Bændablaðið - 10.09.2015, Side 50

Bændablaðið - 10.09.2015, Side 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015 Fyrir ekki löngu síðan prófaði ég Renault Captur og lét vel af þeim bíl. Þegar ég skilaði þeim bíl var mér sagt frá því að væntanlegur væri jepplingur frá Renault. Nú er kann kominn og prófaði ég grip- inn um síðustu helgi. Renault Kadjar er fáanlegur í átta mismunandi útfærslum, bæði eindrifsbíll og fjórhjóladrifinn. Kaus að prófa eindrifs bíl með miklum þægindum Ódýrasti Kadjar bíllinn er framhjóla- drifinn, beinskiptur með 1500cc dísilvél og skilar 110 hestöflum, hann kostar 3.990.000. Sá dýrasti er fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur með 1600cc dísilvél sem á að skila 130 hestöflum og kostar 5.590.000. Bíllinn sem ég prófaði var sjálfskiptur með 110 hestafla vél og kostar 4.790.000. Vinnslan er töluvert betri en í Renault Captur enda 20 hestöflum kraftmeiri, en búnaður inni í bílnum er mjög svipaður. Ég hef alltaf verið hrifinn af sætum í Renault, þau eru þægileg, sérstaklega í langkeyrslu. Í Kadjar er sjálfvirkur búnaður sem lækkar sjálfkrafa háu ljósin úti á vegum í myrkri og ég hef aldrei haft tæki- færi til að prófa þennan búnað sem er í sumum nýjum bílum sem skipt- ir niður háuljósunum sjálfkrafa þegar bíll kemur á móti. Satt best að segja eftir þessa stuttu reynslu af þessum búnaði þá segi ég bara; svona búnaður ætti að vera í öllum bílum. Lengri prufuaksturinn Bíllinn er hreinlega hlaðinn af öryggisbúnaði og þægindum sem ekki er pláss fyrir í upptalningu hér í þessum stutta pistli. Ég ók bíln- um rúmlega 200 km og eftir því sem lengra leið á aksturinn varð ég hrifnari og hrifnari af bílnum. Í bílnum er akreinalesari sem les punktalínuna á miðjum veg- inum jafnt sem í kantinum bæði í dagsbirtu og myrkri, en rautt ljós kviknar í hliðarspeglinum ef maður ekur yfir miðjulínuna. Einnig er skynjari sem nefndur er blindhorn- sskynjari sem varar mann við ef bíll er í blinda horninu ef verið er að skipta um akrein. Þessi búnaður virkar vel þar sem ég reyndi bún- aðinn eitt sinn þegar ég vissi af bíl í blinda svæðinu við mig á þriggja akreina götu í Reykjavík. Það var bara þrennt sem ég var óánægður með. Flókin tölvan sem sem stjórnar útvarpi, GPS og fleiru. Ekki nógu gott útsýni beint aftur í baksýnisspeglinum og varadekkið sem er það sem ég kalla „aumingja“ og var loftlaust í þokkabót. Eyðslan lítil þrátt fyrir að hafa ekki verið í neinum sparakstri Eftir rúmlega 200 km á meðal- hraða upp á 66 km á klukkustund var eyðslan hjá mér ekki nema 4,9 lítrar á hundraðið og það á sjálfskipt- um bíl. Mér finnst það harla gott, en uppgefin eyðsla í blönduðum akstri á bílnum sem ég prófaði er 3,8 lítrar við bestu aðstæður. Utanaðkomandi hljóð eru mjög lítil, næstum engin veghljóð og á malarvegi heyrist nánast ekkert malarvegahljóð, svo vel er bíllinn hljóðeinangraður. Mælaborðið er ágætt, en hefði viljað sjá nál sem sýnir hraða en ekki bara eina tölu. Nemar eru í öllum hjólbörðum sem sýna loftþrýsting í dekkjum og er hægt að kalla fram mynd af öllum fjórum dekkjunum sem sýnir loftþrýstinginn í hverju dekki fyrir sig. Eftir að hafa prófað þennan bíl og lesið um allar hinar 7 tegundirnar tel ég að vænlegasti landsbyggðar- bíllinn af þessum átta tegundum sé Renault Kadjar Expression 4wd með 130 hestafla vél. Hann kostar 4.990.000. Allar nánari upplýsingar um Kadjar má finna á vefsíðu BL á slóðinni www.bl.is. Þyngd frá 1.380 – 1536 kg Hæð 1.613 mm Breidd 1.836 mm Lengd 4.449 mm Helstu mál og upplýsingar Nýr jepplingur í átta útfærslum Renault Kadjar Dynamic. Myndir / HLJ Vélabásinn liklegur@internet.is Gott aðgengi er að öllu