Bændablaðið - 10.09.2015, Side 36

Bændablaðið - 10.09.2015, Side 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015 Helstu nytjaplöntur heimsins Cannabis sp. – misskilin nytjaplanta Af öllum þeim um það bil 400 þús- und plöntum sem greindar hafa verið í heiminum er engin jafn umdeild og á sama tíma jafn nyt- samleg og Cannabis sativa. Plantan telst til tveggja heima. Nytjaplanta með marga möguleika til lækninga og iðnaðar og planta sem getur leyst úr læðingi hlátur og hughrif, vanlíðan og þunglyndi. Samkvæmt flokkun grasa- fræðinnar er Cannabis sativa ein tegund sem skiptist í tvær undir- tegundir, C. sativa og C. indica, eftir að plantan þróaðist við ræktun í mismunandi áttir frá upprunalegum heimkynnum sínum í Mið-Asíu og við Himalayafjöll. Undirtegundin C. sativa þróaðist í norður frá fjöllunum til textílgerðar en C. indica í suður sem vímugjafi. Um tíma var einnig talað um þriðju undirtegundina sem nefndist C. ruderalis en því er nú hætt. Til aðgreiningar eru plönturnar kallaðar hampur og kannabis Undirtegundin C. sativa, hampur, hefur um aldaraðir gegnt veigamiklu hlutverki vegna þess hversu trefjarík- ir stofnar plöntunnar eru. Trefjarnar hafa í aldaraðir verið nýttar til að spinna klæði og þær voru notaðar til að búa til segl og kaðla sem voru undirstaða landafundanna miklu. Í seinni tíð hafa yrki af C. sativa verið kynbætt þannig að þau veiti vímu. Kannabis er unnið úr þurrkuð- um laufum, blómum og fræjum C. indica. Talið er að hermenn Napóleons hafi flutt þann sið að reykja plöntuna með sér til Evrópu eftir stríð þeirra í Egyptalandi þar sem slíkar reykingar voru vel þekkt- ar. Efnið sem veldur áhrifunum sem sóst er eftir við neyslu heitir delta- -9-tetrahydrocannabinol, skamm- stafað THC, og var fyrst einangrað árið 1964. Ræktunarafbrigði, yrki og stað- brigði af báðum undirtegundum skipta hundruðum ef ekki þúsundum og því hugsanlega kominn tími til að greina þriðju undirtegundina sem mæti kalla C. cultura. Sem dæmi um heiti á yrkju má nefna BC Bud, G-13, Northern Lights, Purple Kush, Haze, Acapulco Gold og skúnkur. 200 milljónir neytenda Fyrir skömmu var sagt frá því í fjölmiðlum að Íslendingar neyttu þjóða mest af kannabis miðað við höfðatölu. Samkvæmt tölum fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNODC) eiga 18,3% Íslendinga á aldrinum 18 til 68 ára að hafa neytt kanna- bis árið 2012 sem er vel meira en gert er á Jamaíka. Eitthvað munu starfsmenn UNODC þó hafa reikn- að skakkt og féll landið niður um 29 sæti þegar tölurnar voru endur- skoðaðar. Talið er að rúmlega 200 milljón manns á jörðinni neyti kannabis ólöglega, í afþreyingar- eða lækn- ingaskyni, á hverjum degi. Áætluð ólögleg heimsvelta með kannabis er um 142 milljarðar bandaríkjadala á ári sem jafngildir rúmum 18.000 milljörðum í íslenskum krónum. Til samanburðar var verg landsfram- leiðsla Íslands árið 2014 rétt undir 2000 milljörðum króna. Engar tölur eru til um heildar- framleiðslu á kannabis í heiminum en í skýrslu Sameinuðu þjóðanna 2010, World Drug Report, er hún áætluð frá 13.300 til 66.100 millj- ón tonn og að land undir ræktun plöntunnar sé á bilinu 200 til 642 þúsund hektarar. Breiddin í tölun- um sýnir hversu lítið er vitað um framleiðslu kannabis í heiminum. Ræktun á iðnaðarhampi er leyfð í um 30 löndum og hefur saman- lögð framleiðsla þeirra á honum legið í kringum 175 milljón tonn á ári. Árið 2010 framleiddu Kínverjar mest og Suður-Kórea næstmest. Í kjölfarið komu svo Holland, Síle og Austurríki. Árið 2012 var mest ræktað af kannabis í Afganistan og nam árs- framleiðslan um 3.000 tonnum á ári. Næst á eftir koma Mexíkó, Paragvæ og Bandaríkin en nánast ómögulegt er að segja til um hversu mikið er ræktað í hverju landi fyrir sig. Kannabis gefur mest Séu bornar saman tölur um rækt- un og hagnað af plöntuafurðum kemur í ljós að langmest er ræktað af hveiti, maís, hrísgrjónum og Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Ræktun á iðnaðarhampi er leyfð í um 30 löndum og hefur samanlögð framleiðsla þeirra verið í kringum 175 milljón tonn á ári. Hugmyndir um neyslu á kannabis skiptast í svart og hvítt. Annar hópurinn telur neysluna skaðlausa og jafnvel mannbætandi. Hinn hópurinn segir neysluna stórhættulega og geta valdið alvarlegum sjúkdómum eins og þunglyndi og geðklofa. Úr fræinu er unnin olía sem er notuð í lækningaskyni og sem fæðubótarefni í matvæli. Úr trefjum hamps er búinn til pappír og vefnaðarvara.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.