Bændablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. febrúar 2015 Fréttir Samningur sem tryggir framhald birkikynbóta: Skógrækt ríkisins fóstrar „Emblu“ Skógrækt ríkisins, Garð yrkjufélag Íslands og Skóg ræktarfélag Íslands hafa undirritað samning um frærækt og viðhaldskynbætur á birkiyrkinu 'Emblu'. Skógrækt ríkisins sér um frærækt hins kynbætta birkis og miðlun fræsins til ræktenda. Samningurinn tryggir að áfram verði unnið að kynbótum á íslensku birki og eykur möguleika trjáræktenda á að fá til ræktunar úrvalsbirki sem er bæði harðgert, beinvaxið og hraðvaxta. Gróðurbótafélagið Birkikynbætur hófust með formlegum hætti innan hóps sem kenndi sig við Gróðurbótafélagið árið 1987. Í félaginu voru fulltrúar Skógræktar ríkisins, Skógræktarfélags Íslands, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, Garðyrkjufélags Íslands, Garðyrkjuskóla ríkisins og Gróðrarstöðvarinnar Markar auk áhugamanna um bætt erfðaefni til garðyrkju og skógræktar í landinu. Árangur starfsins endurspeglast í yrkinu Embla sem í samanburðartilraunum hefur reynst jafnbesta innlenda yrkið sem völ er á til ræktunar hér á landi. Embla eftirsótt Skógrækt ríkisins vinnur nú að því að endurskipuleggja þá þjónustu við trjárækt í landinu sem felst í að útvega fræ af heppilegu erfðaefni. Í frétt á heimasíðu Skógræktar ríkisins segir að í útboðsgögnum vegna skógræktar sé í vaxandi mæli óskað eftir Emblu og því þurfi að efla frærækt af yrkinu. Þorsteinn Tómasson mun í umboði Garðyrkjufélags Íslands, Skógræktarfélags Íslands og Skógræktar ríkisins stýra fræræktinni á Tumastöðum til loka árs 2016. Skógrækt ríkisins mun tilnefna starfsmann sem mun taka við faglegri ábyrgð á viðhaldskynbótum og frærækt Embluyrkisins af Þorsteini eftir árslok 2016. Birki í brennidepli þessa dagana Með því að rækta úrvalsbirki aukast líkurnar á því að upp vaxi hávaxnara og beinvaxnara birki en algengt er að sjá í íslenskri náttúru. Úr verða bæði fallegri og nytsamlegri skógar en kræklótta birkikjarrið og meiri möguleikar á að skógurinn gefi af sér tekjur. Jafnframt er kynbætt birki fagnaðarefni fyrir garðrækt í landinu. /VH Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum í liðinni viku að hætta skólahaldi á Hallormsstað. Aðein tíu börn eru í skólanum þetta skólaár. Unnið verður að nýjum samningi um samstarf við Fljótsdalshrepp um samstarf í skólamálum. „Hallormsstaðaskóli á farsæla sögu allt frá því skólinn var settur í fyrsta sinn í upphafi árs 1967. Undanfarin ár hefur börnum í skólahverfi skólans hins vegar farið stöðugt fækkandi og sum þeirra sækja skólavist í aðra skóla en sinn heimaskóla. Nemendur Hallormsstaðaskóla fylla á skólaárinu 2014–2015 aðeins einn tug,“ segir í tillögu sem lögð var fram á fundinum og samþykkt samhljóða. Ekki vísbending um breytingar Enn fremur segir að þar sem ekki eru vísbendingar um breytingar á þessari þróun sé það mat þeirra sem að skólanum standa, þ.e. sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps, að ekki séu lengur forsendur fyrir að skólahaldi í Hallormsstaðaskóla verði haldið þar áfram og er lagt til að því verði hætt frá og með næsta skólaári. Í framhaldi af því þurfa sveitarstjórnirnar að skipa sem fyrst starfshóp sem fái það verkefni að vinna drög að nýjum samningi á milli sveitarfélaganna um samstarf í grunn-, leik- og tónlistarskólaþjónustu. Starfshópur skipaður Jafnframt taki sveitarstjórnirnar afstöðu til þess hvernig skuli farið með þær eignir er hýst hafa skólastarf á Hallormsstað á umliðnum árum. Í starfshópnum sitji oddviti Fljótsdalshrepps, ásamt öðrum fulltrúa frá Fljótsdalshreppi og bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, ásamt öðrum fulltrúa frá Fljótsdalshéraði. Með hópnum starfi fræðslufulltrúi og starfsmaður eignasviðs Fljótsdalshéraðs. Stefnt verði að því að starfshópurinn taki sem fyrst til starfa og að drög að nýjum samningi milli sveitarfélaganna liggi fyrir eigi síðar en 1. mars 2015. Bæjarráði verði falið að ganga frá skipan í starfshópinn. Bæjarstjórn óskar eftir því við fræðslunefnd að hún fjalli um frágang við lok skólahalds á Hallormsstað í samráði við sveitarstjórn Fljótsdalshrepps. Afgreiðsla bæjarráðs að öðru leyti staðfest.