Bændablaðið - 10.09.2015, Side 39

Bændablaðið - 10.09.2015, Side 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015 Útgjöld til kaupa á matvörum vega um það bil 13,3% í útgjöldum íslenskra heimila samkvæmt vísi- tölu neysluverðs. Til samanburðar vega útgjöld til húsnæðis, þ.m.t. hiti og rafmagn, 28,3% og ferðir og flutningar 15,7%. Þetta eru líklega þeir útgjaldaliðir sem hljóta hvað mesta umfjöllun í fjölmiðlum en þó er tæplega á neinn hallað þó því sé hér haldið fram að sá fyrsti sé þar plássfrekastur. Fjölmargir sjá hag sinn í að benda á innlendan landbúnað og landbún- aðarstefnu stjórnvalda sem megin ástæðu þess að matvælaverð sé hærra hér á landi en að meðaltali í löndum ESB. En matvælaverð er mismunandi milli landa, munurinn er jafnvel gríðarlegur innan ESB sem þó hefur sameiginlega stefnu í landbúnaðar- málum, sameiginlega ytri tolla og löndin hafa mörg hver sameiginleg landamæri. Því er augljóst að mat- vælaverð ræðst af mun fleiri þáttum en landbúnaðarstefnu einni saman. Verða hér nefnd til nokkur atriði: Opinberar kröfur til framleiðslu- hátta eru að einhverju leyti mismun- andi milli landa. Þannig eru gerðar meiri kröfur í umhverfismálum til danskra bænda en margra kollega þeirra innan ESB. Hér á landi má nefna strangar heilbrigðiskröfur í ali- fuglaeldi sem auka kostnað framleið- enda langt umfram það sem gerist hjá kollegum í nágrannalöndunum. Skattar og gjöld á matvörur er augljós annar þáttur sem er mismun- andi milli landa. Virðisaukaskattur á mat er t.d. frá 0% í Bretlandi upp í 25% í Danmörku og allt þar á milli innan ESB. Ávöxtunarkrafa á fjármagn skiptir miklu máli En aðrir þættir ráða líka miklu um verð til neytenda sem einatt fá þó minni umfjöllun. Ávöxtunarkrafa á fjármagn er ein þeirra. Hér á landi eru vextir með því hæsta sem þekk- ist í Evrópu. Lögbundin lágmarks- ávöxtun lífeyrissjóða upp á 3,5% umfram verðbólgu hlýtur t.d. að halda uppi kröfu um arðsemi fast- eignafélaga sem eiga m.a. verslun- arhúsnæði. Eftir því sem samkeppni á mark- aði, bæði í vinnslu, dreifingu og smásölu, er meiri því lægra verði má búast við til neytenda. Í skýrslu um finnskan landbúnað fyrir árið 2015 er því t.d. lýst að þýski matvöru- markaðurinn sé sá samkeppnishæf- asti í Evrópu. Það byggi á gríðarlegri verðsamkeppni og því að hámarka tekjur með því að selja mikið magn á lágu verði. Framlegð í matvöru- verslun er þar sú lægsta sem þekkist í Evrópu og þau fyrirtæki sem halda velli hafa náð mestum árangri í að lágmarka kostnað og geta því keppt við verð hvar sem er í Evrópu. Stærð þýska matvörumarkaðarins leiðir af sér að meðalstór fyrirtæki eru á stærð við markaðsráðandi fyr- irtæki í minni löndum. Vegna sam- runa fyrirtækja á undanförnum árum hefur hagkvæmni útflutnings aukist og Þýskaland er nú orðið stór útflytj- andi á ódýrum matvælum í Evrópu. Þá eru stóru þýsku verslanakeðjurn- ar Aldi og Lidl komnar út um alla Evrópu og hafa komið sér upp öflugu dreifingarkerfi. Með því hefur mark- aður fyrir þýskar matvörur stækkað enn frekar. Á sama tíma eru skýr merki um fákeppni á matvörumarkaði hér á landi. