Bændablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. febrúar 2015 Fréttir Verðlaun fyrir frábæran árangur á sunnlenskum kúabúum Yfirlit (afurðamiði) vegna skattframtals 2015: Komið inn í Bændatorgið Búnaðarstofa hefur nú sett yfirlit (afurðamiði) vegna skattframtals 2015 inn á Bændatorgið. Það má finna undir Rafræn skjöl, Skattyfirlit. Rétt er að vekja athygli á því að þessi yfirlit verða að þessu sinni ekki send í venjulegum pósti. Allir bændur eiga að hafa aðgang að Bændatorginu, en þeir sem ekki eru komnir með aðgang skal bent á að sækja um aðgang á www.bondi.is (Nýr notandi - efst í hægra horni má sjá Bændatorgið). Á aðalfundi Félags kúabænda á Suðurlandi sem haldinn var á Árhúsum á Hellu á dögunum veitti Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðar- sambands Suðurlands, verðlaun til þriggja kúabúa á Suðurlandi fyrir frábæran árangur á síðasta ári. Verðlaun fyrir afurðahæsta búið og handhafi Huppustyttunnar var Ytri-Skógar með 7.832 kg/árskú og 555 kg MFP. Afurðahæsta kýrin 2014 var Stytta 336 frá Kotlaugum en hún mjólkaði 12.700 kg mjólkur og þyngsta ungneytið átti Guðgeir Sigurðsson, Skammadal en það vó 411,7 og fór í UNI*A. Fundurinn var vel sóttur en auk hefðbundnu aðalfundarstarfa kynnti Runólfur Sigursveinsson form og fyrirkomulag ættliðaskipta á jörðum og fékk til liðs við sig aðila úr bankageiranum. Þá fór Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, yfir stöðu verkefna hjá félaginu. /MHH Verðlaunahafarnir. Frá vinstri: Sigurjón Sigurðsson, Kotlaugum, Ingimundur Vilhjálmsson, Ytri-Skógum og Guðgeir Sigurðsson, Skammadal. Ljósmynd/Búnaðarsamband Suðurlands. Mynd / MHH Landbúnaðarháskóli Íslands: Björn Þorsteinsson rektor til 31. maí Dr. Björn Þorsteinsson mun sitja áfram sem rektor við Landbúnaðarháskóla Íslands til 31. maí næstkomandi. Björn var settur tímabundið á síðasta ári til nýliðinna áramóta. Mennta- og menningarmála ráðu- neytið hefur nú ákveðið að tillögu háskólaráðs Landbúnaðarháskóla Íslands að framlengja tímabundna setningu Björns sem rektors Landbúnaðarháskóla Íslands til 31. maí 2015. Ástæðan er að ráðningarferli nýs rektors er ekki lokið. /VH Dr. Björn Þorsteinsson. Í sumar stendur félögum í búnaðarsamböndum og búgreina- félögum, sem eiga aðild að BÍ, að sækja um orlofsdvöl í sumarhúsum BÍ. Í boði eru orlofshús á Hólum í Hjaltadal og á Flúðum í Hrunamannahreppi. Á báðum stöðunum eru margar náttúruperlur í seilingarfjarlægð, bændur sem bjóða heim í gegnum Opinn landbúnað og áhugaverðir kaupstaðir svo fátt eitt sé nefnt. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 29. mars 2015 og gildir í þessu sem öðru að fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar má fá hjá Halldóru Ólafsdóttur í síma 563-0300 eða á ho@bondi.is Orlofsdvöl í sumarhúsum BÍ Nýr ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML: Spennandi verkefni fram undan Dr. Þorvaldur Kristjánsson tók við starfi ábyrgðarmanns hrossaræktar RML um síðustu áramót. Þorvaldur er einn reyndasti kynbótadómari landsins og fjallaði doktorsritgerð hans um ganghæfni íslenskra hrossa. Þorvaldur segir að í starfi sínu sem ábyrgðarmaður hrossaræktar sinni hann meðal annars skipulagi kynbótasýninga, samskiptum við dómara, skýrsluhaldi og samskiptum við hrossaræktarfélög erlendis sem rækta íslenska hesta auk fræðslu, leiðbeininga- og kynningarstarfs til hestamanna innanlands. Ýmsar breytingar í skoðun „Að mínu mati er stærsta verkefnið fram undan að endurskoða dómskalann fyrir kynbótahross og uppsetningu og framkvæmd kynbótasýninga. Ég tel að það sé kominn tími til að uppfæra skalann, skilgreina margt í honum á nákvæmari hátt og endurskoða uppsetningu kynbótasýninganna þannig að það standist betur kröfur samtímans. Ég er enn að koma mér fyrir í starfi en hlakka til að takast á við verkefnin sem bíða mín,“ segir Þorvaldur. Doktor í ganghæfni hrossa Þorvaldur er fæddur árið 1977 í Reykjavík, sonur Geirlaugar Þorvaldsdóttur, leikkonu og kennara, og Ernis Kristjáns Snorrasonar læknis. Eftir grunnskóla fór Þorvaldur í Menntaskólann í Hamrahlíð og í framhaldi af því á Hóla í Hjaltadal. Að loknu búfræðiprófi á Hólum, þar sem megináherslan var á hrossarækt og tamningar, lá leiðin að Hvanneyri þar sem Þorvaldur útskrifaðist árið 2001 með Bsc-gráðu í búvísindum. Framhaldsmenntun Þorvaldar í kynbótafræðum fór jafnframt fram við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri en árið 2005 lauk hann meistaraprófi sínu frá skólanum en mastersritgerð hans fjallaði um erfðafjölbreytileika í íslenska hrossastofninum. Þorvaldur varði doktorsverkefni sitt frá skólanum í nóvember