í vélinni og þrátt fyrir að vera franskur bíll er tiltölulega gott aðgengi til að skipta um peru. Hér sést vel loftþrýstingurinn í hverju dekki fyrir sig. Hægt er að velja á milli 5 baklita í mælaborði, eitthvað sem ég hef ekki séð áður. Ekki sést vel aftur fyrir bílinn í bak- sýnisspeglinum, spegill og afturrúða bæði fulllítil. Plastlok er fyrir framan ISOFIX bíl- stólafestingarnar sem auðvelt er að fjarlægja til að koma fyrir barnastól. Í haustbyrjun langar mig að rifja upp með ykkur margkveðna vísu um okkar ytri mann. Nú kemur að því að farið verð- ur að sækja sér líflömb gjarnan um langa leið. Fyrirkoma okkar er það sem aðrir sjá í upphafi af okkur hverjum og einum. Því er það góður siður að vera í ferðafötum, en skilja vinnuföt eftir heima. Ég hef þá reynslu að „nær“ öllum dettur ekki í hug að ferðast öðruvísi, en svo er þetta með skemmdu eplin, þau þurfa á þessarri áminningu að halda. Hafa svo flutningstækin hrein (og sótthreinsuð). Vera þess minnugir, að við eigum ekki að gera öðrum það sem við viljum ekki að þeir geri okkur. Hreinsun og eftirfarandi sótt- hreinsun flutningstækis er öryggis- ráðstöfun gerð til þess að minnka áhættu á að bera með sér óvart eitt- hvað, sem hinn heimsótti þarfnast ekki (smitefni). Flutningstækið er þrifið og síðan úðað með Virkon® eða öðru sambærilegu sótthreinsi- efni. Muna að Virkon® og flest skyld efni eru tærandi á óvarða málma og þarf því að skola af með vatni þegar virkni er náð. Allir eftirlitsdýralæknar og starf- andi dýralæknar mega og eiga að geta gefið út þrifavottorð. Látið gefa þau út til ykkar áður en farið er í lífdýrakaup / flutning og verið með það á ykkur. Og þið sem takið á móti gestunum, lítið á þau, því vottorðið er jú ætlað til að láta ykkur vita af gjörningnum. Riðuveiki Riða í sauðfé hefur verið sums staðar landlægt vandamál og er í eðli sínu mjög erfiður sjúkdómur. Sýkingin er hægfara og smitefni hefur mikið þol fyrir sótthreinsun, veðrun og tíma. Þá er ástæða til að hvetja alla til að vera vakandi gagnvart þessum vágesti, sérlega þar sem sjúkdómurinn er hægfara og getur verið lúmskur í byrjun. Mikilvægt er að fylgjast vel með, og er ein aðferðin skimun fyrir riðu. Eru þá tekin sýni úr sauðfé ársgömlu og eldra, sem hefur verið slátrað eða það drepist af einhverj- um orsökum. Sýnið er mænukylfa og smávegis af litla heila. Það má frjósa og er ekki viðkvæmt við töku þess. Úrvinnslan byggir á rafdrætti eggjahvítu (ameloíðs) úr sýninu. Allir geta í raun tekið sýni, aðeins þarf að gæta að, að þau séu einstak- lingsmerkt, þ.e. að þeim fylgi eyrna- merki gripsins. Vegna töku sýnis, þ.e. heima, hafið samband við einhvern dýra- lækni og fáið leiðbeiningar ef þið þurfið. Skimunarsýni mikilvæg Mikilvægt er að þeir sem ekki senda fullorðið í sláturhús taki eða láti taka skimunarsýni hjá sér ef þeir eru á skimunarlista, sem er gefinn út nýr á hverju hausti. Er þá gott að haft sé samband við viðkomandi hér- aðsdýralækni. Nauðsynlegt að skima líka eftir kúariðu Þá er ástæða til að minna alla á að við erum talin vera laus við kúariðu (bse (bovine spongiform encephalop- athy) eða mad cow disease). Til að halda því, þurfum við að skima eftir henni enn allavega í nautgripum. Gildir hér meir en annað að fá sent úr gripum sem drepast heima af ein- hverjum orsökum, og eins ef þeir eru einfaldlega gamlir og felldir vegna þess. Nautgripir eu ekki áhugaverð- ir til skimunar nema þeir séu eldri en 2ja ára, undantekning væri þó ef grunur sé á sýkingu. Einar Otti Guðmundsson, dýralæknir ...frá heilbrigði til hollustu Kæri sauðfjár(búfjár)eigandi Hjörtur L. Jónsson

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.