miðlun- arleiðir eins og að vinna með mynd- bönd, hlaðvarp, ljós- myndun og texta og fleira. Við vorum hvatt- ar til þess að vinna með það efni sem við höfðum áhuga á, því verkefnið yrði aldrei eins gott annars. Ég fór þá að hugsa um hvað mér fyndist gaman að gera og þar sem ég elska húðflúr, fór ég að hugsa um hvað ég gæti gert með það. Við ákváðum að gera hlaðvarpsverkefni út frá því. Húðflúr er auðvitað mjög myndrænt og flestir hefðu hugs- að strax um að taka ljósmyndir. En við ákváðum að vinna með hljóðið frekar og leyfa fólki að segja sögurn- ar sínar. Mér fannst það verkefni al- veg geðveikt skemmtilegt og gam- an að heyra sögurnar frá fólkinu og hversu ótrúlega fjölbreytt fólk getur verið.“ Erfitt að sjá fjölbreytileikann „Íslendingar eru ótrúlega fjölbreytt- ir en það þarf svolítið að gefa þeim tækifæri til að sýna það. Við erum kannski svolítið einsleit út á við og þá sérstaklega á veturna, þegar allir eru í úlpunum, með trefla og húfur. Þá sést ekki eins vel hversu misjöfn við erum.“ Þær langaði að skoða fjöl- breytileika landans og með mynda- vél Eyglóar að vopni fóru þær saman í að vinna verkefnið. „Eygló hafði ekki pælt mikið í húðflúri áður en við unnum hlaðvarpsverkefnið saman. Hún er ekki með neitt, né nokkur af hennar nánustu vinum og ættingj- um. En hún fékk mikinn áhuga á húðflúri út frá hlaðvarpinu því það er svo gaman að mynda það. Ritstýrðu sjálfum sér Þær byrjuðu lokaverkefnið með því að auglýsa eftir fólki á Tattoo á Íslandi-hópnum á Facebook. „Við tókum svo meðvitaða ákvörðun um að leyfa röddum fólksins að skína í gegn. Við löguðum málfræðivillur en leyfðum orðum þeirra að halda sér. Við vildum að þetta frábæra fólk sem tók þátt í verkefninu fengi að vera sinn eigin karakter. En þetta er auðvitað lokaverkefni í ritstjórnun og við vorum því að rit- stýra því sem við vorum að gera. Við- tölin sem við tókum voru mislöng en notuðum smá part af hverju sem okkur fannst segja mest og grípa best.“ Alltaf einhver saga Það var ekki margt sem kom Ragn- hildi á óvart við verkefnisgerðina, nema hversu opið og tilbú- ið fólk var til að ræða um húðflúr sitt. „Langflesta sem við töluðum við þekktum við ekk- ert, þau voru úr öllum áttum. Það langskemmtilegasta við allt ferlið var hvað fólkið var fjölbreytt og svo ótrúlega opið með lífið sitt. Húðflúr er stór hluti af manni og það liggur alltaf eitthvað að baki, einhver saga. Það er ekki næstum því alltaf sem það er einhver djúp merking á bak við flúrið. Stundum var fólk bara að flippa á djamminu í útlöndum. Það er alveg jafn skemmtileg saga og minnir fólk á ákveðin tímabil í lífinu. Sumar sögurnar voru mjög dramatískar og tilfinningaþrungn- ar. Það kom mér á óvart hve fólk var einlægt. Fólk virkar stundum frekar lokað hér á Íslandi, það býður enginn góðan daginn úti á götu en í þessum viðtölum kom öll romsan um þau þegar við spurðum.“ Fordómar gagnvart húðflúri Það er ekki langt síðan að húðflúr var talið tilheyra aðeins sjómönnum og glæpamönnum og því kemur ekki á óvart að sumt fólk verði fyrir ein- hvers konar fordómum vegna húð- flúrs. „Þau voru nokkrir sem höfðu þá reynslu að fólk liti öðruvísi á þau því þau eru með húðflúr, sérstaklega ef þau voru í þjónustustörfum. Ein stelpa sem við töluðum við, sem var í snyrtifræðinámi, hafði áhyggjur af því að hún fengi kannski ekki vinnu hérna heima út af því hvernig hún lítur út. Fólki finnst þetta eitthvað skrítið og jafnvel heldur að hún sé ekki eins góð í starfinu sínu og aðrar sem eru ekki með flúr. Við töluðum líka við húðflúrara og spurðum hann hvort hann fyndi fyrir einhverjum fordómum sem faðir, þar sem hann á litla stelpu. En hann sagði að öllum fyndist það bara mjög krúttlegt, til dæmis þegar hann sækir dóttur sína á leikskólann.“ Reyna að opna huga fólks „Við erum ekki markvisst að reyna að breyta hugsunarhætti Íslendinga gagnvart húðflúri heldur kannski meira að sýna að fólk er miklu meira en flúrið sitt. Það var því líka með- vituð ákvörðun um að hafa ekki alltaf myndir af tattúum fólks í öllum póstunum. Fólk er svo miklu meira. Áherslan í verkefninu er fólkið, eða „striginn“. Við vildum gera það, því það er til fullt af síðum þar sem að- eins er birt mynd af tattúinu og talað um hver gerði það og kannski ein- hver tækniatriði í myndinni. En við vildum alveg halda okkur frá því. Þar að auki erum við engir sérfræðingar í tattúum, við höfum bara áhuga á fólki.“ Ætla að halda áfram Eins og er, eru þær að klára lokaverk- efnið en skil eru um miðjan janúar. „Við eigum enn eftir að skrifa skýrsl- una um verkefnið og það er leiðin- legasti parturinn. Við þurfum auð- vitað að vera fræðilegar líka þar sem þetta er mastersverkefni. Við erum ekki að bæta við fólki á síðuna eins og er en þegar við erum búnar er planið að halda áfram. Við viljum endilega að þetta verði lifandi blogg. Fyrirkomulagið á síðunni verð- ur þannig að við ætlum að stoppa fólk úti á götu og fá að spjalla við það en það mun geta haft samband við okkur til að fá að vera með. Okk- ur finnst það skemmtilegast,“ segir Ragnhildur að lokum. n Helga Dís Björgúlfsdóttir helgadis@dv.is „ Íslendingar eru ótrúlega fjöl- breyttir en það þarf svo- lítið að gefa þeim tæki- færi til að sýna það. Ragnhildur og Eygló Kynntust þegar þær voru saman í námskeiði í Háskóla Íslands. Verkefnavinnan þar varð til þess að þær ákváðu að gera mastersverkefnið saman. Einn af viðmælendum Snyrtifræðineminn sagði: „Ég hef alveg hugsað hvort það væri ekki bara auð- veldara að hætta þessari baráttu og lita hárið á mér rautt aftur, eins og ég er náttúrulega, og lita auga- brúnirnar eðlilegar. En það bara er ekkert gaman.“ Ætlaði að fá sér tvo litla teninga Annar viðmælandi stelpnanna sagði: „Ég fékk mér þetta tattú af því að ég var kölluð Dice í skólanum. Þetta áttu bara að vera tveir litlir teningar en í staðinn varð þetta stór hauskúpa með pínulitlum teningum svo að flestir fatta ekki tenginguna, sjá ekki einu sinni að þetta séu teningar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.