Bændablaðið - 12.02.2015, Page 41

Bændablaðið - 12.02.2015, Page 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 12. febrúar 2015 Lambhúshetta PRJÓNAHORNIÐ garn@garn.is Sá íslenski siður að láta börn sofa úti nánast frá fæðingu kemur útlendingum oft spánskt fyrir sjónir. Hins vegar eru börnin vel og hlýlega klædd og þetta herðir þau og styrkir. Lambhúshettan góða er ein af þeim flíkum sem gera þetta mögulegt og ættu öll börn að eiga eina svona. Þessi uppskrift er góð hvað það varðar að loka vel yfir eyrun og hún vex með barninu. Efni: Baby star frá Kartopu 1 dokka ( til í 5 litum á www. garn.is) þar getið þið líka séð útsölustaðina víða um land.) Við notuðum bleika litinn fyrir þessa dömu. Stærð: 6 mánaða, 1 árs, eins og hálfs árs og 2ja ára. Prjónið gefur vel eftir, þess vegna endist húfan lengur. Hringprjónn nr 3,5 – 4 eftir því hver fast er prjónað. Sl = slétt prjón. Br = brugðið prjón. Sm= sentimetrar. Lambhúshettan: Fitjið laust upp með hringprjóninum 192-200-208- 216 L og tengið í hring. Prjónið 4 sl 4 br L 5- (5,5) -6 -(6,5) sm. Þá kemur úrtaka: 2 sléttar saman tvisvar yfir sléttu lykkjurnar 4 brugðnar. (fallegra er að taka L óprjónaða, prjóna næstu slétt og steypa óprjónuðu lykkjunni yfir og taka síðan næstu 2 saman) Næsta umferð er prjónuð slétt yfir slétt og brugðið yfir brugðið. þ.e. 2 sl 4 br. Því næst eru prjónaðar 2 sl yfir sléttu lykkjurnar og 2 brugðnar saman tvisvar . Þá eiga að vera á prjóninum 2 sl og 2 br. alls 96-100- 104-108 l. Prjónið nú 4-4,5-5-5,5 sm 2sl og 2 br. Nú eru felldar af miðjulykkjurnar undir hökunni 16-18-18-20 L og haldið áfram að prjóna 2 sl 2 br fram og til baka. Takið úr í byrjun umferðar 2,1,1 L sitt hvorum megin, þá eiga að vera 72-74-78-80 L á prjóninum. Prjónið nú 2 sl og 2 br fram og til baka 11-12-13-14 sm. frá affellingunni undir hökunni. Nú eru fitjaðar upp 16-18-18-20 L á móti þar sem áður voru felldar af jafn margar lykkjur og prjónað í hring 2 sl og 2 br. Prjónað þannig í hring 2-3-3,5-4 sm. Þá eru brugðnu lykkjurnar teknar tvær saman og sléttu lykkjurnar prjónaðar eins og áður. Prjónað áfram í hring 2 sl og 1 br 2-3-3,5-4 sm. Þá eru 2 sléttu lykkjurnar prjónaðar saman og prjónað áfram 1 sl og 1 br 2-3-3,5-4 sm. Þessu næst eru prjónaðar saman 2 l allan hringinn. Prjónuð 1 umferð slétt slitið frá og endinn dreginn gegnum lykkjurnar sem eftir eru og saumaður fastur. Nú eru teknar upp lykkjurnar kringum andlitið og prjónað 2 sl og 2 br 6-7-7,5-8 umferðir. Fellt laust af og gengið frá öllum endum. Búinn til dúskur og settur á ef vill. Inga Þyri Kjartansdóttir Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 3 2 4 1 8 7 4 5 6 1 8 2 3 9 6 5 7 8 1 2 5 4 9 Þyngst 8 6 7 7 9 2 5 3 1 3 8 2 9 1 4 5 7 1 6 4 5 3 1 6 3 5 9 5 4 3 3 2 5 7 4 2 1 5 6 4 8 9 7 6 3 5 8 4 2 4 6 2 9 8 7 2 6 7 4 5 8 3 9 4 5 2 5 6 7 2 7 2 9 4 1 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Meira eða minna í heyskap í allt sumar Fyrsta minning Björgvins Daða er frá því að hann var að læra að hjóla og klessti á tré. Uppáhalds dýrið hans eru holdanaut enda getur hann vel hugsað sér að verða bóndi þegar hann verður stór. Nafn: Björgvin Daði Harðarson. Aldur: 12 ára. Stjörnumerki: Hrútur. Búseta: Efri-Ey 1. Skóli: Kirkjubæjarskóli á Síðu. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Holdanaut. Uppáhaldsmatur: Kjötsúpa. Uppáhaldshljómsveit: Avanged Sevenfold. Uppáhaldskvikmynd: Fast and the furious. Fyrsta minning þín? Ég var að læra að hjóla og klessti á tré. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Nei. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Bóndi, bifvélavirki eða bílasprautari. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Sleðaferð með pabba og Viðari frænda. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Sóknarskrift. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég var meira eða minna í heyskap í allt sumar. Umsókn um orlofsdvöl Undirrituð/Undirritaður sækir hér með um: Umsóknina skal senda fyrir 20. mars nk. rafrænt á netfangið ho@bondi.is eða á póstfang Bændasamtaka Íslands: Bændahöllin v/Hagatorg, 107 Reykjavík, merkt Orlofsdvöl sumarið 2014 Sumarið 2015 Nafn umsækjanda Kennitala Heimilisfang Símanúmer Undirskrift félaga og dagsetning Póstnúmer og staður Hefur þú áður fengið úthlutað orlofsdvöl í sumarhúsi hjá Bændasamtökunum? Já Nei Orlofsdvöl að Hólum - Tímabilið: Orlofsdvöl á Flúðum - Tímabilið: Hér að neðan er að finna umsóknareyðublað um orlofsdvöl í húsunum að Hólum í Hjaltadal og á Flúðum, Hrunamannahreppi sumarið 2015. Það gildir fyrir félaga í búnaðarsamböndum og/eða búgreinafélögum sem eiga aðild að BÍ – Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 20. mars 2015. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 26. febrúar

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.