Bændablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. febrúar 2015
Fréttir
Útsendingar sjónvarps hafa ekki
náðst á fjórum bæjum í Miðdal
frá því breyting var gerð á
sjónvarpsdreifikerfinu í byrjun
mánaðar, þegar farið var úr
hliðrænu dreifikerfi yfir í stafrænt.
Miðdalur liggur á milli
Steingrímsfjarðar og Gilsfjarðar
og tilheyrði Kirkjubólshreppi á
Ströndum í eina tíð.
Íris Björg Guðbjartsdóttir býr
á Klúku ásamt eiginmanni sínum,
Unnsteini Árnasyni, og börnum, en
þar reka þau sauðfjárbú. Þau eiga
gamalt sjónvarpstæki og notuðust
áður við loftnet sem staðsett var uppi
á þaki íbúðarhússins.
Kaupa græjur en ekkert dugar
Íris segir að ýmislegt hafi verið reynt
til að ná útsendingum en allt komi
fyrir ekki. Starfsmenn Vodafone hafa
komið við á Klúku og segir Íris að
þeir hafi náð útsendingu úti á hlaði.
„Þannig að við höldum alltaf að við
séum að gera eitthvað vitlaust en við
reynum áfram,“ segir hún. Ábúendur
hafa keypt þar til gerðar græjur til
að freista þess að ná útsendingum,
m.a. stafrænan móttakara, sérstakan
magnara og fleira. Áður en magnarinn
var settur upp gaf sjónvarpið til kynna
að það næði 18% merki, en 34% á
eftir. „Það er allt of sumt, örlítil
framför en alls ekki nóg,“ segir Íris.
„Við höfum síðustu daga gert
margvíslegar tilraunir með
staðsetningu á loftneti, en ekkert
gengur.
Úr því Vodafone-menn náðu
sendingu úti á hlaði höldum við alltaf
að við séum að gera eitthvað rangt.
Næst á dagskrá er að kaupa nýjar
loftnetssnúrur og sjá hvort það skili
tilætluðum árangri,“ segir Íris.
Fjórir íbúar á Klúku greiða
útvarpsgjald, samtals 68.800 krónur
á ári, og segir hún að þau eins og
aðrir landsmenn sem greiða skattinn
vilji sjá eitthvað annað í sjónvarpinu
en rauða rönd. En það er það eina
sem í boði hefur verið á Klúku
síðustu tíu daga. /MÞÞ
Útsending sjónvarps næst ekki í Miðdal á Ströndum:
Á Klúku er aðeins boðið upp á rauða
rönd á skjánum fyrir 68.800 kr. á ári
Landbúnaðarnefnd Blönduós-
bæjar lýsir yfir óánægju með
úrskurð óbyggða nefndar sem
úrskurðaði í síðasta mánuði að
Skrapa tungu rétt, Fannlaugar-
staðir og Skálahnjúkur teldust til
þjóðlendna.
Nefndin hvetur sveitarstjórn
Blönduósbæjar til þess að áfrýja
úrskurðinum til dómstóla en hver
sá sem ekki vill una úrskurði
óbyggðanefndar skal höfða
einkamál innan sex mánaða frá
útgáfudegi þess Lögbirtingablaðs
sem útdráttur úr úrskurði sé birtur
í. Óbyggðanefnd kvað upp úrskurð
sinn 19. desember síðastliðinn í
ágreiningsmálum um þjóðlendur á
svonefndu svæði 8 norður. Svæðið
tekur til Húnavatnssýslu vestan
Blöndu ásamt Skaga og skiptist í
svæðin Skaga, Húnavatnshrepp,
Húnaþing vestra, syðri hluta
og Vatnsnes. Í úrskurðinum er
m.a. fallist á að Skrapatungurétt,
ágreiningssvæði vegna Fannlaugar-
staða og ágreiningssvæði vegna
Skálahnjúks væru þjóðlendur.
Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar:
Óánægja með úrskurð
óbyggðanefndar
Nokkrir Vestfirðingar, sem
búa á Suðurlandi, boða til
sólarkaffis að hætti Vestfirðinga
sunnudaginn 15. febrúar
2015 í Félagsheimilinu Stað á
Eyrarbakka kl. 15.00.
