Bændablaðið - 10.09.2015, Side 16

Bændablaðið - 10.09.2015, Side 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015 Undirritaður er mikill áhuga- maður um rómantíska nátt- úrufræði og mat og því lengi langað að smakka hverafugl. Fugla sem eru soðnir í köldu vatni. Þjóðsögur, sagnir og gaml- ar náttúrufræðibækur geyma sögur og lýsingar á hverafugl- um og ýmsir merkir menn hafa ekki treyst sér til að neita tilveru þeirra. Séra Snorri á Húsafelli segir frá hverafuglum í bæklingi sem hann ritaði um íslenska náttúrufræði. Sögur um hverafugla eru nær eingöngu þekktar úr Árnes- og Rangárvallasýslum, enda mest um hveri á því svæði. Hverafuglum er lýst sem litl- um, dökkum sundfuglum með langan háls og líka öndum. Sumir segja að þeir séu mógrá- ir, ljósari á bringunni og með hvítan hring í kringum augun. Goggurinn er sagður frammjór og vængirnir litlir. Fuglarnir halda sig í og við heita hveri og hafa menn séð þá stinga sér niður í sjóðandi vatnið. Séra Snorri Björnsson á Húsafelli segir að hverafuglar séu mjög algengir en styggir. Hann segir að menn hafi stund- um skotið hverafugla til matar en að það sé ekki hægt að sjóða þá í heitu vatni eins og annan mat. Hverafugla þarf að sjóða í köldu vatni og tekur um eina og hálfa klukkustund að matreiða þá. Þeir þykja þokkalegir á bragðið en nokkurt kuldabragð er af þeim. Talsvert er fjallað um hvera- fugla í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Þeir félagar segjast ekki hafa séð slíka fugla og telja hverafugla vera eitt af undrum náttúrunnar þar sem þeir syndi í sjóðandi vatni. Eggert og Bjarni fóru nokkrar ferðir út að Akrahver í Hveragerði og biðu þar tímun- um saman en urðu fuglanna ekki varir. Niðurstaða þeirra er sú að langflestir Íslendingar trúi því að hér sé um raunverulega fugla að ræða. Það veldur þeim þó miklum heilabrotum hvernig fuglarnir geti lifað í sjóðandi heitu vatni. „En ef við hins vegar ætlum að telja þetta náttúrulega fugla þá veldur það allmiklum vandræð- um, jafnvel þótt fuglarnir haldi sig ekki í sjóðandi vatni held- ur syndi aðeins skamma stund til þess að skríða niður í holur á jörðinni, líkt og keldusvínið. Fiður þeirra og hin harða húð á nefi þeirra og fótum gæti ef til vill þolað hitann og jafnvel haldið vatninu frá líkama þeirra. En hvað á að segja um augun? Þau hlytu að vera með allt öðrum hætti en augu annarra dýra, er menn þekkja, ef þau ættu að þola þennan hita.“ Þeir velta einnig fyrir sé hvernig blóðið í fuglum sé og hvernig þeir fari að því að kafa vegna þess að blóðið í fuglum sé yfirleitt létt. „Ef menn hins vegar vilja gera skriðdýr úr hverafugl- um þá er ef til vill auðveldara að skýra tilveru þeirra. En ef þetta eru venjulegir fuglar þá eru þeir í sannleika mikil og furðuleg nýj- ung í náttúrufræðinni.“ /VH Hvernig bragðast hverafuglar? Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað verkefnastjórn um flutning stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökum Íslands til Matvælastofnunar. Verkefnastjórnin er þannig skipuð: Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytinu, formaður, Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, og Jón Baldur Lorange, forstöðumaður Búnaðarstofu BÍ. Samningsaðilar eru sammála um að flutningi stjórn- sýsluverkefna skuli verða lokið fyrir 1. janúar 2016. Verkefnastjórn skipuð um flutning stjórnsýsluverkefna frá BÍ STEKKUR BÚNAÐARSTOFA Framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða: Umsóknarfrestur framlengist til 21. september 2015 Bændasamtök Ís lands , Búnaðarstofa auglýsir eftir umsækjendum um jarðræktar- styrki vegna framkvæmda á árinu 2015. Opnað hefur verið fyrir raf- rænar umsóknir á Bændatorginu. Upplýsingar um skráðar spildur og stafræn túnkort eru sóttar sjálf- virkt í skýrsluhaldskerfið JÖRÐ. Umsóknarfrestur hefur verið fram- lengdur til 21. september 2015. Framlög til jarðræktar fara eftir verk- lagsreglum í reglugerð nr. 1100/2014 og reglugerð nr. 1101/2014. Skilyrði þess að verkefni njóti framlags er að fram hafi farið úttekt sem viðurkenndir úttektaraðilar sjá um sbr. verklagsreglur um fram- kvæmd úttekta. Úttektum skal vera lokið fyrir 15. nóvember ár hvert. Á Bændatorginu má nálgast frek- ari upplýsingar um verklagsreglur um framlög og úttektir. Aðeins er tekið við rafrænum umsóknum í gegnum Bændatorgið. Stuðningur til söfnunar ullar − auglýst eftir umsækjendum Bændasamtök Íslands, Búnaðar- stofa, auglýsir eftir