Bændablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. febrúar 2015 inn í gilið sjálft. Í líparítinu má sjá fjölbreyttar bergmyndanir og einnig sérkennilega basalt-bergganga sem kljúfa líparítskriðurnar bæði á þvers og kruss. Nadda-krossinn í Skriðunum Úti í Skriðum, þar sem vegurinn til Borgarfjarðar liggur, má finna Nadda-krossinn. Gamlar sögur herma að þarna hafi verið á ferð óvættur, hálfur hestur og hálfur maður, sem kallaður var Naddi. Bjó hann í helli í skriðunum, er kallast Naddahellir, rændi þá sem um skriðurnar fóru og varð nokkrum mönnum að bana. Á hann að hafa verið veginn af Jóni frá Gilsárvöllum og krossinn settur þarna niður til að halda honum frá. Árni Á. Bóasson smíðaði krossinn árið 1954, en sá sem stóð þar á undan gerði faðir hans, Bóas Eydal. Krossinn stóð áður í grasjaðri ofan götu, en var síðan færður niður fyrir vegbrún, þegar akvegurinn var gerður um skriðurnar. Árið 2013 endurnýjaði svo Árni Á. Bóasson krossinn. Friðlýstar fornminjar Þor raga rðu r inn e r vörslugarður sem sagður er hafa verið hlaðinn af Ásbirni vegghamar skv. frásögn Fljótsdælu. Hann nær ofan úr Kerlingarfjalli og fram milli Borgar og Njarðvíkurbæja og var allt að 1,4 km að lengd og 1,5 m á hæð. Ekki sést hann þó allur nema rétt innan við Hlíðartún, en þar standa sýnilegustu leifarnar af garðinum. Þorragarðurinn og Þiðrandaþúfan eru bæði friðlýstar fornminjar. Þiðrandaþúfan er þúfa sem stendur á bæjartúnunum í Njarðvík, þar á Þiðrandi Geitisson að hafa verið veginn, sagt er frá því í Fljótsdælu. Inn fyrir miðri vík standa Gunnarssker, þrjú talsins. Tvö af þeim sjást oftast, en það þriðja sést nær eingöngu á stórstreymisfjöru. Samkvæmt Fljótsdælu á Gunnar Þiðrandabani að hafa hvílst á innra skerinu á flótta undan óvinum yfir víkina. /MÞÞ Lífið er ekki alltaf dans á rósum í Njarðvík - Rafmagnslaust í hátt í tvo sólarhringa eystra í haust: Spiluðu í lopapeysum við kertaljós − „Það væsti ekki um okkur,“ segir Jakob Sigurðsson í Hlíðartúni „Það brunnu nú upp ansi mörg kerti hjá okkur, en það var í lagi því nóg var til,“ segir Jakob Sigurðsson sem býr ásamt konu sinni, Margréti B. Hjarðar, og Bóasi, syni þeirra, að Hlíðartúni í Njarðvík. Þar reka þau sauðfjárbú, eru með nautaeldi og starfrækja ferðaþjónustu. Rafmagnslaust varð í 10 húsum í tæpa tvo sólarhringa á leggnum frá Borgarfirði eystra og að Njarðvík í haust, en einungis er búið í fjórum þeirra. Spennir í jarðstreng sem liggur frá Borgarfirði og yfir í Njarðvík gaf sig af einhverjum ástæðum. Dúða sig vel undir sængina „Það væsti ekki um okkur, íbúðarhúsið er vel einangrað og við fundum ekki fyrir miklum kulda, vorum bara vel klædd, lopapeysur komu að góðum notum og svo var bara að dúða sig vel undir sængina,“ segir Jakob. Þá höfðu þau gaseldavél innan seilingar og frá henni barst ágætis hiti þegar kvöldmaturinn var eldaður. „Bóas fékk okkur til að spila, við sátum við það í kertaljósinu svo það má segja að við höfum fengið forskot á jólastemninguna og það var alveg ljómandi gott,“ segir hann. Sat yfir fjárbókinni Margrét sat yfir fjárbókinni í tölvunni þegar rafmagnið fór af um kl. 21 á sunnudagskvöld. Tölvan fór í gang að nýju og hafði ekki orðið fyrir skemmdum. Mestar áhyggjur segir Jakob að þau hafi haft af rafmagnstækjum, ísskáp og frystikistu og matvælum sem þar voru geymd, en svo virðist sem allt hafi sloppið nokkuð vel. „Við gáfum skepnum bara einu sinn á dag og þá vel, það var svo mikið myrkur og erfitt að paufast niður í hús. Þeim virðist ekki hafa orðið meint af og eru vel haldnar,“ segir Jakob. Engir gestir voru á vegum ferðaþjónustunnar á þeim tíma sem rafmagnsleysið varði. Þakplötur fuku af hlöðu Í óveðrinu sem geisaði fyrr í mánuðinum fuku þakplötur af hlöðunni við bæinn og voru félagar í björgunarsveitinni Sveinungum kallaðir til aðstoðar. „Það fuku þarna nokkrar plötur út í veður og vind og til allrar hamingju ollu þeir ekki neinu tjóni, en slíkt hefði vel getað orðið. Þannig að það má segja að við höfum sloppið vel frá þessu öllu saman,“ segir Jakob. /MÞÞ Það er nóg fyrir ferðafólk að skoða sem heimsækir bændagistinguna Borg hjá hjónunum í Hlíðartúni í Njarðvík. Heimilisfólk í Hlíðartúni í Njarðvík, Margrét B. Hjarðar, Bóas Jakobsson og Jakob Sigurðsson. Myndin var tekin í haust þegar blaðamaður Bændablaðsins var þar í heimsókn. Á innfelldu myndinni er verið að gera við þakið á hlöðunni, en nokkrar plötur fuku af því í óveðrinu. Myndir / MÞÞ / Hlíðartún

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.