Bændablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 19
19Bændablaðið | Fimmtudagur 12. febrúar 2015 Bændum landsins þökkum við traustið, við styðjum ykkur áfram að bættum hag Búvís ehf · Akureyri Sími 465 1332 Íslenskir bændu r, takk fyrir okkur. Meg i okkar samstarf vaxa o g dafna um ókomna tíð . www.buvis.is Áburðarsala hjá Búvís hefur aukist jafnt og þétt með hverju ári og er nú orðin 10% af heildarinnflutningi áburðar í landinu. Búvís hefur lagt áherslu á góða vöru og hagstætt verð. Þetta vita bændur. Búvís, stofnað árið 2006, hefur verið leiðandi í lágu vöruverði og er í hópi framúrskarandi fyrirtækja annað árið í röð (1.7% af fyrirtækjum landsins). Svona árangur hefur náðst með stuðningi íslenskra bænda. Nokkur atriði sem hafa ætti í huga og skipta máli til að ná hámarks uppskeru og árangri. · Rétt samsetning áburðarefna miðað við þarfir jarðvegs og gripa. · Tímasetning áburðardreifingar má ekki vera of sein, þannig að grös og áburður geti nýtt jarðraka. · Auðuppleysanlegur áburður fer hraðar að virka en harðkorna áburður, sem skiptir máli á okkar stutta sumri. · Jöfn dreifing yfir allt túnið þannig að jafnt sé dreift á miðhluta túnsins sem og jaðra. Margir viðskiptavinir Búvís á Norður og Austurlandi heyjuðu gífurlega vel á síðasta ári og geta leyft sér að kaupa minni áburð í ár en í fyrra. Þrátt fyrir það hefur Búvís aukið markaðshlutdeild sína eitt árið enn og er komið með yfir 10% markaðshlutdeild. sem snýst um íslenskar kindur. Það er ekkert sambærilegt til, sem er auðvitað mjög gott upplegg. Ég ákvað að hanna umslagið, setja upp innihaldið og birta þetta á netinu sem kynningarefni um tilvonandi bók. Svo setti ég sérstakt forkaupsverð til 10. febrúar, markmið mitt var að afla með því fjármagns fyrir prentkostnaði áður en bókin færi í prentun. Og það er magnað, það komu strax pantanir og planið hefur nú þegar gengið upp. Bókin ætti að verða fáanleg í síðasta lagi um næstu mánaðamót.“ Caroline segir að margir hafi komið að útgáfunni. „Ég var sjálf komin með nokkurn grunn að vissu leyti og það hjálpaði mikið til að flestir vinir mínir eru sauðfjárbændur, svo sem Matthildur á Þóroddsstöðum, Árborg og Ingvar í Víðidalstungu II og allir nágrannar mínir hérna í Hegranesi. Svo er það sérstaklega Halldór á Súluvöllum sem hefur verið óþreytandi að svara mér öllum mögulegum og ómögulegum spurningum í kringum sauðfé. Ég kynntist honum upphaflega þar sem hann er smalahundaþjálfari og hefur þjálfað okkur Baug. Þá fór Gunnar Guðbjartsson á Hjarðarfelli á kaf í gamla reikninga og fann þýska kaupandann þriggja hrúta frá Hjarðarfelli fyrir mig. Einnig hafa þeir Þórarinn Ingi Pétursson og Sigurður Eyþórsson hjálpað mér, til dæmis með ýmsa tölfræði um litahlutföll. Þórarinn Ingi skrifar líka formálann að bókinni. Svo er ég mikill bókaormur og las allar sauðfjárbækur sem til voru í bókasafninu á Króknum, auk þess fann ég mikið efni í bókum sem ég á sjálf á borð við „Íslenskt þjóðlíf í 1000 ár“ eftir Daníel Bruun, „Samgöngur í Skaftafellssýslum“ eftir Pál Þorsteinsson og „Sauðfjárrækt á Íslandi“, sem Ragnhildur Sigurðardóttir gaf út. Svo má ekki gleyma „Forystufé“ eftir Ásgeir Jónsson sem er alveg stórkostleg bók og mig langar mikið til að eiga. Kannski les einhver þessar línur sem á tvö eintök og er til í að selja annað þeirra. Auk þess gekk vonum framar að fá svör í Facebook-hópnum „Sauðfjárbændur“, sem er frábær hópur í alla staði. Ég fékk líka helling af flottum myndum í gegnum þennan hóp, ætla fyrst og fremst að nefna Birgittu á Möðruvöllum, Ransý í Ásgarði, Dagbjart á Hrísum og Reimar á Felli sem lögðu sig mikið fram. Það vantaði bara í kaflann „Íslenskt sauðfé í útlöndum“. Það var fyrst svolítið flókið en ég náði sambandi við Jill Tyrer í Wales, Helen Whybrow í Bandaríkjunum og Eirin Rauö í Noregi, sem sendu mér ekki bara frábærar myndir heldur líka dýrmætar upplýsingar. Það var dálítið skrítið en það var hins vegar mjög erfitt að finna upplýsingar um íslenskt sauðfé í Þýskalandi.“ Fyrst kemur bókin aðeins út á þýsku en Caroline segir að ef hún seljist vel – og ef það er hægt að fá styrk – væri örugglega gott að gefa hana út á ensku líka og einnig á dönsku. „Það er spurning hvort það borgi sig að gefa hana út á íslensku, þar sem hérna er svo margt til um sauðfé. Það kemur í ljós hvernig viðbrögðin verða.“ Verður vonandi víða til sölu „Bókin verður vonandi bráðum til sölu á mörgum stöðum sem eru einhvern veginn tengdir sauðfé og/eða ferðaþjónustu – svo sem á söfnum, ferðaþjónustumiðstöðvum og á sauðfjárbúum sem bjóða upp á gistingu eða selja sauðfjárafurðir. Hún kostar ekki mikið miðað við umfangið, 1.500 krónur. Ég ætla að fara í smá kynningartúr á Norðurlandi væntanlega í mars. Svo er líka hægt að panta hana beint hjá forlaginu, það er hjá mér: info@verlag-alpha-umi. de eða í símanum 865 8107. Þeir sem ætla að selja hana geta fengið hana hjá mér á góðu verði þannig að þeir fá milli 20% og 40% af söluverðinu fyrir sig. Markmið mitt er að allir græði á því; ferðamenn vita meira og uppgötva nýtt, bændur selja meira af afurðum sínum og forlagið fær vonandi nógu mikla peninga til að gefa út næsta bók – væntanlega um forystufé.“ /smh Dekkjainnflutningur 15% afsláttur af öllum dekkjum til 28. febrúar 2015 Eigum á lager flestar stærðir traktora-, vagna-, vinnuvéla- og vörubíladekkja. Einnig mikið úrval fólksbíla- og jeppadekkja. Jason ehf. Hafnarstræti 88 Akureyri Vinsamlegast hafið samband við Ármann Sverrisson 896-8462 e-mail jasondekk@simnet.is Tryggva Aðalbjörnsson 896-4124

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.