Bændablaðið - 10.09.2015, Side 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015
Bændablaðið er víðlesnasta
blað landsins um þessar mund-
ir. Upplag þess dreifist nokkuð
jafnt til heimila landsins, hvort
sem þau eru til sveita eða í þétt-
býli. Því er upplagt að taka fyrir
dálítið vanræktan kafla í íslenskri
garðamenningu. Það eru fjölbýl-
ishúsalóðirnar.
Því miður má víða sjá að betur
mætti þar fara. Í síðasta pistli fjall-
aði ég nokkuð um garða og garða-
hugtök almennt. Því finnst mér að
bæta megi þessu við.
Markmið – gæðakröfur? Hvað
sætta menn sig við?
Mikilvægt er að setja skýr markmið
um hirðingu fjölbýlishúsalóða. Við
markmiðasetningu er nauðsynlegt
að hafa skilgreiningar á hreinu.
Gæðakröfur og markmið verða
að haldast í hendur og taka mið
af þörfum, en ekki endilega vilja,
íbúanna og staðreyndum sem liggja
fyrir varðandi notkun svæðisins. En
umfram allt ætti það að vera svo að
íbúar fjölbýlishúsa ættu að líta á
lóðina sem garðinn sinn og láta sér
annt um hann.
Skilgreiningar – Hvað er hvað
og hvaða tilgangi þjónar hvert?
Skilgreiningar fela í sér lýsingu á
hverju hugtaki og útskýra merkingu
þess. Menn leggja oft mismunandi
skilning í hugtök. Ef skilgreiningar
eru óljósar og á reiki, er óhjá-
kvæmilegt að misskilningur verði.
Misskilningur milli verkkaupa og
verksala veldur oftast óánægju og
ósætti, sem svo oftar en ekki endar
með málaferlum.
Við útboð á öllum verkum
verður að skilgreina hvert viðvik.
Skilgreina þarf gæðakröfur: Hvað er
ákjósanlegt, viðunandi/ásættanlegt
og hvað er óviðunandi. Hver eru
viðmiðin? Tilgreina þarf umfang
verkþátta, stærðir, flatarmál,
fjölda/magn. Tilgreina þarf tíðni
ákveðinna verkþátta sem koma fyrir
oftar en einu sinni, s.s. slátt, rakstur,
kantskurð, illgresishreinsun o.s.frv.
Skilgreiningar eru á reiki. Það
sem einn kallar skjólbelti, kallar
annar hekk eða limgerði. Svo eru
aftur hugtök sem flestir eru sam-
mála um og hafa eina merkingu í
öllu samhengi, t.d. sumarblómabeð
og hellulögn. Aftur á móti getur
hugtakið „grasflöt“ haft ansi loðna
merkingu eftir því hver um fjallar.
Hin almenna merking á hugtak-
inu „grasflöt“ spannar yfir öll gras-
svæði kringum byggð og byggingar
og slegin eru á sumrin, en eru þó
ekki eiginleg tún sem ræktuð eru
til heyfengs. Best væri að nefna þær
einu nafni „grasfleti“, í et. „gras-
flötur“. Samt er þar lítill munur á
í rauninni. Því allt of oft eru gras-
fletirnir fyrrverandi tún og hafa
fortíð sem heyvellir einhversstað-
ar í ótilgreindum sveitum áður en
þau voru flutt að sem „túnþökur”
til að hylja svaðið sem óhjákvæmi-
lega myndaðist við byggingafram-
kvæmdirnar. Grasfletir af þessu tagi
eru kannski oftast nefndir „blettur-
inn“ eða „lóðin“ í daglegu tali Og
þeir eru í yfirgnæfandi meirihluta
fjölbýlishúsalóða í þéttbýli landsins,
og geta aldrei orðið „grasflatir“ í
stífri fagskilgreiningu þess hugtaks.
En þeir þurfa sinningu og viðhald
engu að síður. Og oft er hægt að ná
þeim fullboðlegum, sé í það lögð
vinna og fjármagn.
Með „fullboðlegum“ á ég við
að grasfletirnir fái jafnan heildar-
svip, fagurgrænan. Lítið sem ekkert
af blómjurtum má sjást þar, engin
mosamyndun og að þeir þoli eðli-
lega umferð án þess að þjappast og
svaðast niður. Góð undirvinna fyrir
þökulögn gerir eftirleikinn auð-
veldari. En því miður er það oft svo
að þökunum er skellt beint á mold-
ina eftir grófa jöfnun og sléttun
með vinnuvélum. Góð undirvinna
felst í því, að eftir jöfnun með
vinnuvélum þyrfti að lofa moldinni
að þorna, a.m.k. í yfirborðinu, og
setja síðan um 10 cm lag af sandi
ofan á hið væntanlega grassvæði.
