Bændablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. febrúar 2015 Gríðarlegur vöxtur í kjötinnflutningi Árið 2014 jókst innflutningur á kjöti samkvæmt innflutningsskýrslum um 38% frá fyrra ári. Þegar litið er fimm ár aftur í tímann er aukningin 277%. Langmest aukning varð í innflutningi nautgripakjöts eða sem nemur 8,5-földun á magni á fimm árum. Svínakjötsinnflutningur hefur aukist um 351% á sama tíma og alifuglakjötsinnflutningur um 155%. Ekki er nóg með að innflutningur hafi aukist að magni heldur hefur hlutdeild hans í neyslu þessara kjöttegunda hér innanlands einnig vaxið hröðum skrefum. Árið 2010 nam hann 6% af neyslu þessara þriggja kjöttegunda en 21% árið 2014. Verðmæti þessa innflutnings komið að hafnarbakka hér á Íslandi (cif) árið 2014 nam alls 1.611,5 millj. kr. Þar af var verðmæti innflutts nautakjöts 912 millj.kr., svínakjöts 271,5 millj. kr. og kjúklingakjöts 428 millj. kr. Þegar nánar er rýnt í innflutningstölur má sjá frá hvaða löndum kjöt er flutt inn til Íslands. Þær upplýsingar er áhugavert að setja í samhengi við tölur um lyfjanotkun frá Evrópsku lyfjastofnuninni (EMA – European Medicine Agency). Lyfjanotkun er lýst með PCU (Population correction unit) sem mælir lyfjanotkun á massa (þyngd) búfjár. Stofnun gefur árlega út skýrslu um lyfjanotkun í Evrópu. Meðfylgjandi töflur sýna lyfjanotkun í nokkrum löndum, m.a. þeim sem mest er flutt inn af kjöti frá til Íslands. Hér er aðeins horft til fjögurra búgreina, þ.e. þeirra sem mest er neytt af kjöti af. Minnst lyfjanotkun á Íslandi Lyfjanotkun er minnst í Noregi mælt á massa dýra samkvæmt EMA en næstminnst á Íslandi. Heildarlyfjanotkun er hins vegar minnst á Íslandi. Í þessum samanburði er lyfjanotkun á Íslandi mælt í mg/PCU aðeins 2% af því sem gerist á Spáni og 3% af því sem gerist í Þýskalandi. Þá notar Ísland innan við 1% af því magni sem Danir og Hollendingar bera í sitt búfé en landið er 2,5 sinnum stærra. Dapurleg niðurstaða fyrir íslenska neytendur Erna Bjarnadóttir, aðstoðar- framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir þessa niðurstöðu vera dapurlega fyrir íslenska neytendur. „Stærstur hluti innflutts kjöts kemur frá mesta lyfjanotanda í landbúnaði í Evrópu samkvæmt skýrslu EMA. Holland, lítið land að flatarmáli, er 12 stærsti lyfjanotandinn. Hefur íslensk verslun ekki meiri metnað en þetta, eða er hún einfaldlega að mæta kröfum forkólfa neytenda sem telja innflutning kjötvara eitt stærsta hagsmunamál þeirra?“ /HKr. Fréttir Lyfjanotkun við kjötframleiðslu getur skipt miklu máli fyrir heilsu manna: Læknar um allan heim vara við sýklalyfjaónæmi Læknar um allan heim hafa árum saman varað við ofnotkun sýklalyfja. Það á bæði við beina notkun einstaklinga og notkun sýklalyfja við dýraeldi og sem vaxtahvetjandi efnis. Samkvæmt upplýsingum Evrópumiðstöðvar sjúkdóma varna ECDC látast um 25.000 Evrópubúar árlega vegna sýklalyfjaónæmis. Sýklalyfin virka einfaldlega ekki til að meðhöndla sjúkdóma þessa fólks og þessi vandi fer ört vaxandi. Það sem hefur þó valdið sprengingu í áunnu ónæmi fólks fyrir sýklalyfjum er þó talið vera ofnotkun þeirra sem vaxtarhvata í landbúnaði víða um heim, aðallega við eldi á nautgripum, kjúklingum og svínum. Um 70 til 80% af öllum sýklalyfjum fara til notkunar í landbúnaði. /HKr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.