Bændablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 12. febrúar 2015 Lesendabás Um síðustu áramót voru 20 ár liðin frá því að Búnaðarfélag Íslands og Stéttarsamband bænda sameinuðust. Á Búnaðarþingi sem haldið var í mars 1995 var nýja félaginu valið nafnið Bændasamtök Íslands. Meginmarkmiðin með sameiningunni voru að gera félagskerfi bænda einfaldara og skilvirkara og efla samtakamátt bænda. Starfsemi samtakanna var fjölþætt og lengst af hefur stjórn þeirra unnið að þeim markmiðum sem sett voru í upphafi en á síðustu árum hefur hún fjarlægst þau. Í staðinn hafa ráðið þar sjónarmið sem ekki eru til þess fallin að efla Bændasamtök Íslands. Hinn 1. janúar 2013 var leiðbeiningaþjónusta BÍ og búnaðarsambandanna sameinuð í einkahlutafélag sem heitir Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Sú sameining varð kostnaðarsöm en vonandi leiðir hún til öflugrar leiðbeiningaþjónustu. Leiðbeiningaþjónustan var í réttum farvegi og óþarfi að gera svo róttækar breytingar á henni. Breytingin hefur neikvæð áhrif á félagskerfið því bæði búnaðarsamböndin og BÍ hafa færri verkefni og minni starfsemi en þau höfðu. Á Búnaðarþingi 2014 var samþykkt ályktun sem heimilar stjórn BÍ að stofna einkahlutafélag um rekstur og eignir Nautastöðvar BÍ. Einnig heimilaði þingið stjórn BÍ að selja eignarhlut í félaginu til aðildarfélaga samtakanna. Um framgang ályktunarinnar má lesa í fundargerðum stjórnar BÍ og fundargerðum stjórnar LK. Samkvæmt því sem þar kemur fram þá hefur stjórn BÍ ekki stofnað einkahlutafélag eins og ályktunin gerir ráð fyrir. Þrátt fyrir það ætlar hún að selja meirihlutann af eignum og rekstri Nautastöðvarinnar til félags sem Landssamband kúabænda hefur stofnað, ef Búnaðarþing samþykkir það. Meðferð þessa máls er vandræðaleg fyrir stjórnir BÍ og LK meðal annars vegna þess að Guðný Helga Björnsdóttir á sæti bæði í stjórn BÍ og stjórn LK og er þess vegna vanhæf til að fjalla um málið. Það má síðan öllum sem til þekkja vera ljóst að stjórn LK vill að leiðbeiningaþjónusta og kynbótastarf í nautgriparækt flytjist til Landssambands kúabænda. Í málflutningi þeirra kemur einnig fram að stefnt sé á innflutning erlends kúakyns. Það er fátt sem mælir með því að BÍ selji eignir og rekstur Nautastöðvar BÍ til Landsambands kúabænda enda jafngildir það stuðningi við framangreind atriði. Félagskerfi landbúnaðarins var til umfjöllunar á Búnaðarþingi 2014 og um það var ályktað. Markmið ályktunarinnar var að finna leiðir til að fjármagna samtök bænda og koma með tillögur að fulltrúafjölda einstakra aðildarfélaga á Búnaðarþingi. Til að vinna að framgangi málsins var skipaður vinnuhópur. Í ályktun Búnaðarþings segir að tillögur vinnuhópsins skuli kynntar bændum og aðildarfélögum BÍ fyrir lok október 2014 og lagðar fyrir Búnaðarþing 2015. Tillögur vinnuhópsins voru kynntar á fundi formanna aðildarfélaga BÍ þann 25. nóvember sl. Um þær þarf ekki að hafa mörg orð því þær eru ónothæfar og til þess eins fallnar að valda togstreitu og deilum. Verði þær samþykktar gæti það orðið banabiti Bændasamtaka Íslands. Ég fer fram á að tillögur vinnuhópsins verði birtar sem fyrst í Bændablaðinu svo bændur geti kynnt sér efni þeirra. Bjarni Ásgeirsson bóndi, Ásgarði Dalasýslu Framtíð Bændasamtaka Íslands Árnesingar ferðist og fundi Félag sauðfjárbænda í Árnessýslu hefur haldið úti hóflegri starfsemi undanfarin ár, þó svo að stórhugur hafi einstaka sinnum gripið um sig meðal stjórnarmanna. Í vetur stendur einmitt þannig á fyrir okkur í stjórninni og nú stendur til að fara í ferðalag. Að þessu sinni hyggjum við á dagsferð, laugardaginn 28. febrúar, til að heimsækja bændur og búalið í Rangárvallasýslu. Ferðinni er heitið að Skarði í Landsveit, en þar er nýbyggt fjárhús og margt fé. Einnig langar okkur að