Bændablaðið - 12.02.2015, Qupperneq 34

Bændablaðið - 12.02.2015, Qupperneq 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. febrúar 2015 Dráttarvélaframleiðandinn Minneapolis-Moline varð til árið 1929 við samruna þriggja fyrirtækja; stál- og vélaframleiðandann Minneapolis Steel & Machinery (MSM), Minneapolis Threshing Machine, sem framleiddi þreskivélar og Moline Plow sem framleiddi plóga og önnur jarðvinnslutæki. Minneapol is Steel & Machinery sem var stærst þessara fyrirtækja var alræmt fyrir harða afstöðu s í n a g e g n verkalýðsfélögum og viljaleysi til samninga. MS&M tókst til dæmis að halda verkalýðsfélögum frá þátttöku í samningagerð við starfsmenn sína í 20 ár. Það var ekki fyrri en í fyrri heimsstyrjöldinni að samningar um laun og réttindi tókust eftir að starfsmenn höfðu hótað verkfalli en fyrirtækið var stórframleiðandi stríðstóla á þeim árum. Eftir samruna fyrirtækjanna erfði Minneapolis- Moline afstöðu MS&M í réttindamálum starfsmanna og stóðu málaferli um eftirlaunarétt starfmanna fram að upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Tækninýjungar en léleg sala Fyrir samruna fyrrnefndra fyrirtækja hafði MS&S framleitt dráttarvélar í rúman átatug. Fyrstu traktorarnir þóttu stórir, klunnalegir og ómeðfærilegir. Árið 1917 setti fyrirtækið á markað nettari dráttarvél sem kallaðist Twin City 16/30 og var með stálhlíf yfir mótornum og hús fyrir ökumanninn. Twin City var jafnframt fyrsta rafræsta dráttarvélin og með framljósum. Vélarnar þóttu nýstárlegar og ekki voru framleiddar af þeim nema 700 eintök. Tveimur árum seinna sendi MS&S frá sér vél sem líktist Fordson en var fullkomnari og talsvert dýrari. Þrátt fyrir verðið var sá traktor vinsæll og seldist að meðaltali í 3.000 eintökum á ári næstu 15 árin. UDLX öll heimsins þægindi Best heppnaða dráttarvél Minneapolis-Moline var framleiðslulína sem kallaðist UDLX og stendur fyrir U Delux og kom á markað árið 1938. Traktorar sem tilheyrðu UDLX-línunni þóttu einstaklega þægilegir og tæknivæddir. Hægt var að hita húsið, það var þurrka á framrúðunni og bílstjórasætið var bólstrað. Startarinn var rafvæddur og í mælaborðinu var hraðamælir, útvarp og sígarettukveikjari. Vegna allra tækninýjunganna þóttu UDLX-dráttarvélar dýrar en seldust þokkalega. Samruni og dauði Næsta útspil voru svokallaðar G línur og M línur sem báðar fóru í framleiðslu um 1960 . Fram leiðslu M línunnar var hætt eftir 10 ár. Innan G línunnar voru stærstu og öflugustu drátta rvélarnar sem Minneapolis-Moline hafði nokkurn tíma framleitt og voru þær í framleiðslu til ársins 1974. White Motor Company tók yfir Minneapolis-Moline árið 1963 og kastaði nafni þess árið 1973. Í dag er Minneapolis-Moline hluti af AGCO sem er stærsti framleiðandi landbúnaðartækja í Bandaríkjunum en AGCO keypti White árið 1991. Gult var einkennislitur Minneapolis-Moline frá upphafi og ekki er vitað til að eintak af einum slíkum hafi ratað til Íslands. Minneapolis Moline – fyrsti traktorinn með sígarettukveikjara í mælaborðinu Utan úr heimi Bloomberg: Samdrætti spáð í sölu tækja til landbúnaðar á árinu 2015 − móðurfélag John