Bændablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 12. febrúar 2015 Vélfang hefur nú fært starfsemi sína norðan heiða að Frostagötu 2a á Akureyri. Starfsaðstaða og aðstaða fyrir viðskiptavini batnar til muna og hvetja Vélfangsmenn alla viðskiptavini til að kíkja í kaffi og skoða nýju aðstöðuna. Vélfang hefur verið með aðstöðu hjá Finni ehf. undanfarin ár. Eyjólfur Pétur Pálmason, forstjóri Vélfangs, segir í tilkynningu að nú ætli þeir að flytja að heiman og standa á eigin fótum. „Við viljum nota tækifærið og þakka Finni Aðalbjörnssyni og starfsmönnum hans kærlega fyrir samstarfið og aðstöðuna undanfarin ár.“ Vélfang ehf. er sölu- og þjónustufyrirtæki sem þjónar landbúnaði, sveitarfélögum og vinnuvélaeigendum. Helstu umboð eru CLAAS, Fendt, JCB, Kuhn og Kverneland ásamt fjölda annarra vörumerkja. Verkstæðið við Frostagötu getur tekið á móti öllum tegundum og stærðum tækja og verður þar öllum veitt þjónusta óháð því hvort Vélfang hefur umboð fyrir viðkomandi tæki eða ekki. Starfsmenn Vélfangs á Akureyri eru þaulreyndir og benda Vélfangsmenn á að Örvar Snær Haraldsson sé kominn til baka eftir stutt frí. Hann muni nú einbeita sér í auknum mæli að sölu á nýjum og notuðum vélum. Einnig verður hann Hermanni Hafþórssyni til taks í þjónustunni, einkum á álagstímum, og munu þeir eiga helstu síur og slitfleti á lager. „Strákarnir ætla að leysa hvers manns vanda“, eins og segir í tilkynningu frá Vélfangi. Afgreiðslutími á nýja staðnum er alla virka daga frá 8–17 og símanúmerið er 580 8221. f einskærum dónaskap birti ég í síðasta vísnaþætti vísu Einars Kolbeinssonar um hrakfarir íslenska handbolta- landsliðsins í Katar. Ekki hafði ég til þess formlegt leyfi Einars, og er ég hugðist rækja við hann vinskap daginn sem blaðið kom út, þá var kveðjan fremur kuldaleg: Um það verður engu breytt þó í mér gremjan syngi. Hún var aldrei hugsuð neitt handa almenningi. Daginn eftir var Einar þó búinn að átta sig á því, að e.t.v. fengi hann aldrei birtar vísur eftir sig í þessum þáttum, og því hyggilegt að kyngja stoltinu: Áfram vinskap mæta munt hjá mér, hvað sem á dynur, enda ristir afar grunnt í mér gremjan vinur. Það reyndust fleiri hafa haldgóðar skýringar á frammistöðu íslenska landsliðsins í Katar. Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn er skorinorður að vanda: Af áhyggjum ég illa sef, orsök ? – Tékka fantar. Alveg ljóst að Óla Stef einfaldlega vantar. Ugglítið hafa einhverjir lesendur veitt því eftirtekt, að lítið hefur um langa hríð sést til Péturs Péturssonar læknis í þessum þáttum. Því hringdi ég til hans á dögunum í og með til að leita frétta úr Bragheimi. Lét Pétur lítið yfir andlegri iðju sinni, enda hefði ég frjáls afnot af efni frá Einari Kolbeinssyni og þyrfti tæpast annars með. Leið svo lítil stund: Væflast ég í vetrarmuggu, varla neitt á blað ég set, og á Þorra engri tuggu upp í Geirhjört stungið get. Afturreka er hann gerður enn skal reynt á garpsins þol, því áfram jórtra víst hann verður vísnabálka Einars Kol. Líða svo fáeinir dagar í fálæti og leyfði ég lækninum að sleikja sárin í friði eða allt fram til 2. febrúar að ég sendi honum árlega afmæliskveðju. Ekki var honum sérlega glatt í geði þann daginn enda bíður hann enn bata eftir verulega slæmt slys í göngum sl. haust. Hestur hnaut undir Pétri með þeim afleiðingum að hann fékk mikið höfuðhögg og missti við það sjón á öðru auga. Gætir því engrar bjartýni í kveðskap afmælisbarnsins: Lukkan við þeim lítið hlær sem leka fram af makkanum. Enn ég færst hef ári nær andskotans grafarbakkanum. Öðru hvoru hafa samband við mig málvöndunarmenn, og þá helst ef einhver ambaga birtist í Bændablaðinu. Auðvitað var verulega pínlegt að sjá á forsíðu síðasta tölublaðs ranga beygingu á orðinu „kýr“, og verður það að teljast óheppilegt í sjálfu málgagni bændastéttarinnar. Björn Ingólfsson, fv. skólastjóri á Grenivík, orti strax að loknum lestri forsíðu síðasta Bændablaðs: Laglegt er Bændablaðið nú. Blöskrar mér aðeins þó að sjá framan á, þar er falleg „kú“, mér finnst ætti líka að vera „á“. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Líf og starf Æðarbændurnir Sólveig Bessa Magnúsdóttir og Björgvin Sveinsson í Innri-Hjarðardal í Önundarfirði eru með eitt stærsta æðarvarpið í firðinum eða um 1.200 til 1.300 kollur. Gekk æðarvarpið mjög vel á síðastliðnu sumri og afraksturinn góður. Björgvin segir að þau hjón hafi hætt kúabúskap fyrir nokkrum árum en séu nú með nokkrar kindur svona meira til að sýnast. Annars stundi þau bæði vinnu utan búsins, Sólveig Bessa vinnur hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði og Björgvin er verktaki og vinnur m.a. fyrir Vegagerðina auk þess að stunda leigubíla- og rútuakstur. Þau eru nú að huga að því að koma upp aðstöðu þannig að veita megi ferðamönnum aðgengi að varpinu. Æðarvarp í stað kúabúskapar Í innri-Hjarðardal var kúa búskapur, en svo er ekki lengur. „Við hættum með kýrnar og erum nú bara með æðarvarpið og þessar kindur. Síðan erum við líka að sinna ferðamönnum á sumrin.“ − Hvernig var æðar varpið í fyrrasumar? „Það var mjög gott og heldur aukning hjá okkur í varpinu á meðan það fækkaði hjá öðrum. Ég held að varnirnar eigi sinn þátt í því, en við erum stanslaust á ferðinni allar nætur og allan tímann sem varpið stendur yfir. Ég er þá með byssuna en það er mikið af tófu og ekkert lát virðist vera á stofninum. Við erum líka svolítið stífir hér í vetrarveiði því sá refur sem er skotinn á vetri eignast ekki afkvæmi. Það er samt af nógu að taka því tófan er með greni út með öllum fjörðum þar sem við náum ekki til hennar.“ Þar sem Björgvin er vanur refaveiðum og á vaktinni allar nætur á vorin hafa aðrir æðarbændur líka fengið hann til að fylgjast með varpinu hjá sér. Björgvin segir að í varpinu hjá þeim, sem er reyndar mjög þéttsetið, séu um 1.200 til 1.300 æ ð a r k o l l u r . Síðan eru nokkur vörp innar í Önundarfirðinum. Hann segir að þau njóti þess í Innri- Hjarðardal að snjó taki yfirleitt fljótt af hjá þeim sem getur skipt sköpum fyrir varpið. Drottning í 30 kinda hópi B æ n d a b l a ð i n u á s k o t n a ð i s t skemmti leg mynd af Björgvini með elstu kindinni á bænum fyrir nokkru. Þótti vel við hæfi að spyrja hann út í þessa fallegu kind. „Hún er kölluð Drottningin þar sem hún er elsta ærin okkar. Hún kemur alltaf til að fá klapp þegar maður kemur í fjárhúsið. Þar sem við erum með svo fáar kindur eru þær allar handvanar og koma hlaupandi til manns þegar maður birtist. Drottningin er að verða sex vetra, en hún hefur ekki alltaf verið svona blíðlynd. Það kom út af því að það þurfti að venja undir hana lamb og meðan lambið saug þá var kindinni strokið um hausinn til að róa hana. Þetta fannst henni svo gott að það varð að vana og síðan hefur hún alltaf komið hlaupandi til manns. Annars erum við bara með 30 kindur og erum aðallega með þær til að hafa eitthvað að gera þegar við erum í smölun annað en að reka fé annarra. Það er svona meira til að vera með og fyrir fjörið, en þetta borgar sig engan veginn,“ segir Björgvin. /HKr. A MÆLT AF MUNNI FRAM 123 Björgvin Sveinsson með Drottningunni í Innri-Hjarðardal, sem er aldursforsetinn í fjárhúsinu og að verða sex vetra. Mynd / SBM Vélfang opnað á nýjum stað við Frostagötu á Akureyri − verkstæðið tekur við öllum tegundum og stærðum tækja Æðarbændur í Innri-Hjarðardal í Önundarfirði farnir að hugsa til vorsins: Síðasta sumar var gjöfult en stöðugt þarf að vakta tófuna Sólveig Bessa Magnúsdótti r æðarbóndi að tína dún í æ ðarvarpinu í Innri-Hjarðarda l.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.