Bændablaðið - 26.03.2015, Qupperneq 2

Bændablaðið - 26.03.2015, Qupperneq 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. mars 2015 Aðalfundur Landssambands kúabænda 2015: Horfið verði frá kvótakerfinu Þjóðarátaki um söfnun á gögnum kvenna hefur verið hrint af stað. Tilefnið er að í ár eru liðin 100 ár frá því konur fengu kosningarétt. Að átakinu standa Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn, Þjóð- skjala safn Íslands, Borgar- skjalasafn Reykjavíkur ásamt héraðsskjalasöfnum um land allt. Forsvarsmenn átaksins hvetja landsmenn til að afhenda þau skjalasöfn sem þeir hugsanlega hafa í fórum sínum, m.a. bréf, dagbækur og önnur persónuleg gögn sem geta veitt innsýn inn í líf einstaklinga og fjölskyldna þeirra en þau varpa einnig ljósi á sögu lands og þjóðar. „Því miður er það staðreynd að skjöl kvenna skila sér síður inn á söfnin en skjöl karla og þykir starfsmönnum safnanna því tilhlýðilegt að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna með því að minna á mikilvægi þessara gagna og hvetja landsmenn til að stuðla að varðveislu þeirra með því að koma þeim í örugga geymslu. Er þar t.d. átt við bréf, dagbækur, handskrifaðar matreiðslubækur, póstkort, teikningar, ljósmyndir, kvæði, smásögur og ýmsan fróðleik sem vert er að halda upp á ásamt handritum sem voru í eigu kvenna,“ segir í tilkynningu um átakið. Dagana 29. til 31. maí í vor verður haldin í Flóahreppi sveitahátíðin Fjör í Flóa. Dagskrá hátíðarinnar er í mótun á vettvangi rekstrarstjórnar félagsheimilanna. Þeir sem eru áhugasamir um að vera með viðburð, opið hús, sölubás, sýningar eða vilja koma á framfæri hugmyndum að dagskrárliðum eru beðnir um að setja sig í samband við Ingibjörgu Einarsdóttur, húsvörð í Þingborg. /MHH Fjör í Flóa Samþykkt var á aðalfundi Landssambands kúabænda að við gerð næstu búvörusamninga verði lögð áhersla á að hverfa frá núverandi kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og að eitt verð verði greitt fyrir alla mjólk til bænda. Mjólkurframleiðsla í landinu hefur aldrei verið meiri en árið 2014. Á aðalfundi Landssambands kúabænda sem haldinn var fyrir skömmu kom meðal annars fram að innvigtuð mjólk árið 2014 hafi verið 133,5 milljón lítrar sem er 8,5% meira en árið áður og hefur innvigtunin aldrei verið meiri. Framleiðsla á nautakjöti var 3.500 tonn sem er 14,4% samdráttur frá árinu áður en á sama tíma fjölgaði ásettum kálfum um rúm 10%. Innflutningur nautgripakjöts jókst verulega árið 2014 og alls voru flutt til landsins 1.047 tonn sem jafngildir 1.750 tonnum af skrokkum. Verðmæti innflutningsins er áætlaður um 912 milljónir króna. Samið verði til 10 ára Í máli Sigurðar Loftssonar, formanns LK, kom fram að kúabændur vilja að samið verði til að minnsta kosti tíu ára í næstu búvörusamningum. Meðal atriða sem semja þarf um eru tollaumgjörð búvara og fyrirkomulag verðlagningar þar sem tryggt verði að kúabændum verði heimilt að koma sameinaðir fram gagnvart markaði. Stefnt er að því að horfið verði frá núverandi kvótakerfi á samningstímanum. Stuðningskerfi landbúnaðarins byggist í meginatriðum á beingreiðslum, sem tryggi jafnt og öruggt framboð mjólkur til vinnslu og tryggi tekjur bænda. Sótt verði á um aukin framlög sem stuðli að bættum aðbúnaði og velferð gripa, í samræmi við auknar kröfur þar um. Vilja hverfa frá kvótakerfinu og eitt verð fyrir alla mjólk Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK, segir að í sínum huga sé mikilvægasta samþykkt fundarins sú sem snýr að áherslum við gerð nýrra búvörusamninga. Í ályktuninni segir að á gildistíma nýs samnings verði horfið frá