heimsækja Heklubæina Hóla og Næfurholt. Verði ófært þangað finnum við okkur aðra ákvörðunarstaði. Ferðaáætlun er á þá leið að langferðabifreið leggur af stað frá Reykholti í Biskupstungum kl. 8.30 árdegis, verður á Borg í Grímsnesi um kl. 9.00, við þjóðþrifafyrirtækið Matvælastofnun á Selfossi kl. 9.30 og við Skeiðavegamót kl. 9.45. Félagið greiðir fyrir farið. Gert verður ráð fyrir hádegisverði einhvers staðar í Rangárvallasýslunni, sem ferðalangar greiða úr eigin vasa. Heimferð síðdegis. Allir þeir sem áhuga hafa fyrir sauðfé og félagsskap okkar sauðfjárbænda eru velkomnir í ferðina. Skráið ykkur í síma hjá Ágústi Inga á Brúnastöðum 899- 5494, Trausta í Austurhlíð 865- 9284, Sigríði í Arnarholti 822-8421 eða 486-8621 fyrir þriðjudaginn 24. febrúar. Það hefur enginn svo mikið að gera þennan dag að geta ekki komið með. Annar viðburður er fram undan hjá Félagi sauðfjárbænda í Árnessýslu, en það er aðalfundurinn. Hann verður haldinn í Þingborg mánudagskvöldið 9. mars kl. 20.30. Fylgist með vefnum saudfe. is þegar nær dregur, til að sjá hvort við höfum fundið einhvern almennilegan fyrirlesara til að koma á fundinn. Kaffiveitingar í boði félagsins. Við eigum í vændum notalega kvöldstund í Þingborg, eins og svo oft áður. Umhleypingunum hér sunnanlands hlýtur að linna hvað úr hverju. Sýnum hugrekki og spörum ekki heyin. Bestu kveðjur frá Félagi sauðfjárbænda í Árnessýslu. Sigríður Jónsdóttir Arnarholti. Það er víða fallegt í Rangárvallasýslu. Hér er Hekla í baksýn. Mynd / HKr. Víða á landsbyggðinni var mikið fjallað um jöfnun raforkukostnaðar fyrir síðustu kosningar. Flestir stjórnmálaflokkar og þar með talinn Framsóknarflokkurinn lagði áherslu á að jafna þennan kostnað. Til þess að það náist til frambúðar þá þarf að endurskoða núverandi löggjöf hvað þetta snertir. Þessi stefna er mörkuð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en þar segir orðrétt: „Unnið verður að jöfnun raforku- og húshitunarkostnaðar.“ Til að þrýsta á framgang málsins þá hefur undirritaður ítrekað tekið málið upp, nú síðast í umræðum á Alþingi 2. febrúar sl. Staða málsins er sú að iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp um jöfnun á dreifingarkostnaði raforku en það mál er nú í vinnslu á Alþingi og klárast nú á vorþingi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að lagt verði sérstakt jöfnunargjald á þá raforku sem fer um dreifikerfi dreifiveitna með það að markmiði að standa undir fullri jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra notenda, þ.e. heimila og fyrirtækja sem fá raforku sína beint frá dreifiveitunum. Þetta þýðir að kostnaður við dreifingu raforku verður sá sami óháð því hvort viðkomandi er búsettur í þéttbýli eða dreifbýli. Það er einnig réttlætismál að jafna raforkukostnað þeirra sem búa á köldum svæðum og þar hafa verið til skoðunar ýmsar leiðir. Ríkisstjórnin mun á næstu vikum leggja fram þingmál á Alþingi sem miðar að því að jafna að fullu húshitunarkostnað á köldum svæðum. Það er síðan mikilvægt að Alþingi nái að klára það mál nú á vorþingi þannig að þetta komist til framkvæmda sem fyrst. Ríkisstjórnin mun jafna húshitunarkostnað á köldum svæðum og dreifikostnað raforku í dreifbýli. Það er mikilvægt að aðgerðirnar séu til frambúðar og að þær komist til framkvæmda fyrr en síðar. Með tilliti til byggðasjónarmiða og jafnræðis til búsetuvals, er ekki verjandi að verð á jafn mikilvægum nauðsynjum og rafmagni og húshitunarkostnaði skuli vera jafn breytilegur milli landsvæða og raun ber vitni. Ásmundur Einar Daðason alþingismaður Framsóknarflokksins. Jöfnun kostnaðar við húshitun og dreifingu raforku Ásmundur Einar Daðason. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif um land allt!

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.