Deere í Bandaríkjunum dregur saman seglin Case IH Magnum 380 CVX: Valinn traktor ársins 2015 á EIMA Case IH Magnum 380 CVX var útnefndur „Tractor of the Year 2015“ á alþjóðlegu EIMA landbúnaðar- og garðyrkjusýningunni sem haldin var í Bologna í Frakklandi í október 2014. Val á dráttarvél eða traktor ársins fór í fyrsta sinn fram á EIMA árið 1998. Eru verðlaunin viðurkenning á tækniframförum í landbúnaðartækjaframleiðslu. Í dómnefndinni voru 23 óháðir landbúnaðarblaðamenn frá landbúnaðartímaritum í 23 löndum og kusu þeir Case IH Magnum 380 CVX sem dráttarvél ársins 2015. Í úrskurði dómnefndar sagði m.a. að Case IH Magnum hefði allt sem þyrfti til að vera útnefnd dráttarvél ársins, ekki aðeins fyrir bændur í Evrópu heldur um allan heim. Vakti stiglausa CVX skiptingin ekki síst hrifningu dómnefndarmanna. Einnig Rowtrack beltakerfi sem hægt er að fá með vélinni og dreifir þunganum. Veldur það mun minna raski en þekkist þegar dráttarvélar eru á venjulegum hjólabúnaði. /HKr. Móðurfélagið Deere & Co í Bandaríkjunum, sem er stærsti framleiðandi landbúnaðartækja í heiminum og framleiðir m.a. John Deere-dráttarvélarnar, spáir samdrætti í tækjasölu á árinu 2015. Er samdráttarspáin byggð á lækkandi verði á korni sem hefur fallið um 50% og sojabaunum sem fallið hafa í verði um 40%. Er því spáð að meðaltekjur bænda í Bandaríkjunum dragist saman um 14% á milli ára. Samkvæmt frétt Bloomberg Business spáir samsteypan nú að nettó tekjur verði 1,19 milljarðar dollara sem er talsvert undir þeim 2,19 milljörðum dollara sem er meðaltal í spám 20 sérfræðinga fyrir Bloomberg. Leiddi nýja spáin strax til 3,9% verðfalls hlutabréfa í Deer & Co. Mestum samdrætti spáð í sölu stórra dráttavéla Er þar einkum tekið til sölu á stórum og fullkomnum landbúnaðartækjum, eins og 300 hestafla Deere 8R sem er m.a. með sjálfstýringu sem byggir á gervihnattaleiðsögukerfi. Hefur Deere & Co þegar dregið úr afkastagetu sinni og sagt upp hundruðum starfsmanna. Reiknar fyrirtækið með að salan dragist saman um 15% á yfirstandandi ári. John Deere söluhæsta tegundin í Bretlandi á annan áratug Þess má geta að John Deere hefur um 15 ára skeið verið söluhæsta dráttarvélartegundin í Bretlandi og lengst af með um og yfir 30% markaðshlutdeild. Á hæla John Deer hefur komið New Holland og Massey Fergusson hefur verið að fikra sig upp í þriðja sætið þar sem Case IH hefur líka verið mjög öflugt merki. Er þetta gjörólíkt því sem verið hefur á íslenska markaðnum þar sem John Deere-nafnið er sjaldséð í sölutölum en Massey Fergusson söluhæsta tegundin. Á eftir þessum risum á breska markaðnum koma Claas, Kubota, Valtra, Deutz-Fahr, McCormick, Landini og JCB. Þótt landbúnaðartækjaframleiðsla Deere & Co sé að dragast saman, þá er staðan ekki alvond fyrir samstæðuna á öðrum sviðum. Þannig fer salan á tækjum fyrir byggingageirann vaxandi í takt við batnandi efnahagsástand í Bandaríkjunum. /HKr. Hér er Case IH Magnum á beltum sem vöktu hrifningu dómnefndar. Það er einkum spáð samdrætti í sölu á allra stærstu dráttarvélunum frá John Mynd / Deere & Co.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.