Bændablaðið - 10.09.2015, Side 28

Bændablaðið - 10.09.2015, Side 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015 Hundahótel Norðurlands á Jórunnarstöðum í Eyjafjarðarsveit: Oft erfiðara að fá pössun fyrir hundinn en börnin „Það er greinilega mikil þörf fyrir starfsemi af þessu tagi,“ segir Elmar Þór Magnússon, sem rekur Hundahótel Norðurlands að Jórunnarstöðum í Eyjafjarðarsveit. Mikið hefur verið að gera í sumar, aukningin frá því í fyrrasumar, þegar starf- semin hófst, nemur um 150%. „Þetta er þjónusta sem sárlega vantaði hér um slóðir, það sýna þær góðu viðtökur sem við höfum feng- ið,“ segir hann. Gamalt fjós var tekið undir starfsemina og það lagað að henni. Nú eru 15 búr á hótelinu og stendur til að fjölga þeim um 6 í haust til að annað sívaxandi eftirspurn. Elmar er Suðurnesjamaður, fæddur og uppalinn í Garðinum og stundaði sjómennsku frá unglings- aldri, var bæði á stærri og minni bátum til 25 ára aldurs. Hann lærði smíðar og starfaði við þá iðn þar til hann flutti norður í Eyjafjörð fyrir rúmum tveimur árum, í mars árið 2013 þegar hann stóð á fertugu. „Ég hafði aldrei verið í sveit áður, en það er nú skemmst frá því að segja að mér líður mjög vel í sveitinni,“ segir hann. Gengu frá kaupum í snatri Elmar og þáverandi kona hans, Helga Andersen, höfðu um skeið látið sig dreyma um að flytjast í sveit og höfðu augastað á Suðurlandi. „Við vorum að leita að sveitabæ á Suðurlandi þar sem við gætum skap- að okkur atvinnu, langaði að fara í ferðaþjónustu, setja t.d. upp smáhýsi og bjóða upp á gistingu, það var ein hugmyndin,“ segir Elmar. Erfiðlega gekk að finna bæ á viðráðanlegu verði sunnan heiða. Leikar fóru svo að Helga rak augun í auglýs- ingu á netinu um að Jórunnarstaðir í Eyjafjarðarsveit væru til sölu, þau brunuðu strax norður til að skoða og leist vel á. Í framhaldinu lögðu þau fram tilboð í jörðina og því var tekið. Elmar varð fertugur meðan á þessu stóð, um miðjan mars árið 2013, hann skellti upp afmælis- og kveðjuveislu og hélt svo af stað norður í land. „Þetta gerðist allt frekar snögg- lega, tók rétt um það bil viku frá því við sáum auglýsinguna og þar til ég var kominn norður.“ Úr nautum yfir í svín Nautaeldi var stundað á Jórunnarstöðum á þeim tíma, þar voru 60 gripir fyrir þegar Elmar og Helga tóku við búskapnum og fóru þau mest upp í 110 gripi. Þau hafa smám saman síðan trappað sig niður, hættu að kaupa kálfa síðasta haust og eru með um 30 gripi nú. Elmar hefur hug á að taka upp svínarækt „Það er greinilega mikil þörf fyrir starfsemi af þessu tagi,“ segir Elmar Þór Magnússon, sem rekur Hundahótel Norðurlands að Jórunnarstöðum í Eyjafjarðarsveit. Hér er hann með „hótelgestin- um“ Freyju, sú hvíta, og heimilishundinum Gutta. Myndir / MÞÞ Elmar gerði fjósið á staðnum upp og kom þar fyrir búrum fyrir hundagæsluna. Við hundahótelið er Elmar að útbúa útisvæði við hvert hundabúr og miðar vel með það verkefni. Í hlöðunni, sem er áföst, stendur til að bæta við 6 búrum fyrir hundagæsluna, en einnig er hann að breyta húsnæðinu og hyggst hefja þar svínarækt á haustdögum. Gestabókin á Jórunnarstöðum er á vegg í eldhúsinu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.