Tæta þarf sandinn nokkuð niður
í jarðveginn sem undir er og fín-
jafna svo fyrir tyrfinguna í stinnan
og jafnan flöt. Sandurinn hleypir
lofti að grasrótunum svo að torf-
ið rótar sig fyrr og betur, og allar
lagfæringar og leiðréttingar síðar
meir verða auðveldari. Í kaupbæti
er miklu minni hætta á að gras-
flöturinn sígi til vandræða og
slitstyrkur hans eykst til mikilla
muna. Reglulegt viðhald er fólg-
ið í slætti, sem getur verið tvisvar
til fimm sinnum yfir sumarið, Ef
grasflöturinn er aðallega vaxinn
grófum tún- og fóðurgrösum verð-
ur áferðin aldrei viðunandi. En fáir
kippa sér upp við að þar sjáist eitt-
hvað af blómjurtum s.s. túnfífill,
túnsúra, sóleyjar, skarifífill og
smári. Þessar tegundir eru slegnar
niður við hvern slátt og tóra áfram
án þess að pirra nokkurn alvarlega.
Leið að markmiðum
– árangur, ánægja
Markmiðin sem hver húsnefnd
setur sér varðandi lóðina, eða
segjum heldur garðinn, kring um
húsið sitt, hlýtur að taka mið af
notagildinu, þótt fegurðarsjónar-
mið séu að sjálfsögðu höfð með.
En fegurðarsjónarmiðin, ein og
sér, geta ekki alveg staðið undir
væntingum eða viðmiðum allra
íbúanna. Hin fullkomna fegurð
er sjaldan langvarandi undir þeim
kringumstæðum sem blokkarlóðir
bjóða uppá. Hér erum við ekki að
tala um sjálfbært landslag, og við
verðum því að grípa inn í eðlilegt
samspil tímans og náttúruaflanna.
Með tímanum sjúskast öll mann-
virki og slitna við umgang og notk-
un, einnig garðurinn. Það kallar
á viðhald, og allt viðhald kostar
peninga.
Umhirða og viðhald er aðferð til
að aftra niðurníðslu mannvirkja og
gróðurs. Garðar og lóðafrágangur
eru mannvirki, ekki síður en húsin
sjálf.
Í garðinum eru stéttar og stígar
yfirleitt hellulagðar, en stundum
steinsteyptar eða lagðar timbri.
Hellur ganga til og sporðreisast,
stéttar gliðna, steypa springur og
sígur, timbur fúnar og fjalir losna.
Allt slíkt allar á tafarlausa úrbót
vegna slysahættu sem af getur staf-
að. Stígar og stéttar við fjölbýlishús
eru sjaldan gerðar úr náttúrugrjóti,
en gætu átt við ef hugmyndin er um
100% „náttúrulegan“ garð og það
samræmist aðliggjandi landslagi.
Náttúrugrjót kallar á staðarmat og
sérmeðferð hverju sinni. Það er
yfirleitt dýrara í útvegun og lagn-
ingu en steinsteyptar hellur, en fell-
ur vel inn í náttúrulegt umhverfi.
En viðhald þarf það engu að síður
eigi það ekki að sökkva í svörð á
nokkrum árum.
Bílastæðin geta líka verið
steinsteypt, malbikuð eða lögð
olíumöl. Sjaldan eru einföld grús-
plön látin nægja sem bílastæði við
fjölbýlishús núorðið. Hvert sem
yfirborðið er, þarf að þrífa það og
halda í upprunalegu ástandi eftir
bestu getu.
Gróður og leiksvæði
Á fjölbýlishúsalóðum er „blettur-
inn“ eða „grasflöturinn“ yfirleitt
lítið notaður til dvalar og sjaldgæft
er að sjá börn að leik „á blettin-
um“. Barnaleikirnir einskorðast við
„leiksvæðin“, en þó er oft, þar sem
gott samkomulag er í „blokkinni“,
að íbúarnir halda grillveislu eða
einhverja slíka samkomu á lóðinni
einu sinni til tvisvar á ári. Alveg
er líka hugsanlegt að hafa þar ein-
hverja matjurtarækt ef samstilltur
áhugi er fyrir slíku.
