Bændablaðið - 26.03.2015, Page 1

Bændablaðið - 26.03.2015, Page 1
6. tölublað 2015 ▯ Fimmtudagur 26. mars ▯ Blað nr. 439 ▯ 21. árg. ▯ Upplag 32.000 Frumvarp um innflutning á sæði til að styrkja holdanautastofninn í landinu kynnt í ríkisstjórn og lagt fyrir Alþingi: Ráðherra vill heimila innflutning á sæði úr norskum holdanautum Til að efla nautakjötsframleiðsluna á Íslandi hafa ræktendur holdanautgripa af erlendum kynjum lagt áherslu á nauðsyn þess að fá nýtt erfðaefni til að styrkja stofninn sem fyrir er. Útlit er fyrir að þetta verði að veruleika nú í vor. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði á aðalfundi Landssambands kúabænda (LK) sem haldinn var 12. mars, að hann ætlaði að leggja fram frumvarp á næstunni sem muni heimila innflutning á sæði úr norskum holdanautum. Var frumvarpið svo kynnt á vorfundi ríkisstjórnarinnar 20. mars. Þarna er um að ræða frumvarp til laga um breytingu á lögum um innflutning dýra, nr. 54/1990, með síðari breytingum (erfðaefni holdanautgripa). Einnig var kynnt þessu tengt frumvarp til laga um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993, með síðari breytingum (leyfisveiting færð til Matvælastofnunar, innleiðing reglugerða). Til að innflutningurinn verði að veruleika þarf að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum 54/1990 á Alþingi og frestur til þess er til 31. mars. Ef frumvörpin verða samþykkt er vonast til að hægt verði að hefja innflutning á næstu vikum til sæðinga á íslenskum holdakúm nú í sumar. Aðalfundur LK fagnar áformum ráðherra og væntir þess að frumvarpið verði afgreitt á yfirstandandi þingi. Landssamband kúabænda hafi leitað samvinnu við stjórnvöld um leiðir til endurnýjunar á erfðaefni holdanautastofnanna frá árinu 2009 en að málinu hafi miðað hægt. Áhættumat frá Veterinærinstituttet í Noregi er grundvallargagn í málinu og samkvæmt niðurstöðu þess fylgir innflutningnum hverfandi lítil áhætta á smiti. Þótt þetta frumvarp verði að lögum þýðir það ekki að þar með sé heimilað að hefja innflutning á sæði til að rækta hér upp nýjan mjólkurkúastofn. Það mál hefur verið mjög umdeilt og skiptast mjólkurkúabændur nokkuð í tvö horn í þeim efnum. Margvísleg sjónarmið eru þar undirliggjandi og hefur þar meðal annars verið bent á skyldur Íslendinga til að vernda þann forna kúastofn sem fyrir er í landinu sem þykir einstakur. Hafa verið lögð fram rök fyrir því að erfitt geti verið á erfðafræðilegum forsendum að viðhalda stofninum ef stór hluti kúabænda fari að rækta annað kúakyn. Tekist hefur verið á um þetta sem og hættu á innflutningi kúasjúkdóma sem íslenska kynið sé berskjaldað fyrir. Ljóst er að kúabændur hafa mjög sterkar skoðanir á þessum málum í báðar áttir og óvíst hver framvindan verður. Telja þó margir viðmælendur blaðsins að heimild til innflutnings á holdanautsæði veiki varnir þeirra sem staðið hafa gegn ræktun á nýjum mjólkurkúastofni. /VH /HKr. − Meira um aðalfundinn á innsíðum Rosemary Lilja Ríkharðsdóttir og Björn Henry Kristjánsson á Lambeyrum með hrútinn Henry. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra. Mynd / HKr. „Burðurinn kom okkur á óvart og var skemmtilegur og langt frá því að vera skipulagður,“ segir Björn Henry Kristjánsson, ráðsmaður að Lambeyrum í Dalabyggð. „ L a m b i ð kom í heiminn 17. mars síðast- liðinn og er myndarlegur hrútur sem konan mín kallar Henry. Ærin sem átti lambið er borin 2007 og því komin á efri ár.“ Björn segir að tímasetning á burði á Lambeyrum sé ekki skipulögð út í æsar en á bænum eru 1.600 ær. „Ég á reyndar von á að um 20 til viðbótar beri á næstu dögum og í kringum páska.“ Að sögn Björns dafnar ærin, sem hann segir ekki hafa nafn, vel og Henry litli einnig. „Hann er í alla staði hraustur og hefur stækkað þó nokkuð frá burði.“ Annað lamb bar að bænum Emmubergi í Dalabyggð síðast- liðinn sunnudag. Því er óhætt að segja að það sé vor í lofti í Dölunum, sauðburður sé hafinn þar og að hann hefjist fljótlega annars staðar á landinu. /VH Sauðburður á Lambeyrum: Fyrsta lamb ársins heitir Henry 18 Þingeyska montið vel heppnað „Sérsniðinn pakki Evrópusambandsins var ekkert annað en blekking“ 28-30 Nautakjöts framleiðendur hafa lengi beðið eftir endurnýjun 24 Henry.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.