umsækjendum um stuðning til söfnunar ullar. Er þetta gert samkvæmt 3. gr. verk- lagsreglna um ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar í VIÐAUKA I í reglu- gerð nr. 1100/2014 (verklagsreglur um ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar). Umsóknarfrestur er til 25. septem- ber næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Búnaðarstofa í síma 563 0300 og á gss@bondi.is. Áfangi í tölvumálum Bændasamtök Íslands, Búnaðar stofa auglýsir eftir umsækjendum um framlög vegna stuðnings við nýliðun í mjólkurframleiðslu. Er þetta samkvæmt verklags- reglum í VIÐAUKA V, (verk- lagsreglur um stuðning við nýliðun í mjólkurframleiðslu) í reglugerð nr. 1101/2014 um greiðslumark mjólkur á lög- býlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2015, með síðari breytingum. Þeir sem hafa hug á að sækja um eru hvattir til að kynna sér áðurnefndar verklagsreglur. Umsóknarfrestur er til 15. október næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Búnaðarstofa í síma 563 0300 og á ak@bondi.is Nýliðun í mjólkurframleiðslu Stofnaður hefur verið aðgangur fyrir bókhaldara á Bændatorginu sem er til þess að bændur geti gefið bókhalds- stofum aðgang að upplýsing- um um skattyfirlit og greiðsl- ur samkvæmt búnaðar- og búvörusamningum. Bókhaldarar geta nú nálg- ast þessar upplýsingar fyrir alla þá bændur sem veitt hafa þeim umboð. Eyðublöð fyrir umboð er hægt að sækja á Bændatorginu og skulu þau send til Búnaðarstofu. Þau má senda í tölvupósti á gss@bondi.is eða í bréfapósti til Bændasamtakanna, Búnaðarstofu. Árgjald fyrir þennan aðgang er 6.000 kr. án vsk. Ekki verða lengur send yfirlit í tölvupósti eða gefnar upplýs- ingar í síma, m.a. af persónu- verndarástæðum. Aðgangur fyrir bókhaldara á Bændatorginu Nú geta handhafar beingreiðslna séð gildandi greiðslumark fyrir sitt bú á Bændatorginu í flipan- um Greiðslumark í skjámyndinni sem kemur fram ef ýtt er á „Bú yfirlit: Sækja:“ Greiðslumark á BændatorginuÍ júlí síðastliðinn var farið að greiða beingreiðslur í mjólk- urframleiðslu í tölvukerf- inu AFURÐ, greiðslukerfi Búnaðarstofu. Þar með er öll umsýsla greiðslna til bænda samkvæmt búvörusamn- ingum unnin í AFURÐ. Eldri tölvu- kerfi sem voru í stórtölvu IBM AS400 Bændasamtakanna hafa verið tekin úr notkun. Þessi eldri tölvukerfi hafa verið í notkun frá tímum Framleiðsluráðs landbún- aðarins, eða í um 35 ár. Heimsráðstefnan World Forestry Congress um skóga: Árið 2015 getur skipt sköpum fyrir skóga framtíðarinnar Heimsráðstefnan um skóga, World Forestry Congress (WFC), er nú haldin í fjórtánda sinn á vegum FAO, matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ráðstefnan er haldin í Suður- Afríku. Um er að ræða stærstu skóga- ráðstefnu sem haldin er í heimin- um og fer hún fram á sex ára fresti. Ráðstefnuna sækja sérfræðingar, fagfólk, embættisfólk, stjórnmála- fólk og áhugafólk hvaðanæva að úr heiminum. Markmiðið ráðstefnunnar er að vekja athygli á mikilvægi skóg- ræktar og skógarnytja fyrir sjálfbæra þróun í heiminum, efla skilning fólks á þeim ógnum sem steðja að skóg- um heims, benda á lausnir, miðla þekkingu og stuðla að því að tekið sé á brýnustu úrlausnarefnunum. Í frétt á heimasíðu Skógræktar ríkisins segir að árið 2015 sé talið geta skipt sköpum um framtíð skóga jarðarinn- ar. Þjóðir heims búa sig nú undir að innleiða sameiginleg markmið um sjálfbæra þróun og undir lok ársins verður haldin í París loftslagsráð- stefnan sem kölluð hefur verið mik- ilvægasti fundur mannkynssögunnar. Skýrsla um ástand skóga Við setningarathöfn heimsráðstefn- unnar í Durban í gær var kynnt ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna um ástand skóganna í heiminum, Global Forest Resources Assessment 2015. Í skýrslunni er farið yfir hvernig skógar heimsins hafa þróast undanfarinn aldarfjórðung, hvern- ig nýtingu þeirra er háttað, hversu sjálfbær nýtingin er og þess háttar. Skógareyðingin mest í Brasilíu Undanfarin fimm ár hefur mesta skógareyðingin verið í Brasilíu og Indónesíu að því er fram kemur í skýr- slu FAO. Hér má sjá skógareyðingu í þeim tíu löndum í heiminum þar sem mest hefur tapast af skóglendi frá árinu 2010. Tölurnar eru í hekt- urum. Brasilía 984.000, Indónesía 684.000, Mjanmar 546.00, Nígería 410.000, Tansanía 372.000, Paragvæ 325.000, Simbabve 312.000, Austur- Kongó 311.000, Argentína 297.000 og Venesúela 289.000. /VH

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.