Bændablaðið - 12.02.2015, Síða 18

Bændablaðið - 12.02.2015, Síða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. febrúar 2015 Nýverið var bók um íslenskt sauðfé send til prentunar í prentsmiðju hér á Íslandi, sem er merkilegt fyrir þær sakir að hún er á þýsku og er því líklega sú fyrsta sinnar tegundar. Höfundur og útgefandi hennar er Caroline Mende, sauðfjárbóndi með meiru á Nesi í Hegranesinu. Í íslenskri þýðingu er heiti bókarinnar allsérstakt; Íslenska sauðkindin – ullarmjólkursvín. Caroline segir að „ullarmjólkursvín“ sé máltæki á þýsku. „Eggjaverpandi ullarmjólkursvín – eierlegende Wollmilchsau – merkir hið alhliða húsdýr – sem allir óska sér, en er ekki til,“ útskýrir Caroline. Alhliða sauðkind „Mér fannst allt í einu að íslenska sauðkindin væri einmitt þetta, nema að hún verpir ekki eggjum. Bókin snýst þar af leiðandi um hlutverk sauðfjár í íslensku samfélagi frá upphafi; varðandi ull, mjólk, sláturafurðir, skinn og leður. Í bókinni er líka greint frá helstu sauðalitunum, litaafbrigðum, hornin eru sér umfjöllunarefni; eru þau engin, tvö, þrjú eða fjögur. Forystufé verður kynnt í sérkafla. Fjölskyldulífið er líka merkilegt og ég segi frá því, frá fengitíma til sauðburðar, afréttum, göngum, réttum, sauðfjármerkjum, sjúkdómasögu, varnarsvæðakerfinu og loks íslensku sauðfé í útlöndum. Svo er smá listi með heimilis- föngum í kringum sauðfé, safna og sölustaða sauðfjárafurða á Íslandi og í Þýskalandi. Auk þess er bent á umfangsmeiri lista sem verður til á netinu. Í fáum orðum mætti segja að Íslandsvinir og sauðfjárvinir fái stutta en samt djúpa innsýn í það helsta sem varðar íslenskt sauðfé, á 60 blaðsíðum með um 100 ljósmyndum, teikningum og kortum.“ Einfaldara að búa með sauðfé Caroline segir að saga hennar á Íslandi hefjist árið 1989 þegar hún réði sig til vinnu á Húsatóftum, hjá Valgerði Auðunsdóttur og Guðjóni Vigfússyni. „Ég vann þar ýmis bústörf en fjósið var aðalvinnustaðurinn minn, sem ég var mjög hrifin af. Ég hefði líka getað hugsað mér að verða kúabóndi en það þarf miklar fjárfestingar til að byggja svoleiðis upp – líka þegar maður gerir þetta í smáum stíl – þess vegna kom það ekki til greina fyrst ég bý ein og er svo sem ekkert rík. Það er miklu einfaldara að búa með sauðfé þegar maður er með eins frumstæða aðstöðu og ég er með. En burtséð frá því hef ég lengi haft áhuga á kindum, allt frá því ég var sjö eða átta ára og bjó enn í Þýskalandi. Fyrstu kynnin komu að vísu til í gegnum áhuga á hestamennsku. Mig langaði svo rosalega mikið að vera í hestamennsku en foreldrar mínir leyfðu mér ekki að fara í reiðskóla fyrr en ég væri orðin níu ára. Nágranni okkar átti þægar og stórar kindur – sem urðu þá reiðkindurnar mínar í staðinn fyrir hestana í nokkrar vikur. Helst hefði ég líka viljað mjólka þær, en það gekk ekki þar sem þær voru ekki með lömb á þessum tíma. Svo hefur mér alltaf fundist ullin heillandi, ég óf og prjónaði mikið sem krakki og líka síðar. Þegar svo tækifæri gafst til að búa sjálf með sauðfé – og geta notað afurðir þeirra frá grunni – var það alveg tilvalið. Þar sem ég hafði verið með hross og á svolítið land – auk þess sem ég leigi eitthvað með – var þetta ekki svo stórt skref. Það hjálpaði auk þess mikið til að Baugur, hundurinn minn sem er Border-Collie, hefur mikinn áhuga á fé. Það var því aukaástæða að byrja með sauðfé; til að geta þjálfað okkur Baug reglulega í smalamennsku.