Bændablaðið - 10.09.2015, Side 1
Útlit er fyrir að sláturfé verði
svipað að fjölda í sláturtíðinni
nú og í fyrra.
Ágúst Andrésson, forstöðu-
maður kjötafurðastöðvar Kaup-
félags Skagfirðinga, segir að
slátrun hafi hafist í gær, þriðju-
dag, og á fyrsta degi verði slátrað
um 1.700 lömbum.
„Sláturtíðin fer því vel af stað
hjá okkur og ég á ekki von á öðru
en að fjöldi sláturfjár verði svip-
aður og undanfarin ár, 110 til 112
þúsund.“
Vekur það athygli í ljósi frétta
af miklum lamba- og ærdauða í
vor. Að sögn Ágústs var slátrað
um 112 þúsund í fyrra.
„Ég á ekki von á að fjöldinn
breytist neitt að ráði miðað við
undanfarin ár. Ég hef reyndar
heyrt á bændum að lömbin í ár
séu eitthvað færri núna miðað
við í fyrra. Endanlegur fjöldi
sláturfjár fer svo eftir því hvað
bændur ætla að setja mörg lömb
á eða hvort þeir fresta ásetningi
um eitt ár.“
Fallþungi sláturfjár á síðasta
ári var mjög góður og að sögn
Ágústs á hann ekki von á að hann
verði eins góður á komandi slát-
urvertíð.
„Ég fór í réttir í byrjun vik-
unnar og leyst ágætlega á lömbin
sem ég sá þar.“
Óvíst um sölu til Rússlands
Ágúst segir að staðan á útflutningi
á ær- og hrossakjöti sé óbreytt.
„Núna stendur yfir eftirlits-
heimsókn frá Rússlandi sem er að
skoða stöðuna hjá sjávarútvegsfyr-
irtækjum sem hafa fengið leyfi til
að flytja afurðir til Rússlands. Ég
vona að við fáum, þrátt fyrir það,
einhverja vitneskju um hvort þeir
fallist á þær breytingar á vinnu-
brögðum sem hafa verið gerðar
til að standast kröfur rússneska
matvælaeftirlitsins. MAST sér
um eftirlitið fyrir systurstofnun
sína í Rússlandi og standist það
skoðun má búast við að eitthvað
fari að gerast.“
Búum okkur undir það versta
„Það verður fundur um málið á
föstudaginn og ég vonast til að
frétta eitthvað jákvætt þá. Hins
vegar er alveg ljóst að við verð-
um líka að búa okkur undir það
versta og erum reyndar farnir að
stilla okkar áætlanir þannig að það
verði ekkert úr útflutningi á kjöti
til Rússlands á næstunni.“ /VH
17. tölublað 2015 ▯ Fimmtudagur 10. september ▯ Blað nr. 450 ▯ 21. árg. ▯ Upplag 32.000
Ágætar heimtur hjá Hrútfirðingum eftir smölun í Hrútatungurétt:
Jafnvænni dilkar
af fjalli en í fyrra
− bændur þokkalega settir með vetrarfóður þrátt fyrir minni heyöflun í sumar
Hrútfirðingar smöluðu um fyrri
helgi í Hrútatungurétt og á svæði
sem nær í vestur á hábungu
Holtavörðuheiðar og í austur
að Sléttafelli við mörk afrétta-
lands Miðfirðinga, en það fylgir
Tvídægrusvæðinu.
Gunnar Þórarinsson, bóndi á
Þóroddsstöðum í Hrútafirði, sagði
að göngur hafi gengið vel í bærilegu
veðri og heimtur hafi verið ágætar.
Það var fé af fimm til sex bæjum í
Hrútafirði sem sótt var á heiðina um
fyrri helgi. Bæir vestan Hrútafjarðar
eiga ekki rétt á að senda fé á beit á
heiðina, enda er það svæði lokað
af með sauðfjárveikivarnagirðingu.
„Lömbin sem komin eru líta
vel út og eru holdgóð og jafnari en
ég átti von á. Ég átti von á smærri
lömbum af fjalli eftir þetta kalda vor.
Mér sýnist þau þvert á móti jafnbetri
en í fyrra og hef trú á að þau verði
vænni af þessu svæði en í fyrra.“
Gunnar ætlaði að smala heima-
lönd síðastliðinn þriðjudag en geng-
ið verður á Hrútafjarðarháls og hálsa
upp af Miðfirði síðustu helgina í
september.
Gunnar og eiginkonan Matthildur
Hjálmarsdóttir bóndi voru með um
460 fjár á fóðrum síðastliðinn vetur
auk nokkurra hrossa. Reikna þau
með að ásetningin á komandi vetri
verði svipuð.
„Það fóru um 830 lömb lifandi
frá okkur í sumar og af því fengum
við hátt í 300 af heiðinni í fyrri viku.
Meirihlutinn er svo hér á hálsunum
og í heimalöndum.“ Reiknar Gunnar
með að byrja að senda frá sér fé í
sláturhúsið á Hvammstanga í næstu
viku.
Heyfengur sleppur til
Að sögn Gunnars var grassprettan í
sumar mjög hæg vegna kulda. Eigi
að síður telur hann að heyfengur
sumarsins ætti að duga í vetur.
