Bændablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. febrúar 2015 Maís – ein af meginstoðum matvælaframleiðslu í heiminum Fornleifarannsóknir benda til að ræktun á maís sé allt að 12.000 ára gömul iðja. Í dag er maís ein af meginstoðum matvælaræktar í heiminum og framleiðslan í kringum milljarður tonna á ári. Mest er ræktað af maís í Bandaríkjunum og Kína og mest af framleiðslunni fer í dýrafóður. Áætluð heimsframleiðsla á maís fyrir 2014 til 2015 er 988 milljón tonn eða 988.000.000.000 kíló sem er minna en á næsta ræktunartímabili þar á undan þegar framleiðslan var 1,016 milljón tonn. Maís er jafnframt sú planta sem næstmest er ræktuð í heiminum um þessar mundir. Spá á heimasíðu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) benda til að maís verði mest ræktaða planta í heimi eftir fimm ár og að ræktun hennar muni tvöfaldast, í tvo milljarða tonna, fyrir 2050. Bandaríkin eru langstærsti framleiðandinn, en þar kallast maís korn, með áætlaða landsframleiðslu á um 360 milljónum tonna. Kínverjar rækta 215 milljón tonn, Brasilía er í þriðja sæti með 75 og Úkraína í því fjórða með 27 milljón tonn. Í Bandaríkjunum er maís ræktaður á rúmlega 40 milljón hekturum lands, aðallega í norðaustur-ríkjunum eins Iowa, Nebraska, Illinois, Indiana og reyndar víðar. Maísrækt í Kína hefur aukist mikið síðustu þrjá áratugi og land undir maís aukist úr rúmum 20 milljón hekturum í tæpa 35 milljón. Er svo komið að land sem fer undir maís í Kína er meira en fer undir hrísgrjónarækt og teygir maísbelti Kína sig frá norðausturhéruðum landsins í þau suðvestri eða frá Heilongjiang í norðri suður til Yunnan. Maís er nánast í öllu Stærstur hluti maísframleiðslu heimsins fer í dýrafóður. Í Bandaríkjunum er áætlað að um 80% maísframleiðslunnar sé notað innanlands og í útflutning sem fóður fyrir búfé, aðallega nautgripi, í alifuglarækt og fiskeldi. Hluti þess fer í orkugjafa fyrir farartæki, í málningu, kerti, snyrtivörur, tannkrem, bleiur, flugelda, liti, lím, sandpappír, bíldekk, plastpoka, skósvertu, bóluefni og pípur sem voru vinsælar hér á landi í eina tíð, svo dæmi séu tekin. Beint til manneldis fara um 12% og er maís notaður beint eða sem íblöndunarefni í ýmis matvæli eins og matarolíu, matarlit og sætuefni. Maís er að finna í barnamat, ís, hnetusmjöri, snakki, ediki, tómatsósu, morgunkorni, salatsósu og fjölda annarra matvæla. Í drykkjarvörum er maís notaður við framleiðslu á sumum ávaxtasöfum og gosdrykkjum eins og kóka kóla, bjór og viskí. Portúgalar hófu ræktun á maís í Helstu nytjaplöntur heimsins Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Í Bandaríkjunum er maís ræktaður á rúmlega 40 milljón hekturum lands. Stærstur hluti maísframleiðslu heimsins fer í dýrafóður. Í Bandaríkjunum er áætlað að um 80% maísframleiðslunnar

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.