“ Keypti frábært beitiland í Hegranesinu „Þetta er enn þá allt í mjög smáum stíl. Vorið 2010 gat ég með aðstoð vina minna, Auðar Steingrímsdóttur og Guðmundar Sveinssonar, keypt land hérna í Hegranesinu, sem er frábært beitiland með nokkuð af melum og móum og ég skírði Nes. Ég er sem sagt að leigja eitthvað með frá Heiðu í Utanverðunesi, sem liggur rétt við Nesvatnið, þannig að ég er með um 25 ha samfellda landspildu til beitar. Við Baugur búum í litlu timburhúsi sem er með litlu fjárhúsi rétt hjá. Ég hef verið með hross rétt frá byrjun. Fjögur á ég sjálf auk einnar aðkomuhryssu, ég var með tvær geitur í láni frá Keldudal í fyrrasumar sem ég mjólkaði. Svo á ég fimm kindur síðan í fyrra, sem er nú hlægilega lítið miðað við íslenskar aðstæður. En ég á von á lömbum í vor og ætla svo að fjölga smám saman. Það stendur til að stækka fjárhúsið í sumar þannig að það er ekki útilokað að vera bráðum einnig með nokkrar geitur allt árið. Þótt búskapurinn sjálfur sé allur í smáum stíl eru tekjur mínar að mestu leyti tengdar búskapnum mínum. Kannski getur maður kallað þetta „þjónustutengdan búskap“ í staðinn fyrir hefðbundinn „framleiðslutengdan búskap“. Ég er að skrifa reglulega greinar um íslenska hesta fyrir stórt þýskt hestatímarit. Ég skipulagði líka hestaferðir og útreiðatúra fyrir Þjóðverja en er núna búin að skipta yfir í það að aðstoða nágranna mína á Hellulandi í staðinn. Þeir eru farnir að sérhæfa sig í slíkum ferðum. Svo býð ég upp á kynningarnámskeið í kringum sauðfé, um ull og mjólk, og í berja- og sveppagöngutúra ásamt matreiðslu á eftir. Auk þess er ég „ferðaráðgjafi“ og ráðlegg eftir því hverju fólk hefur áhuga á; hvert eigi að fara og hvað að gera helst á Íslandi. Aðalmarkhópurinn eru þýskir ferðamenn.“ Ekkert mál að gera heila bók úr efninu „Fyrst ætlaði ég að hanna smá kynningarbækling um sauðfé til að afhenda þátttakendum námskeiðanna. Þegar ég hugsaði þetta nánar kom í ljós að það væri ekkert mál að gera heila bók úr efninu,“ segir Caroline um hugmyndina að bókarútgáfunni. „Það kemur mér auðvitað til gagns að ég var í tæp 15 ár með auglýsingastofu sem ég og fyrrverandi kærasti minn áttum í Þýskalandi. Ég vann fyrir hana líka eftir að ég flutti til Íslands. Ég er því mjög reynd í öflun upplýsinga, að skrifa texta á skiljanlegan hátt og hanna bækling eða bók upp úr því. Þetta fyrirtæki er enn til en í fyrra hætti ég að mestu þar og stofnaði bókaforlag til að gera eitthvað nýtt á eigin forsendum. Þá var það tilvalið að skrifa bók um íslenskt sauðfé og gefa út sem fyrstu bók forlagsins. Samkvæmt minni bestu vitund verður það líka fyrsta bókin á þýsku Forsíða bókarinnar. Bók á þýsku um íslenskt sauðfé Caroline Mende, sauðfjárbóndi með meiru á Nesi í Hegranesinu.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.