Bændablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. febrúar 2015 Utan úr heimi Bóndinn sir Cliff Richard Sir Cliff Richard þekkja væntanlega flestir Íslendingar sem tónlistarmann með meiru en líklega eru eitthvað færri sem þekkja til aðaláhugamáls hans, en það er nefnilega búskapur, eða nánar tiltekið vínþrúgurækt og vínframleiðsla. Þetta áhugamál hafa reyndar fleiri bændur og popparar. Má þar nefna til dæmis Madonnu og Bob Dylan, þó svo að efast megi um að þau líti sjálf á sig sem bændur. Alls á Cliff Richard aðild að þremur jörðum í Portúgal þar sem vínberjarækt fer fram. Hentar vel fyrir þrúguframleiðslu Portúgal er ört vaxandi land þegar horft er til léttvínsframleiðslu enda er suðurhluti landsins einkar heppilegur til slíkrar framleiðslu og má nefna mörg atriði því til staðfestingar. Jarðvegurinn er talinn einstaklega hagstæður fyrir vínþrúgurækt auk þess sem það er nánast undantekningarlaust gott veður þarna, nokkuð sem er sérstaklega mikilvægt þegar vínþrúguframleiðsla er annars vegar. Til dæmis hefur ekki komið teljandi frost þarna síðasta áratug eða svo! Þá er loftrakinn einnig stöðugur vegna nálægðar við sjóinn og stöðug hafgola sem leiðir til þess að vínberin þroskast afar vel á þessu svæði. Auk þessa er suðurhluti Portúgals einkar sólríkt svæði, líkt og margir Íslendingar þekkja, en sólin gagnast fleirum en sólþyrstum Íslendingum enda hefur sólin bein áhrif á uppsöfnun sykurs í vínþrúgunum. Hátt hlutfall sykurs í þrúgunum gerir það svo að verkum að léttvínið hefur tiltölulega hátt vínandahlutfall miðað við t.d. frönsk eða þýsk vín. Keypti fyrsta búið 1993 Vínbúgarða sir Cliff er að finna í nágrenni við bæinn Albufeira í Algarve-héraðinu, en þar hefur hann dvalist á hverju sumri síðustu fjörutíu árin, svo hann þekkir svæðið einstaklega vel. Það var reyndar tilviljun að sir Cliff fór í vínframleiðslu en hann sér varla eftir því, enda er léttvín hans eitt það mest selda á sumardvalarsvæðinu Albufeira sem margir Íslendingar þekkja vel. Fyrsta búið keypti hann árið 1993 í grennd við smábæinn Guia, örfáa kílómetra norðvestur frá Albufeira. Jörðin liggur öll í halla á mót suðri en svæðið þarna sunnan við Guia kalla heimamenn svæðið með hinu gyllta útsýni og getur greinarhöfundur vottað það að þarna er engu logið. Fyrst í fíkjuframleiðslu Í upphafi var það þó ekki vínþrúguframleiðsla sem var stunduð þarna heldur fíkju- og grænmetisframleiðsla en svo kynntist sir Cliff Ástralanum Nigel Birch sem hafði starfað við víngerð til fjölda ára. Nigel þessi taldi Cliff inn á það að fara í vínþrúguframleiðslu en það er afar dýrt að byrja slíka framleiðslu og því gott að hafa góða sjóði að sækja í enda má ekki vænta uppskeru fyrr en 4–5 árum eftir útplöntun vínviðarins. Sir Cliff átti nægt fjármagn og því var ákveðið að ganga í málið og árið 1998 voru stigin fyrstu skrefin í átt að þrúguframleiðslu. Þetta hefur svo undið upp á sig jafnt og þétt og í dag eru þrúgur fyrir vínframleiðslu þeirra Cliff og Nigel framleiddar á þremur jörðum, sem alls telja 22 hektara lands og er árleg framleiðsla um 135 þúsund flöskur af léttvíni. Vínkjallari söngvarans Fyrirtækið sem sér um víngerðina heitir Adega do Cantor sem í íslenskri snörun myndi kallast Vínkjallari söngvarans, og hefur það náð eftirtektar verðum árangri með gerð léttvína. Í upphafi var um