núverandi kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sama verð gildi fyrir alla innlagða mjólk. Í því felist mikil stefnubreyting, þar sem kvótakerfið hafi verið við lýði í tæplega fjóra áratugi. Breyttar aðstæður á mjólkurmarkaði kalli hins vegar á aukið svigrúm í greininni til að bregðast við nýjum veruleika. „Í ályktuninni segir að opinberri verðlagningu á mjólk til bænda verði hætt, en opinber verðlagning verði áfram til staðar á vinnslu- og heildsölustigi, með það markmið að auka fjölbreytni og tryggja jafnframt hagsmuni neytenda og bænda. LK vill að tryggt verði með búvörulögum jafnt aðgengi bænda að markaði og þeim gert mögulegt að sameinast áfram í einu innvigtunar- og söfnunarfyrirtæki. Að samspil búvöru- og samkeppnislaga sé tryggt, þannig að bændum verði heimilt að koma sameinaðir fram gagnvart markaði. Þannig verði gert mögulegt að tryggja eðlilegt framboð mjólkurafurða, lágmarka kostnað við vinnslu og viðhalda eðlilegri birgðastýringu innanlands og hámarka afkomu af útflutningi. Í ályktuninni er þess einnig vænst að skýrðar verði þær leikreglur sem gilda eiga um úrvinnslu og sölu heima á búum kúabænda,“ segir Baldur. /VH Þjóðarátak Fréttir Í tengslum við aðalfund Landssambands kúabænda var haldið hið árlega Fagþing nautgriparæktar. Fagþingið var haldið fimmtudaginn 12. mars sl. en það sóttu á annað hundrað manns. Á Fagþinginu voru flutt sex erindi: um notkun PCR greininga í baráttu gegn júgurbólgu, um hirðingu geldkúa, um þauleldi nautkálfa, um frjósemi mjólkurkúa, um greiðsluvilja neytenda fyrir íslenskt nautakjöt og um fyrir hvaða tæknibúnað kýrnar geti borgað. Þá var ábúendum á Skeiðháholti veitt viðurkenning fyrir að hafa ræktað besta kynbótanaut 2007 árgangsins en Sendur 07014 hlaut þá nafnbót í ár. Fagþingi nautgriparæktar 2015 verður gerð skil í næsta Bændablaði. Fagþing nautgripa- ræktar 2015 Atvinnumálanefnd Grímsnes- og Grafningshrepps hefur ákveðið að hafa opinn dag í sveitarfélaginu laugardaginn 30. maí 2015 þar sem starfsemi í sveitarfélaginu verður kynnt. „Við hvetjum alla til að vera með og kynna sig og sitt, t.d. verktakafyrirtæki til að sýna tækin sín og aðstöðu, bændur til að bjóða fólki í útihúsin sín og fyrirtæki sem og einstaklinga til að bjóða fólki heim. Það geta allir verið með, sýnum nú hvað við höfum mikið upp á að bjóða,“ segir í tilkynningu frá nefndinni. Opni dagurinn verður frá kl. 11.00 til 16.00. /MHH Grímsnes- og Grafningshreppur: Opið hús Sigurður Loftsson, formaður LK, sagði að kúabændur vilji að samið verði til að minnsta kosti tíu ára í næstu búvörusamningum. Myndir / HKr. Í ályktuninni segir að opinberri verðlagningu á mjólk til bænda verði hætt, en opinber verðlagning verði áfram til staðar á vinnslu- og heildsölustigi, með það markmið að auka fjölbreytni og tryggja jafnframt hagsmuni neytenda og bænda. Setning aðalfundar Landssambands kúabænda fór fram í sal Íslenskrar erfðagreiningar sem lánaði salinn endurgjaldslaust. Á dögunum kom hópur norskra bænda frá Finnmerkurhéraði í heimsókn til Bændasamtakanna til að fræðast um íslenskan landbúnað. Erna Bjarnadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri BÍ, og Erla Hjördís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri útgáfu- og kynningarsviðs BÍ, tóku á móti hópnum sem komu frá búnaðarsam- böndunum í Karasjok og Porsanger. Í hópnum voru sauðfjár-, mjólkur- og nautgripabændur ásamt því að tveir bændanna eru með hreindýrabúskap. Þau voru hér á landi í fjögurra daga námsferð og heimsóttu einnig nokkur býli hérlendis. Mynd / smh

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.