Leiksvæðin eru kafli út af fyrir
sig. Nú er í gildi löggiltur staðall
um hvernig slík svæði skulu vera
og hvernig skuli gengið frá leik-
tækjum, og þar má í engu fúska.
Sandkassar, rólur, vegasölt og
önnur slík tæki verða að vera af
ásamt merki framleiðanda (sem ber
ábyrgð á þeim í einhver ár eftir upp-
setningu).
Blómabeð þarf að stinga upp
og halda lausum við óvelkominn
gróður.
Í sumarblómabeð þarf að planta
á vorin, og ef til vill setja þar niður
haustlauka á haustin. Vikuleg
umhirða og arfareyting nauðsyn-
leg á sumrin.
Í fjölæru beðunum er gróður
sem kemur upp og blómgast ár
eftir ár, en þeim þarf engu að síður
að sinna af kunnáttu og natni allt
sumarið ef þau eiga að vera öllum
til augnayndis.
Steinhæðir eru mjög kræfar á
vinnuframlag eigi þær að vera til
prýði. Annars er hætt við að þær
verði bara að grýttri óræktarbeðju,
sem er ekki einu sinni hægt að
slá með þráðorfi. Sama gildir um
grjóthleðslur með gróðri. Þar þarf
virkilega að haga gróðurvali með
lágmarkshirðingu í huga.
Trjágróður á lóðum kemur
einkum fyrir á þrennan hátt. Þ.e.
sem stakstæð tré eða runnar, trjá-
og runnabeð og í þriðja lagi lim-
gerði (hekk). Afar sjaldgæft er
að eiginleg skjólbelti séu höfð á
lóðum, þótt ef til vill gegni trjá- og
runnabeðin sama tilgangi.
Stakstæð tré og stakstæðir
runnar standa, eins og gefur að
skilja, ein og sér úti á lóðinni.
Stundum er samt plantað saman
nokkrum einstaklingum með
góðu millibili í fyrstu til að skapa
massann, en svo grisjað vel eftir
að hæfilegum þroska er náð.
Trjá- og runnabeð voru oft-
ast höfð á útjöðrum lóða. En með
nýju byggingareglugerðinni á það
ekki lengur við, því halda þarf trjá-
gróðri á lóðamörkum neðan við
tilgreind hæðarmörk (180 cm) og
öllum trjám þarf að planta a.m.k.
fjórum metrum frá lóðamörkum. En
runna sem auðveldara er að stýra
í hæð og umfangi er sjálfsagt að
nota sem ramma um garðinn og
planta þeim „smekklega“ á hæfilega
breiða ræmu við lóðamörk, og þá
með góðu og gagnkvæmu samþykki
grannanna. Ef lóðin er stór má gera
á henni svolítinn lund úr trjám,
með skuggþolna runna, t.d. rifs
sem undirgróður, en gæta verður
að lóðamörkum og skuggaáhrifum.
Limgerði má líka nota sem
„girðingu“ milli grannlóða, og
þá í sameign og samvinnu við
nágrannann. Limgerði eru klippt
reglulega, í sumum tilvikum allt
að þrisvar á sumri. En það borgar
sig samt í lengdina að velja hæg-
vaxta og þéttar runnategundir í
limgerðið. Samt er ekkert sem
beinlínis mælir gegn því að nota
ýmsar víðitegundir umhverfis
lóðir, einkum í nýjum og ógrónum
hverfum, en þá þarf að hafa það í
huga að þær vaxa hratt upp, þurfa
miskunarlausa klippingu og endast
í mesta lagi í 10–15 ár. Þá skal
þeim skipt út fyrir nettari tegundir.
Nett limgerði eru líka heppilegar
milligerðir þar sem skipta þarf
lóðum upp í mismunandi rými.
En limgerði eru samt ekki vel til
þess fallin að þola mikinn ágang
eða hnjask. Oft getur reynst betur
að hafa lágvaxna og grannslegna
blómrunna frívaxandi í þéttri röð
í þeirra stað.
Fróðleiksbásinn
Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur
Lífrænt umhverfi fjölbýlishúsa
Mikilvægt er að setja skýr markmið um hirðingu fjölbýlishúsalóða. Myndir / VH
Blómabeð þarf að stinga upp og halda lausum við óvelkominn gróður.