Bændablaðið - 10.09.2015, Side 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015
Mynd / Gígja Einarsdóttir
Kynbótasýningar hrossa 2015:
Mörg eftirminnileg hross sýnd á árinu
Nú er kynbótasýningum lokið á
Íslandi árið 2015. Mörg afar eftir-
minnileg hross voru sýnd á árinu
og undan nýjum afkvæmahestum
sem spennandi verður að fylgjast
með til framtíðar. Í þessari saman-
tekt verður farið yfir sýningaárið,
efstu hross í hverjum flokki og litið
til ýmissa þátta.
Í ár voru kveðnir upp alls 1.197
dómar á Íslandi en það er nokkur
fækkun frá fyrri árum. Til saman-
burðar voru dómarnir alls 1.752 í
fyrra.
Þessi fækkun er að mörgu leyti
skiljanleg þar sem ekki var landsmót
í ár en einnig hafa markaðsmál
eflaust eitthvað að segja. Afar verð-
mætt er að árlega komi mikill fjöldi
hrossa til dóms en þetta er sá grunnur
sem ræktunarstarfið byggist á. Þá er
mikilvægt á hverjum tíma að þróa
sýningarhaldið í því augnamiði að
auka áhuga hrossaræktenda á að
mæta með hross til dóms.
Nú liggur fyrir á næstu misserum
að endurskoða dómskalann og fram-
kvæmd kynbótasýninga sem leiðir
vonandi til enn betra mats, aukinna
upplýsinga til handa hrossaræktend-
um og þess að hrossaræktendur sjái
sér ávinning í því að mæta með fleiri
hestgerðir til dóms.
Í ár færðist sýningarhaldið enn
meira fram í júní og til miðsumars
en fá hross voru sýnd í maí. Þetta er
þróun sem við eigum líklega eftir að
sjá til framtíðar; að miðsumarssýn-
ingar verði meira nýttar á árunum á
milli landsmóta enda hrossin best
á hásumri. Einnig væri til bóta að
geta nýtt júní betur til dómsstarfa á
landsmótsárum og halda landsmótin
því seinna í júlí en verið hefur. Þetta
er ekki síst mikilvægt í árum þegar
vorar seint.
Sýningar voru haldnar vítt og
breitt um landið eins og vant er,
eða á alls 11 stöðum. Stærsta sýn-
ingin í ár var Miðsumarssýningin á
Gaddstaðaflötum með 218 hrossum.
Einnig má nefna að nýr sýningar-
staður var tekinn til notkunar í ár
en það var félagssvæði Spretts og
gefur sú reynsla góð fyrirheit með
sýningar á því svæði.
Á árinu var haldið Fjórðungsmót
á Austurlandi þar sem 33 kynbóta-
hross komu fram. Þau voru fá en
frambærileg og upp í stórmagnaða
gæðinga.
Heimsleikar voru haldnir í
Danmörku í ár en þangað fór full-
skipað lið kynbótahrossa frá Íslandi
sem stóðu sig öll með miklum sóma.
Efstu kynbótahross á árinu
Efsti fjögurra vetra stóðhestur-
inn á Íslandi í ár var Trausti frá
Þóroddsstöðum. Þetta er hestur sem
verður spennandi að fylgjast með
til framtíðar, fínlegur og léttbyggð-
ur hestur með verðmætt mýktar
ganglag. Hann er undan Þresti frá
Hvammi og Aronsdótturinni Snót
frá Þóroddsstöðum en það er með
eindæmum eftirtektarvert hvað mýkt
og gegnumflæði í hreyfingum ein-
kennir mörg þau hross sem hafa
þá feðga Óð frá Brún og Aron frá
Strandarhöfði í bakættum.
Efsta hryssan í fjögurra
vetra hópnum var Þökk frá
Árbæjarhjáleigu II, undan Jarli frá
Árbæjarhjáleigu II og Þernu frá
Skarði. Þetta var sérstaklega bráð-
þroska og heilsteypt hross, bæði
hvað varðar ganglag og geðslag og
gefur góð fyrirheit hvað Jarl varðar
sem kynbótahest en þetta er fyrsta
hrossið sem kemur til dóms undan
honum.
Í fimm vetra hópi stóð-
hesta stóð efstur Andvari frá
Auðsholtshjáleigu undan Gára og
Fold frá Auðsholtshjáleigu en hann
var einnig efstur í sínum flokki á
Heimsleikum. Fríður og afar fallega
byggður hestur, reistur og flugvakur.
Efsta fimm vetra hryssan var
svo Hrafna frá Hrafnkelsstöðum,
undan Aronssyninum Hrafnari frá
Auðsholtshjáleigu sem er alhliða
gæðingur og Svartsdótturinni
Skyggnu frá Hrafnkelsstöðum.
Hrafna hefur mjúka og öfluga
byggingu og er alhliða mýktarhross
eins og hún á ættir til.
Í sex vetra flokki stóðhesta stóð
efstur Skaginn frá Skipaskaga, undan
Álfi frá Selfossi og Meiðsdótturinni
Össu frá Akranesi. Skaginn er með
glæsilegri hestum með 9.0 fyrir háls,
herðar og bóga og 9.5 fyrir sam-
ræmi. Þá er hann fasmikill hestur
með burð, léttleika og fallegar hreyf-
ingar.
Í sex vetra flokki var hæst dæmda
hryssan Garún frá Árbæ, undan
Aroni frá Standarhöfði og Glás frá
Votmúla. Garún er stórfalleg og fjöl-
hæf alhliða hryssa en hún stóð efst
í sínum flokki á Heimsleikum og
hlaut sinn hæsta dóm þar. Sú hryssa
sem var hæst dæmd í þessum flokki
á Íslandi og vert er að minnast á er
Nípa frá Meðalfelli en hún hlaut 8.90
fyrir hæfileika. Nípa er undan Orra
frá Þúfu og Esju frá Meðalfelli og
er því skyldleikaræktuð út af Adam
frá Meðalfelli. Nípa er tignarlegur
alhliða gæðingur, með gangskil og
mikinn burð á hægu tölti og stökki.
Þá hefur hún hreyfingar sem oft
erfast frá Adam sem einkennast af
mjúku spori og mikilli bóghreyf-
ingu.
Efsti hesturinn í elsta flokki
stóðhesta, á Íslandi og einnig á
Heimsleikum, var Glóðfeykir frá
Halakoti. Glóðafeykir er undan
Rökkva frá Hárlaugsstöðum og
Glóð frá Grjóteyri og er skrefmikill
alhliða gæðingur og fór yfir níu fyrir
hæfileika, á vorsýningu og einnig á
Heimsleikum.
Efst í elsta flokki hryssna var
síðan Sending frá Þorlákshöfn en
hún er undan Álfi frá Selfossi og
Koltinnu frá Þorlákshöfn. Sýningin á
þessari hryssu var afar eftirminnileg
en hún hlaut þá einstöku einkunn tíu
fyrir tölt enda með sérstaka skrefa-
stærð, taktöryggi og jafnvægi á þeirri
gangtegund. Þá er hún heilsteypt
klárhross með 8.70 fyrir hæfileika
og býr yfir óvanalegri framgöngu
og útgeislun.
Það er skemmtilegt að minnast á
Mynd / Fjölnir Þorgeirsson
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Þorvaldur Kristjánsson
Ábyrgðarmaður
í hrossarækt
thk@bondi.is
Mynd / Óðinn Örn Jóhannsson