Bændablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. febrúar 2015 Um miðjan janúar varð mér litið undir rúmið í svefnherberginu heima hjá mér og brá heldur betur í brún. Sama dag keypti ég mér róbóta sem ryksugar þegar ég er að heiman. Eftir að hafa horft á afrakstur þessa snilldarheimilistækis gat ég ekki annað en deilt gleði minni með samstarfsfólki mínu. Ég lýsti því hvernig róbótinn, sem er tvítyngdur, talaði til mín með blíðlegri kvenmannsrödd og leiðbeindi mér um það hvernig ég ætti að koma því í hleðslu og svo í gang. „Please charge me merci.“ Loksins komin snyrtileg kona á heimilið. Viðbrögðin voru samt önnur en ég átti von á. Nánasti samstarfsmaður minn horfði á mig forviða. „Veistu ekki að bæði Stephen Hawking og Bill Gates hafa lýst áhyggjum yfir því að með aukinni sjálfvirkni véla sé hætta á að þær taki yfir áður en langt um líður? Með því að taka svona róbóta inn á heimilið ertu að stíga skref í átt að þeirri þróun sem kom svo vel fram í kvikmyndinni The Terminator þar sem Arnold Schwarzenegger lék vélmenni og boðaði endalok menningarinnar eins og við þekkjum hana.“ Skiljanlega brá mér við þessi orð og það rifjaðist upp fyrir mér að skömmu eftir að ég keypti flatskjá hrundi íslenska efnahagskerfið og reyndar stórs hluta heimsins líka. Öllum nýjungum og ekki síst á tæknisviði fylgir ábyrgð. Skömmu eftir að örbylgjuofninn kom á markað fóru að berast alls konar sögur sem bentu til þess að um væri að ræða stórvarasamt apparat. Matur sem eldaður var í örbylgjuofni átti meðal annars að valda krabbameini, blóðþynningu og gyllinæð. Einnig gat verið stórhættulegt að standa of nærri ofninum vegna þess að örbylgjuofnar senda frá sér geisla sem grilla fólk að innan, gera það geislavirkt eða sjálflýsandi. Í Bandaríkjunum gekk saga um gamla konu sem ætlaði að þurrka persneska köttinn sinn eftir bað með því að setja hann í örbylgjuofninn og stilla á lágan hita. Í annarri útgáfu af sögunni segir frá manni sem er úti að ganga með hundinn sinn þegar hann lendir í úrhellisrigningu. Maðurinn kemur heim og skellir hvutta í örbylgjuofninn og stillir á vægan hita og grillar Snata. Í enn einni útgáfu af sögunni segir frá fjölskyldu í úthverfi sem fær sextán ára unglingsstúlku til að passa tæplega ársgamalt barn á meðan fólkið fer á árshátíð. Stúlkan var víst ekki sú skarpasta í barnapíubransanum og eftir að hafa sett barnið í bað stakk hún því inn í örbylgjuofninn til að þurrka það. Barnið var því nokkuð „well done“ þegar foreldarnir komu heim. Næst ætla ég að fá mér afþurrkunardróna sem svífur um heima hjá mér og þurrkar af þegar ég er í vinnunni. /VH Endalok menningarinnar Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) birti nýverið skýrslu vegna úttektar sinnar á einstaklingsmerkingum nautgripa hér á landi og rekjanleika afurða nautgripa. Niðurstöður úttektarinnar eru almennt jákvæðar en gerðar eru nokkrar athugasemdir sem Matvælastofnun hefur þegar brugðist við með tillögum til ESA um hvernig bætt verði úr. Úttektin fór fram dagana 3.–7. nóvember 2014 og var markmið heimsóknarinnar að kanna hvort opinbert eftirlit með skráningum, rekjanleika og einstaklingsmerkingum nautgripa væri í samræmi við matvælalöggjöfina. Samhliða fór fram úttekt á opinberu eftirliti með merkingum og rekjanleika nautgripaafurða. Í niðurstöðum skýrslunnar segir m.a. að núverandi skráningarkerfi, HUPPA, sem vistað er og rekið af tölvudeild Bændasamtaka Íslands, uppfylli flest ef ekki öll skilyrði fyrir tölvuskráningu einstaklingsmerktra nautgripa. Í því ljósi mun Matvælastofnun óska eftir samþykki ESA á núverandi kerfi. Athugasemdir ESA sneru að eftirfarandi: • Ísland þarf annaðhvort að óska staðfestingar Evrópu- sambandsins á tölvukerfi sínu fyrir einstaklingsmerkingar nautgripa sbr. reglugerð EB nr.1760/2000 eða taka upp svokallað vegabréfakerfi fyrir hvern nautgrip. • Ísland þarf að samræma tímamörk fyrir burðarskráningar sem sett eru í reglugerð um merkingar búfjár að reglugerð EB nr. 1760/2000. • Ísland þarf að tryggja að skráningar og merkingar nautgripa séu framkvæmdar innan þeirra tímamarka sem sett eru í reglugerð um merkingar búfjár nr. 916/2012. • Ísland þarf að innleiða ákvæði um lágmarks eftirlit sem fara skal fram vegna skráninga og einstaklingsmerkinga nautgripa. • Ísland þarf að upplýsa ESA um fyrirmyndir rekjanleika nautgripa og eyrnamerkja þeirra í samræmi við reglugerð EB 911/2004. • Ísland þarf að senda ESA árlega upplýsingar um eftirlit með skráningum og einstaklingsmerkingum