“ /MÞÞ Skólahaldi verður hætt á Hallormsstað Í tölum sem Hagstofa Íslands hefur birt kemur fram að sauðfjárafurðir voru fluttar úr landi á síðasta ári fyrir ríflega 3,1 milljarð króna. Um bráðabirgðatölur er að ræða. Samkvæmt upplýsingum af vef Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) er það heldur minna en á árinu 2013, þegar verðmæti afurðanna nam 3,5 milljörðum króna. Stærstur hluti afurðanna er kjöt og ýmsar kjötafurðir, eða 74,2 prósent. Gærur skiluðu 13,3 prósentum og ull 12,5 prósentum. Þá var magn afurða sömuleiðis minna eða 6.889 tonn í stað 7.861 árið 2013. Vegna verðlækkana á mörkuðum með gærur dróst útflutningur á þeim saman um 1.000 tonn og verðmætið um tæpar 350 milljónir – og munar mest um þann samdrátt. Krónan styrktist líka á árinu og því minnka útflutningstekjurnar í samræmi við þá þróun. Í upplýsingunum frá LS kemur enn fremur fram að 77 prósent afurðanna, miðað við verðmæti, hafi farið til Evrópu, þar af 42 prósent til aðildarlanda Evrópusambandsins (ESB) en 35 prósent til landa utan ESB; einkum Noregs, Rússlands og Færeyja. Til Asíu fóru 15 prósent og átta prósent til N-Ameríku. Noregur er sem fyrr verðmætasta útflutningslandið, en tekjur vegna útflutnings þangað námu um 600 milljónum króna. /smh Útflutningur á sauðfjárafurðum 2014: Verðmætið nam 3,1 milljarði króna Með því að rækta úrvalsbirki aukast líkurnar á því að upp vaxi hávaxnara og beinvaxnara birki en algengt er að sjá í íslenskri náttúru. Mynd / VH Ekkert eftirlit er með innfluttri lífrænt vottaðri matvöru Ekkert eftirlit er með matvöru sem flutt er til landsins sem lífrænt vottuð, frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Að sögn Einars Arnar Thorlacius, lögfræðings hjá Matvælastofnun, sem hefur lögbundið eftirlitshlutverk, hefur þessi málaflokkur að einhverju leyti orðið útundan. „Matvælastofnun býr við naumar fjárveitingar og mannskap og verður að forgangsraða málum. Við þá forgangsröðun hefur málaflokkurinn lífræn framleiðsla orðið sem sagt nokkuð útundan og kannski ekki fengið þá athygli sem hann á skilið. Matvælastofnun fylgist fyrst og fremst með innflutningi á matvælum frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins, enda frjálst flæði vöru innan þess svæðis eins og kunnugt er. Ekki er sérstaklega fylgst með lífrænni vottun við innflutning á vörum frá þriðju ríkjum [utan EES] umfram þær skyldur sem reglugerð um eftirlit með innflutningi á dýraafurðum frá ríkjum utan EES, leggur Matvælastofnun á herðar. Það liggur þó fyrir að Bandaríkin eru á lista yfir þriðju lönd sem heimilt er að flytja inn vörur frá og inn á EES. Það merkir að það sem er vottað lífrænt í Bandaríkjunum s a m r æ m i s t stöðlum sem í gildi eru í ESB. Reglugerð ESB/1235/2008 gildir um innflutning á lífrænum vörum frá þriðju ríkjum. Það ber þó að hafa í huga að Ísland hefur ekki enn tekið upp „nýjustu“ (frá 2008) ESB-reglugerð um lífræna framleiðslu. Gamla reglugerðin heldur því enn gildi sínu (ísl.nr. 74/2002),“ segir Einar. Eftir því sem næst verður komist er ekki heldur fylgst með því magni af matvöru sem flutt er inn til landsins, sem lífrænt vottuð. Engin tollnúmer eru til fyrir þessar vörur, nema nú nýlega fyrir lífrænt vottaða mjólk. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið úthlutaði tollkvóta fyrir þá vöru frá 10. nóvember á síðasta ári sem gildir til 1. maí á þessu ári. Vegna skorts á þessum upplýsingum er erfitt að átta sig á hver eftirspurnin eftir þessum vörum er í raun og veru. /smh Búvís ehf · Akureyri Sími 465 1332 www.buvis.is Það er ekki allur áburður á sama verði Hafðu samband

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.