rauðvín að ræða en í dag eru framleidd þarna allar helstu gerðir léttvína s.s. rauðvín, hvítvín, rósavín og freyðivín. Alls starfa 8 manns við víngerðina, sölu og við leiðsögn um búgarðinn og er þá sir Cliff víst ekki talinn með, en hann er þó sagður liðtækur við helstu búverk. Tína berin í ágúst Þegar vínakrar eru skoðaðir er það næsta undantekningarlaust að vínviðnum er plantað í snyrtilegar raðir og í hverri röð eru myndarlegir tréstaurar, sem eru all einkennandi fyrir svona framleiðslu. Tilgangur þessara staura er afar mikilvægur en á milli þeirra er strengdur vír, sem greinar vínviðarins eru hengdar á eftir því sem vaxtartímanum fleygir fram. Ástæðan fyrir þessu er í raun tvíþætt, annars vegar að koma runnunum upp í rúmlega mittishæð svo handtínsla á berjum sé auðveldari og hins vegar til þess að halda berjaklösunum fjarri jarðveginum, sem gerir þrúgurnar betri. Í ágúst eru þær svo tilbúnar til tínslu en það er svolítið sérstakt við uppskerutímann á vínþrúgunum í Portúgal að tínslutímabilið er mun fyrr en í öðrum löndum Evrópu. Skýringin er raunar einföld, enda landið sunnar og býr við stöðugara veðurfar en önnur lönd heimsálfunnar. Þegar komið er að uppskerutíma þarf að hafa hraðar og öruggar hendur við að tína berin og koma þeim í vinnsluna. Á þessum tíma bætast við hina átta fastráðnu starfsmenn um 15–20 manns sem fá þá tækifæri til þess að vinna með sir Cliff við að tína ber! Berin eru svo sett í þar til gerð ker og fer svo af stað fjölbreyttur ferill við gerjun og meðferð svo hægt sé að framleiða Alifuglabændur í Bandaríkjunum hafa verið beðnir um að sjá til þess að fuglarnir þeirra komist ekki í samband við farfugla. Talið er að farfuglar geti borið með sér bráðsmitandi afbrigði af asískri fuglaflensu sem kallast H5N2. Undanfarið hafa þrjú skæð tilfelli fuglaflensu komið upp í Washington-ríki í Bandaríkjunum sem talið er að hafi borist þangað með farfuglum. Auk þess sem komið hafa upp minni tilfelli í Oregon og Bresku Kólumbíu. Í öllum tilfellum var um að ræða fugla sem gátu athafnað sig undir berum himni og í öllum tilfellum var fuglunum fargað. Yfirvöld hafa hvatt bændur til að ganga þannig frá aðbúnaði lausagöngufugla að sem minnst hætta sé á að þeir komist í samband við farfugla til að draga úr hættu á auknu smiti. Tvö alifuglabú til viðbótar í Washington voru sett í átta mánaða einangrun fyrr í þessum mánuði og bannað að selja bæði egg og kjöt eftir að smit fannst í afmörkuðum hópi fugla. H5N2 fuglaveiran er sögð bráðsmitandi og yfirleitt drepast fuglar sem af henni smitast eftir nokkra daga og ekki er langt síðan veiran drap nokkur þúsund fugla á búi í Kanada. Í kjölfar tilfellanna í Washington- ríki hafa yfirvöld í Kína bannað allan innflutning á fuglakjöti og eggjum og skilað sendingum sem bárust til Kína eftir 8. janúar síðastliðinn. /VH Dýraheilbrigði: Fuglaflensa í Washingtonríki Kúariðutilfelli í Noregi Nýlega greindist kýr í Noregi með kúariðu. Í tilkynningu frá Matvælastofnun kom fram að um afbrigðilega gerð sjúkdómsins hefði verið að ræða, sem væri mjög sjaldgæf er ekki talin smitandi – hvorki milli dýra né í fólk. Ísland er í hópi landa sem Alþjóða dýraheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt sem kúariðulaust land. Talið er að þessi gerð kúariðu sé vegna breytinga sem gerast af sjálfu sér á próteinum í