„Margir eru að slá há núna,“
sagði Gunnar þegar blaðamaður
Bændablaðsins fór þangað í heim-
sókn í fyrri viku. Gunnar segir að
bændur í kringum hann séu margir
með þetta frá 300 og allt upp í um
800 fjár í þessu fjármesta land-
búnaðarhéraði landsins. Búa þeir
við mjög grösugt beitarland og á
Þóroddsstöðum eru einnig stórir
afgirtir heimahagar sem skipt er
upp í beitarhólf.
„Ég held að heyöflunin sleppi
víðast hvar. Flestir áttu líka eftir eitt-
hvað af heyjum síðan í fyrra, en þau
eru þó allavega að gæðum. Sjálfsagt
er líka búið að gefa skárri hlutann
af því í vetur og vor.“
Gunnar segist því ekki telja
að þeir verði margir sem lendi í
vandræðum með fóður í vetur.
Hann sagði að grænfóðrið hafi
líka sprottið mjög hægt í sumar,
en nokkrir góðir dagar nú í byrjun
hausts gæti þó lagað þar stöðuna
talsvert. Þá sé heyið sem fengist hafi
í sumar mun kjarnbetra en heyið í
fyrra. /HKr.
– Sjá myndasyrpu úr
Hrútatungurétt á bls.7
Gunnar Þórarinsson og Matthildur Hjálmarsdóttir, bændur á Þóroddsstöðum í Hrútafirði, með eitt af smærri lömbum
sínum frá því í vor. Matthildur sagði það alltaf svolítið sárt að þurfa að láta frá sér lömb eins og þetta sem tekin
hafa verið undan mæðrum sínum eftir burð og hafa hænst að mannfólkinu. Mynd / HKr.
14
Oft erfiðara
að fá pössun
fyrir hundinn
en börnin
Spennandi verkefni
til að byggja upp
nýtt hótel
Sauðfjárslátrun komin í fullan gang:
Lítil fækkun á sláturfé
Hjá Sláturfélagi Suðurlands á
Selfossi er reiknað með að slátrað
verði svipuðum fjölda og á síð-
asta ári, þegar um 111 þúsund
fjár var slátrað.
Einar Hjálmarsson, stöðvar-
stjóri sláturhússins, segir að það
sé reiknað með fjölda yfir hundrað
þúsund en það sé erfitt að meta það
með einhverri vissu.
„Við slátruðum í síðustu viku 654
lömbum og það er óhætt að segja að
þau hafi bara litið vel út – meðalvigt
var 16,9 kíló og það er nú bara mjög
gott, finnst mér. Það er mál manna
að það sé bara betra en búist hafi
verið við. Við vonumst svo bara til
þess að þetta verði áfram svipað nú
þegar sláturtíð hefst,“ sagði Einar
síðastliðinn þriðjudag, en formlega
átti hún að hefjast í gær, miðvikudag.
Að sögn Einars er meirihluti
vinnuaflsins erlendur og margt af
því fólki hefur komið aftur og aftur
í sláturtíðina á Íslandi.
„Þetta hefur þróast alltaf meira
og meira í þessa átt – æ færri
Íslendingar sækja um vinnu í slát-
urtíðinni og er það kannski til marks
um hvernig atvinnuástand á Íslandi
hefur þróast.“
Lítil fækkun hjá SAH Afurðum
Sauðfjárslátrun hófst hjá SAH
Afurðum á Blönduósi síðastliðinn
mánudag.
„Við reiknum með að slátra á
bilinu 95 og 100 þúsund fjár. Við
vorum með 105 þúsund í fyrra,“
segir Gísli Garðarsson, sláturhús-
stjóri SAH Afurða á Blönduósi.
„Fyrsti dagurinn lofar góðu því
við vorum með meðalvigt upp á
16,58 kíló í gær – og það er um 400
grömmum meira en í fyrra. Þetta
segir kannski ekki mikið en gefur
okkur ákveðnar vonir.“
Gísli segir að vel hafi gengið að
ráða inn starfsfólk, en um 90 pró-
sent af því kemur aftur ár eftir ár.
Mikill meirihluti er erlent starfsfólk
og hefur haldist svipað um nokkurra
ára skeið. SAH Afurðir eru með leyfi
til að flytja afurðir sínar til Rússlands
og segir Gísli að verið sé að ganga
frá sendingu af hrossakjöti og
úrbeinuðum sauðfjárafurðum.
„Við erum líklega þeir einu sem
erum með leyfi fyrir hrossakjöts-
afurðirnar og ég held að Norðlenska
sé einnig með leyfi fyrir sauðfjár-
afurðirnar. Um fjórir til fimm
gámar af hrossakjöti eru fluttir út
á hverju ári, um 140–150 tonn.
Kindakjötsmagnið er um 50–70 tonn
á ári sem fer héðan. Við ætlum að
reyna að herða aðeins sóknina inn
á Rússlandsmarkað, en hvað kemur
út úr því veit enginn enn þá.“ /smh
Yfir 100 þúsund hjá SS
− lítil fækkun hjá SAH Afurðum á Blönduósi
Ætla að hætta
að gelda
grísina
22 28–29