Alsiða er í byggðum Vestfjarða
að drekka sólarkaffi með
pönnukökum þegar sólin sést
aftur eftir skammdegið. Þessi siður
hefur ekki verið á Suðurlandi enda
sést sól þar alla daga ársins. Með
þessu vilja aðfluttir Vestfirðingar
á Suðurlandi gefa sveitungum að
vestan kost á að hittast í sólarkaffi
og jafnframt kynna þennan góða
sið fyrir Sunnlendingum og öðrum
hér um slóðir.
Á sólarkaffinu verður Elfar
Guðni Þórðarson, listmálari á
Stokkseyri, með málverkasýningu
á Stað sem nefnist Frá Djúpi til
Dýrafjarðar. Elfar Guðni hefur
fimm sinnum á þessari öld dvalið
á Sólbakka í Önundarfirði í
samtals þrjá mánuði og málað
mikið í vestfirskri náttúru. Hann
segist hvergi utan heimaslóðar
sinnar hafa orðið fyrir jafn
sterkum áhrifum til listsköpunar
eins og vestra og má sjá þetta á
sýningunni.
Vestfirska forlagið að Brekku
á Þingeyri fagnaði nýlega 20 ára
afmæli og mun í tilefni þess gleðja
tuttugu þátttakendur í sólarkaffinu
á Eyrarbakka með veglegum
bókaverðlaunum.
Allir hjartanlega velkomnir
meðan húsrúm leyfir.
Sólarkaffi Vestfirðinga á
Suðurlandi 15. febrúar
Stað á Eyrarbakka 15. febrúar.
Ánægð með viðtökurnar
Ein minnsta Vínbúð landsins
var opnuð á Kópaskeri í lok
nýliðins árs. Hún er staðsett inn
af versluninni Skerjakollu að
Bakkagötu 10, en hún er í flokki
minnstu Vínbúðanna. ÁTVR rekur
nú 49 Vínbúðir um allt land.
Erla Sólveig Kristinsdóttir heldur
utan um starfsemi ÁTVR á Kópaskeri
í góðu samstarfi við vínbúðina á
Húsavík. Hún sagðist ánægð með
viðtökurnar og ekki væri annað að
heyra en viðskiptavinir vínbúðarinnar
væru ánægðir með verslunina.
Afgreiðslutími Vínbúðarinnar nú í
vetur er mánudaga til fimmtudaga frá
17–18 og föstudaga frá 14–18. Þetta
kemur fram á vefsíðu Framsýnar.
Erla Sólveig tekur vel á móti gestum sem koma til hennar í vínbúðina á Kópaskeri. Mynd / Framsýn
Klúka í Miðdal. Mynd / Íris Björg Guðbjartsdóttir
Meindýraveiðar í Árborg:
Sjötíu minkar veiddir á síðasta ári
Feðgarnir Haraldur Ólason og
Emil Ingi Haraldsson eru með
samning við Sveitarfélagið Árborg
um minkaveiði innan marka
sveitarfélagsins, auk þess sem þeir
sjá líka um kanínu- og refaveiðar.
„Staðreyndirnar eru þær að
hér í Árborg hefur í mörg ár
verið samningur við minkabana
þar sem borgað er meira en þau
skottaverðlaun sem minkabanar fá.
Á síðasta tímabili greiddi
Árborg alls 462 þúsund fyrir veiðar
á mink, bæði til þess aðila sem
er með samning um veiðar fyrir
sveitarfélagið og til þeirra sem eru
að ná einum og einum mink yfir árið.
Minnkandi framlag ríkisins
Alls voru veiddir sjötíu minkar
og nam endurgreiðslan sem
sveitarfélagið fær frá ríkinu 138
þúsund krónur. Framlag ríkisins til
eyðingar á mink og ref hefur farið
minnkandi síðustu ár,“ segir Ásta
Stefánsdóttir, bæjarstjóri í Árborg.
/MHHÁsta Stefánsdóttir.