á síðasta ári og er titill þess: Ganghæfni íslenskra hrossa – Áhrif sköpulags og breytileika í DMRT3 erfðavísinum. Verkefnið fjallaði fyrst og fremst um það að kanna samband byggingar og hæfileika og styrkja hið huglæga mat á byggingu í kynbótadómum. Þorvaldur hefur starfað sem kynbótadómari í rúman áratug og er í dag einn reyndasti starfandi dómari landsins. /VH Dr. Þorvaldur Kristjánsson. Ágangur álfta og gæsa í ræktarlöndum bænda: Tilkynnt var um tjón á um 2.500 hektara lands Í maí á síðasta ári hófu Bændasamtök Íslands og umhverfis- og auðlindaráðuneytið samstarf um vinnu við skipulegri kortlagningu á tjóni í ræktarlöndum bænda af völdum gæsa og álfta. Nú liggur fyrir að á síðasta sumri og fram á haust skráðu og tilkynntu bændur um tjón á um 2.500 hektara lands, í um 200 tjónatilkynningum. Samstarfið kemur til í framhaldi af ályktun Búnaðarþings 2014, þar sem farið var fram á að safnað yrði frekari upplýsingum um tjón af þessum völdum. Á grundvelli þeirra gagna verði svo ákveðið hvort heimildarákvæði verði sett í lög um tímabundna skotveiði á álft og gæs í tilraunaskyni á ræktarlöndum bænda. „Þessir fuglar valda víða miklum skemmdum, en vantað hefur skipulega og áreiðanlega samantekt á eðli og umfangi þessa tjóns,“ segir Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. „Ákveðið var að nýta rafræna upplýsingagátt Bændasamtaka Íslands, Bændatorgið, til að ná til bænda og óska eftir skráningu á tjóni af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi bænda. Rafræn tjónatilkynning í Bændatorginu gerði síðan kröfu um skráningu á spildum og stafrænum túnkortum í JÖRÐ. IS, www.jord.is, sem bændur eru vanir að nota við skýrsluhald í jarðrækt. Eins hefur verið kallaður saman vettvangur aðila til að vinna að þessu, en það eru, auk Bændasamtakanna og umhverfis- og auðlindaráðuneytis fulltrúar frá Umhverfisstofnun, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Fuglavernd, Náttúrufræðistofnun Íslands og Landbúnaðarháskólans.“ Hægt að skrá margvíslegar upplýsingar Að sögn Jóns Geirs fór skráning bænda fram með rafrænum hætti, inn í sérútbúinn gagnagrunn sem var sérstaklega settur upp vegna verkefnisins. „Þar er rafrænt skráningarform þar sem bændur geta skipulega skráð tjón af völdum fuglanna á ræktunarlandi sínu og skráð ýmsa þætti tjónsins, svo sem hvar á landinu (spildur tengdar stafrænu túnkorti), hvaða fuglar ollu tjóni, umfang tjóns, hvaða forvarnir voru reyndar, hvenær ársins tjónið átti sér stað og fleira. Töluverð kynning fór fram í fyrra meðal bænda til að hvetja þá til að taka þátt í þessu á vegum Bændasamtakanna og búnaðarsambanda um allt land. Ágæt þátttaka var meðal bænda sem skráðu tjón í gagnagrunninn og sendu sumir einnig inn ljósmyndir af tjóninu. Úttektaraðilar búnaðarsambanda sáu síðan um úttektir í samræmi við skilyrði Umhverfisstofnunar síðastliðið haust til að sannreyna skráðar upplýsingar frá bændum. Þessi vinna lofar mjög góðu um að nú sé loksins komið gott form á að afla skipulegra upplýsinga um þennan ágang og reikna fram tjónið af hans völdum hjá einstökum bændum. Slíkar upplýsingar eru jafnframt forsenda þess að til geti orðið áætlun um aðgerðir til að reyna að koma í veg fyrir þetta tjón og/eða bæta það. Þar er eins áhugavert að leita í smiðju nágrannalanda eins og til Noregs eða Bretlandseyja, þar sem mikil reynsla og þekking er á ýmsum árangursríkum aðgerðum til að taka á þessum vanda.“ Bændatorgið hentar vel til skráningarinnar „Svo virðist sem gagnagrunnur Bændasamtakanna henti vel til að skrá inn tjón af völdum fuglanna og megi nýta til framtíðar til að skrásetja skemmdirnar. Þetta var auðvitað fyrsta árið sem þetta var hægt og til þess að taka, að rafræna skráningin í gagnagrunninn opnaði ekki fyrr en í byrjun sumars. Nú er verið að vinna niðurstöður úr þeim gögnum sem bárust og Umhverfisstofnun og Bændasamtökin hafa yfirfarið. Jafnframt er verið að skoða möguleika á að keyra saman þessar niðurstöður við aðra gagnagrunna, svo sem ýmis náttúrufarsgögn hjá Náttúrufræðistofnun Íslands til að fá enn betri yfirsýn yfir tjónið og eðli þess. Þegar nákvæmar niðurstöður liggja fyrir er ætlunin að kynna þær rækilega fyrir bændum og öðrum. Ætla umhverfisyfirvöld og Bændasamtökin að halda opinn kynningarfund nú um miðjan mars til að kynna rækilega niðurstöður þessara fyrstu mælinga á þessu tjóni og ræða jafnframt hvernig best verði staðið að því að draga úr því. Verður fundurinn auglýstur hér í Bændablaðinu þegar nær dregur,“ segir Jón Geir. /smh Álftir og gæsir við Seljaland undir Eyjafjöllum. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.