nautgripa. Eins og fyrr segir hefur MAST þegar brugðist við þessum athugasemdum og gert tillögur um hvernig úr þeim verði bætt. Mjög var hert á eftirlitinu með gripaskráningu bænda á síðasta ári. Var um 90 bændum, þar sem gallar höfðu komið í ljós varðandi skráningu, sent bréf í fyrravor þar sem þeir voru hvattir til að koma skráningum gripa sinna í rétt horf. Í umfjöllun MAST um málið sagði m.a. að skráningar hafi batnað umtalsvert. Það sýni að langflestir bændur vilji hafa skráningar gripa sinna í góðu lagi. Úttekt á einstaklingsmerkingum nautgripa og rekjanleika afurða: Skráningarkerfið Huppa kemur vel út í úttekt ESA − uppfyllir öll skilyrði um skráningu einstaklingsmerktra nautgripa STEKKUR Þrjá hagamýs hafa lagt starfs- mönnum Gróðrar stöðvarinnar Barra á Egilsstöðum lið við að safna lindifurufræjum og er afraksturinn með ágætum, alls um 3,5 kíló eða um 8.000 fræ. „Þetta er bara skemmtilegt og við erum vel birg núna af lindifurufræjum, eigum nóg fyrir okkar ræktun næstu tvö árin,“ segir Skúli Björnsson framkvæmdastjóri. Starfsmenn Barra fara á haustin og tína lindifuruköngla í trjásafninu í Hallormsstaðaskógi og nýta veturinn í að hreinsa úr þeim fræin til ræktunar. Nú í haust fengu þau til liðs við sig flokk kvenna úr Soroptimistafélagi Austurlands sem unnu við að klengja, þ.e. að taka fræin úr könglunum. Voru þær að tvær kvöldstundir og söfnuðu alls 18 kílóum af fræjum og fengu greitt fyrir. „Það er þó nokkuð mikið verk að hreinsa fræin úr könglunum, svo við erum auðvitað ánægð með að fá þetta ókeypis vinnuafl til viðbótar,“ segir Skúli. Birgðum safnað í lyftaragaffal Töluvert magn köngla lá til þerris í vinnslusal Barra um jólin og kom vinnusemi músanna í ljós eftir áramót þegar farið var að huga að þeim. Kom þá í ljós að búið var að tæma heilmikið af könglum. Grunur féll strax á að þar hefðu mýs verið að verki, enda hafði áður verið sett upp eins konar „músaland“ hjá Barra sem var tilraun sem ekki tókst sem skyldi, að sögn Skúla. Mýsnar lifðu í vellystingum en afraksturinn í formi fræja var ekki ýkja mikill. „Við sáum þarna heilmikið af tómum könglum, en engin fræ svo það var farið í leit. Við settum hveiti á gólfið til að rekja ferðir músanna og slóðin leiddi okkur að lyftaragaffli, í holrúmi í framlengingu hans höfðu mýsnar safnað fræinu saman, þær hafa verið að birgja sig upp,“ segir hann. Alls voru þar 2,5 kíló af hreinu fræi, um það bil 6.000 fræ. Seinna fannst um eitt kíló á öðrum stað í húsinu þannig að mýsnar hafa í allt safnað saman um 8.000 lindifurufræjum. Eftirsóttur gæðaviður Hjá Barra eru framleiddar um 100 þúsund lindifuruplöntur á ári þegar vel lætur og hafa þær verið seldar m.a. til landshlutaverkefna í skógrækt og til einstaklinga. Barri er eina gróðrarstöðin hér á landi sem ræktar lindifuruplöntur að einhverju ráði. Lindifura er erfið í ræktun á gróðrarstöðvum að sögn Skúla og getur það tekið fræin tvö ár að spíra ef ekki er beitt brögðum. „Þetta er mikil vinna, það þarf að örva fræin á ákveðinn hátt og við höfum þróað okkar aðferð til að stunda þessa ræktun,“ segir hann. Lindifura vex hægt en örugglega segir Skúli og gefur hún af sér eftirsóttan gæðavið, hann er sterkur og hentar einkar vel í handverk ýmiss konar. Framboð er hins vegar ekki mikið sökum þess hve tegundin er lítt útbreidd í íslenskum skógum. Hann segir Barra eiga töluvert magn af fræjum nú og dugi þær birgðir næstu tvö ár. Mikið var um köngla á liðnu hausti og var það ánægjulegur viðsnúningur því árin tvö þar á undan voru mjög rýr, fræuppskera nánast engin. „Þannig að það myndaðist hjá okkur gat í framleiðslunni, en þannig er þetta, árferðið skiptir öllu, sumrin þurfa að vera hlý og sólrík og vorið á eftir hagstætt til að lindifuran beri köngla með fullþroskuðu fræi.“ Langþráður Lord of the Mice Eftir að fréttir bárust af hinum vinnusömu músum í húsakynnum Barra barst Skúla þessi vísa frá Aðalsteini Svan Sigfússyni: Það er notalegt bæði og næs við nytjar og söfnun fræs að losna undan púli. Nú loksins er Skúli langþráður Lord of the Mice. /MÞÞ. Gróðrarstöðin Barri á Egilsstöðum: Mýs leggja sitt af mörkum við að flokka lindifurufræ − hafa flokkað um 8.000 fræ undanfarnar vikur MAST hefur eftirlit með að skráning nautgripa sé í lagi. Lindifura er uppáhaldstré Skúla. Hér er Heiður Ösp, barnabarn hans, við jólatréð frá síðustu jólum, en því var plantað árið 2002. Mýsnar höfðu komið sér upp birgðastöð í framlengingu í um 6.000 fræ.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.