heilanum í gömlum gripum. Kýrin sem um ræðir í Noregi var 15 ára, sem er nokkuð hár aldur. Að sögn Auðar Arnþórsdóttur, s ó t t v a r n a d ý r a l æ k n i s Matvælastofnunar, er sérstaklega fylgst með þessu hér á landi og og áhersla lögð á að taka sýni úr öllum nautgripum sem farast eða er lógað vegna sjúkdóma af óþekktum ástæðum. „Sér í lagi er það gert ef gripirnir hafa verið með einkenni frá miðtaugakerfinu. Breytingar á heila vegna öldrunar geta valdið svipuðum einkennum og kúariða og þær geta að sjálfsögðu komið fram í gripum hér á landi sem annars staðar. Við rannsókn á sýnum er gengið úr skugga um orsök sjúkdómseinkennanna,“ segir Auður. Kúariðufaraldur vegna hefð- bundinnar gerðar kúariðusmits, kom upp í Englandi 1986. Hann var rakinn til fóðrunar nautgripa með óhitameðhöndluðu kjöt- og beinamjöli. Í kjölfarið á þessum faraldri urðu nautakjötsmarkaðir á Bretlandseyjum og víðar í Evrópu fyrir miklu áfalli, þar sem vísindamenn gátu tengt heilahrörnunarsjúkdóminn sem kenndur er við Creutzfeldt-Jakob beint við neyslu á kúariðusmituðu kjöti. Auður staðfestir að vísindamenn telji almennt að þetta samhengi sé til staðar og vísar meðal annars til upplýsinga á vef Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. „Meiri óvissa ríkir um tengsl Creutzfeldt-Jakob og annarra sjúkdóma í dýrum af völdum príona, svo sem riðuveiki í sauðfé,“ segir Auður. Fjölmörg tilfelli af hefðbundinni kúariðu hafa greinst í heiminum síðan þá, en tíðni er mjög á niðurleið. Ísland lýst kúariðulaust land Í upplýsingum frá Matvælastofnun kemur fram að afbrigðileg gerð kúariðu hefur greinst í mörgum löndum, meðal annars eitt tilfelli í Svíþjóð árið 2006. Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur þó fram að aðeins eitt tilfelli greinist í hverri milljón sýna. „Í Evrópu og víða annars staðar í heiminum eru umfangsmiklar reglubundnar sýnatökur á sláturhúsum vegna kúariðu. Tilfellið í Noregi fannst við rannsókn á sýnum sem tekin voru samkvæmt lögbundinni eftirlitsáætlun. Ísland er í hópi landa í heiminum sem Alþjóða dýraheilbrigðisstofnunin (OIE) hefur viðurkennt sem kúariðulaust land. Stofnunin veitti þessa viðurkenningu eftir umfangsmikið mat á líkum á að kúariðan sé til staðar í landinu. Matið byggist á ýmsum sögulegum gögnum og niðurstöðum úr eftirliti. Það sem vegur þyngst í mati á Íslandi hvað þetta varðar, eru þær ströngu reglur sem gilda um innflutning, m.a. að innflutningur á lifandi nautgripum er óheimill og að ávallt hefur verið bannað að nota kjöt og beinamjöl sem fóður fyrir nautgripi. Mikils er um vert að viðhalda þessari góðu stöðu. Liður í því er að bændur tilkynni dýralæknum um nautgripi með einkenni frá taugakerfinu, t.d. óstöðugleika, krampa eða lömun, og jafnframt um gripi sem drepast eða þarf að lóga vegna slysfara eða veikinda af ókunnum ástæðum. Nauðsynlegt er fyrir Ísland að geta lagt fram niðurstöður rannsókna á sýnum úr slíkum gripum við endurmat OIE á stöðu landsins hvað kúariðu varðar,“ segir enn fremur í tilkynningunni. /smh Í vínþrúguframleiðslu er afar mikilvægt að plöntunin sé gerð af fagmennsku svo unnt sé að beita bæði nýjust tækni við hirðingu en einnig til þess að einfalda alla vinnu við tínslu berjanna. Sir Cliff Richard. ekki sé vetrarveðrið of gott fyrir framleiðsluna!

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.