Bændablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 12. febrúar 2015
VARMADÆLUR
RAUNVERULEGUR
SPARNAÐUR
Yfir 10 ára reynsla við íslenskar
aðstæður og hundruð ánægðra notenda
segir allt sem segja þarf.
FJÖLBREYTTIR
HITUNARMÖGULEIKAR:
Loft í loft
Loft í vatn
Vatn í vatn
FUJITSU LTCN
LOFT Í LOFT VARMADÆLAN:
Best í prófun hjá SP í Svíþjóð
WWW.GASTEC . IS
Árborg:
Samið við
hestamenn
Bæjarráð Sveitarfélagsins
Árborgar hefur samþykkt að
gera viðauka við þjónustusamning
Hestamannafélagsins Sleipnis á
Selfossi frá 2012.
Nýjung í samningnum er að
sveitarfélagið leggur til rekstrarstyrk
á hverju ári, sem svarar kostnaði
við notkun á alls fjögur þúsund
rúmmetrum af heitu vatni á ári
til húshitunar í Sleipnishöllinni á
Selfossi. /MHH
Umferðin í nýliðnum
janúarmánuði á Hringveginum
reyndist sú sama og í janúar fyrir
ári. Ómögulegt er þó að spá fyrir
um þróunina næstu mánuði, þar
sem fyrstu mánuðir ársins hafa
verið breytilegir frá ári til árs.
Segja má að umferðin í
janúar 2015, um 16 lykilteljara
Vegagerðarinnar á Hringvegi, hafi
verið tíðindalítil borin saman við
sama mánuð árið 2014 því hún
reyndist sú sama. Minni háttar
samdráttur varð í mælipunkti um
Suðurland og á höfuðborgarsvæðinu
en lítils háttar aukning varð aftur á
móti um önnur landsvæði.
Mest jókst umferðin um mælisnið
á Austurlandi eða um 2,9%. Til að
setja nýliðna janúarumferð í sögulegt
samhengi þá varð hún heldur minni
núna en í janúar á árunum 2008–
2010 en aftur á mót mun meiri en
árin 2012 og 2013. Aldrei hefur
mælst eins mikil umferð í janúar
eins og gerðist árið 2009.
Þetta kemur fram á vef
Vegagerðarinnar þar sem jafnframt
er bent á að fyrstu mánuðir ársins
hafi ekki gefið nægilega traustan
grunn til að spá fyrir um umferð út
árið.
Sama umferð í janúar
í ár og í fyrra
Grafningur og Grímsnes:
Klúður með
byggðasögu
„Þetta klúður tekur sveitarstjórnin
öll á sig, þar með talið ég, við ætlum
að axla ábyrgð og höfum látið vita
af mistökunum og munum láta
endurprenta bókina,“ segir Hörður
Óli Guðmundsson, varaoddviti
Grímsnes- og Grafningshrepps.
Málið snýst um mistök í nýrri
byggðasögu um Grafning og
Grímsnes sem kom út fyrir jól. Í
bókina vantar m.a. upplýsingar um
ábúendur í sveitinni.
„Sveitarfélagið ætlaði og ætlar
að standa vel og vandlega að gerð
þessa rits og harmar það mjög að
það skuli vanta fjölskyldur sem búa
í sveitarfélaginu í bókina. Þessa
dagana er unnið að því að laga það
sem aflaga fór og stefnt að því að
prenta upplagið aftur, kostnaður
við það hleypur á einhverjum
milljónum,“ bætir Hörður Óli við.
/MHH
Snorri Finn laugsson,
f j á r m á l a s t j ó r i
Steypu stöðvar innar
ehf. í Reykjavík,
hefur verið ráðinn
sveitarstjóri í
Hörgársveit í
stað Guðmundar
Sigvaldasonar sem
sagði starfi sínu
lausu í desember sl.
Snorri er fæddur 1960. Hann er
giftur Sigríði Birgisdóttur, þau eru nú
búsett í Hveragerði. Snorri mun hefja
störf um mánaðamótin apríl/maí nk.
Snorri hefur tekið mikinn þátt
í sveitarstjórnarmálum undanfarin
ár, var m.a. í forystu bæjarstjórnar
á Álftanesi í endurskipulagningu
fjármála sveitarfélagsins og sameiningu
við Garðabæ 2010–2012.
Hörgársveit:
Snorri nýr
sveitarstjóri
Snorri
Finnlaugsson.