Bændablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 12. febrúar 2015
Um síðustu áramót var ljóst að
ekki hafa verið færri banaslys í
umferðinni síðan 1936, eða alls 3
látnir í umferðarslysum.
Að lesa svona tölur er mjög
ánægjulegt og má eflaust
þakka áralöngum forvörnum í
umferðarmálum. Forvarnir og
umferðarfræðsla er að skila sér í færri
slysum. Bbreskur forvarnarfulltrúi
sagði að kostnaður sem lagður er til
forvarna skili sér almennt þrefalt til
samfélagsins sé kostnaður reiknaður
til fjár.
Eftir að ég byrjaði að skrifa
þessa litlu forvarnarpistla hefur mér
gengið illa, þrátt fyrir töluverða leit,
að finna upplýsingar um slys við
landbúnaðarstörf, en af og til eru mér
sagðar sögur af mönnum sem hafa
lent í mjög slæmum slysum við störf
sín, en svona munnmæli get ég ekki
notað nema þá að taka viðkomandi
tali og fá leyfi viðkomandi til að
nota reynslu þeirra til forvarna.
Slæmt ár hjá írskum bændum
Þann 6. janúar birti HSA (írska
heilbrigðisstofnunin www.hsa.ie)
tölur um banaslys á Írlandi fyrir
árið 2014. Alls létust 55 manns í
vinnuslysum á Írlandi síðasta ár. 30
manns létust við landbúnaðarstörf,
en til samanburðar létust 16 árið
2013. Þetta er fimmta árið í röð
sem banaslys í írskum landbúnaði
eru flest þrátt fyrir að á síðustu 20
árum hafi slysum við landbúnað á
Írlandi verið að fækka vegna áherslu
á forvarnir í landbúnaði.
„Þetta er mesti fjöldi sem látist
hefur við írsk landbúnaðarstörf í yfir
20 ár og skelfilegt fyrir landbúnað,“
sagði Martin O´Halloan, forstjóri
HSA. Mest var fjölgunin í slysum
þar sem ökutæki komu við sögu og
var þetta í fyrsta sinn þar sem að
yfir helmingur banaslysa tengdist
ökutækjum.
Gagnaöflun og upplýsingar eru
nauðsynlegar til að greina vanda
Í samtali við Hilmar Snorrason,
skólastjóra Slysavarnarskóla
sjómanna, er einn mikilvægasti
þátturinn í forvörnum gagnaöflun
sem kemur frá þeim sem lenda í
slysum. Hilmar setur áhættumat
í fyrsta sæti og atvikaskráningar
í annað sæti, fræðslu í það þriðja
og aðgerðir í fjórða. Til að geta
brugðist við vanda þarf að vera til
gagnagrunnur til að vinna út frá
en stundum getur verið erfitt að
ná sér í upplýsingar um slys. Gott
dæmi er frásögn Óla H. Þórðar,
fyrrverandi forstjóra Umferðarstofu,
þegar hann kynnti 100 ára
banaslysatölur í íslenskri umferð.
Honum reyndist mjög erfitt að afla
upplýsinga um sum slys að eigin
sögn, en samantektin er fróðleg og
gagnleg sem upplýsingabanki um
umferðarslysasögu síðustu 100 ára.
Í samantekt Óla H. kemur meðal
annars fram að alls hafi 100 bændur
og bústarfsmenn látist við störf sín
á þessum 100 árum og 45 látist í
dráttarvélaslysum.
Ekki færri látist í umferðarslysum í mörg ár
liklegur@internet.is
ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI Hjörtur L. Jónsson
KROSSGÁTA Bændablaðsins
− lausnina er að finna á næstöftustu síðu
KRYDD-
BLANDA
GUBB
FRAM-
VEGIS
SNÍKJUR
FLÝTIR
SLÍMDÝR
NÚMER TVÖ
HALDA
BROTT
DULNEFNI
HANGA
BRAK
ÁSAMT
TVEIR EINS
KIND
KRÁ
HLJÓÐFÆRI
KEYRA
ÚTMÁ
KLUKKU-
STUND
KNÆPA
IÐKA
TVEIR EINS
ÞAKBRÚN FÆÐU
SLUMPUR
TRAÐK
KRYDD
NÁÐ
KJÖKUR
BLUNDA
ROTNA
KRINGUM
AFSPURN
FLÍK
BOR
TRÚAR-
BRÖGÐ
LEGGJA AF
IM
BÓK-
STAFUR
ÁTÖLUR
LENGDAR-
EINING
NÁÐIR
PARTA
RÓMVERSK
TALA
KLÚRYRÐI
LOGA
GÆFA
MÁTA
ÁMÆLA
AF-
FERMING AFÞÍÐA
SKÖRP
BRÚN
AKFÆRI
HOLU-
FISKUR
HNAPPUR
KYRRÐ
SÍLL
SKÍTUR
HRÓS
SVÖRÐUR
SAM-
KVÆMT
FRUMEIND
ÓNEFNDUR
ÆTÍÐ
GRÍSKUR
BÓKSTAFUR
UNDIR-
FLÍK
HAMINGJA
SVARA
GRÁTA
NÚMER
TÓNVERKS
FUGLA-
SKÍTUR
HJÁ
7
Búvís ehf · Akureyri
Sími 465 1332
www.buvis.is
Greiðir þú
sérstaklega fyrir
flutningskostnað
á áburði til þín?
Ekki hjá Búvís
Eigum allar síur í New Holland og JCB á lager
Skeiðarás 3 Garðabær Sími 5272600 velavit@velavit.is
Varahlutir - Viðgerðir
sérhæfum okkur í JCB Hydrema Iveco New
Holland og Case
Vélavit
Oftast ódýrastir!
JCB