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins frá því í vetur kemur fram að arðsemi í dagvöruverslun erlendis mæld sem arðsemi eigin fjár sé 11–13% sam- anborið við 35%–40% hér á landi. Enn eitt sem nefna má í samhengi við verðlag eru laun í viðkomandi landi. Laun allra sem starfa í virðis- keðjunni verða hluti af verði útseldrar vöru. Því hærri sem laun eru því hærra verður verðið. Það er því engin leið að ætla að bera saman verðlag í Búlgaríu og Íslandi eða Svíþjóð og Slóvakíu af þessum ástæðum einum. Þannig er fróðlegt að skoða samhengi þátta eins og launa og þjóðartekna við verðlag. Samband launa og verðlags Myndin um verðlag sýnir samband launa sem árslauna í evrum árið 2010 samkvæmt Hagstofu Íslands og verðlags samkvæmt Hagstofu ESB, Eurostat. Myndin breytist lítið þótt aðeins sé horft á matvælaverð. Það er hins vegar áhugavert að sjá hvernig myndin gerbreytist þegar skoðuð er tenging launa og verðs á raftækjum. Rétt er að benda á að landið sem sker sig algerlega úr með háu raftækjaverði þrátt fyrir að vera rétt um miðju hvað laun varðar árið 2010, er Ísland. Annað atriði sem hlýtur að skipta neytendur máli er hve háu hlutfalli útgjalda sinna þeir verja til kaupa á brýnustu nauðsynjum eins og mat. Samkvæmt Eurostat verja rúmensk- ir neytendur tæplega 30% útgjalda sinna til kaupa á mat. Verðlag þar er hins vegar með því lægsta sem þekk- ist í Evrópu. Skýr fylgni er þannig á milli verðlags á mat og þess hve háu hlutfalli útgjalda neytendur verja til kaupa á matvörum. Verðlag á mat- vörum er hvað hæst í Noregi, Sviss og Danmörku. Hlutfall útgjalda til neytenda til matvörukaupa í þessum löndum en hins vegar mun lægra en í þeim löndum þar sem verðlag er undir meðaltali ESB. Neytendur á Bretlandseyjum, Lúxemborg, Austurríki og Þýskalandi verja einna lægstu hlutfalli útgjalda sinna til matvörukaupa. Eins og áður segir er gríðarleg samkeppni á matvöru- markaði í Þýskalandi. Austurríki og Lúxemborg liggja að því og líklegt að áhrifa stóru þýsku verslanakeðj- anna gæti þar auk þess sem meðal- tekjur eru með því hæsta sem gerist í Lúxemborg. Í Bretlandi er enginn virðisaukaskattur á mat, markaður- inn gríðarstór og samkeppni mikil. Lokaorð Framangreind umfjöllun leiðir í ljós að skýr tengsl eru á milli almenns verðlags og launa annars vegar og matvælaverðs hins vegar. Innan ESB er verðlag á matvörum nú um stundir hæst í Danmörku. Enginn mun hins vegar halda því fram að innan ramma danskrar löggjafar og á dönskum launum sé hægt að bjóða upp á pólskt matvælaverð. Á sama hátt er erfitt að sjá hvern- ig gera má kröfu um að matvælaverð á Íslandi yrði svipað og í Þýskalandi eða Slóveníu. Markaðurinn er lítill hér á landi, margoft hefur verið sýnt fram á að innfluttar matvörur án tolla eru dýrari hér á landi en í ESB, vextir eru háir og samkeppni greini- lega minni en í stórum löndum á meginlandi Evrópu. Evrópuverð á matvörum er þannig ekki til heldur eru það aðstæður í hverju landi sem hafa mótandi áhrif á matvælaverð. Erna Bjarnadóttir hagfræðingur og forstöðumaður félagssviðs Bændasamtaka Íslands Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100 Ýmsar aðrar ATN spjót- og skæralyftur til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. ATN Zebra 16 Z-spjótlyfta • Fjórhjóladrifin • Diesel • Vinnuhæð: 16,4 m • Pallhæð: 14,4 m • Lárétt útskot: 9,3 m • Lyftigeta: 230 kg • Aukabúnaður: Rafmagns- og lofttenglar í körfu • Til afgreiðslu strax AT H YG LI -Á gú st 2 01 5 HUMBAUR álkerrur. Bændur og verktakar ! erum að fá sendingu af þessum vinsælu 2,5 tonna álkerrum. Mál innan 3.0x1.5m. Verð 560.000 m/vsk og skráningu. Erum að taka við pöntunum í aðrar gerðir af Humbaur kerrum.t.d. sturtu,véla,bíla og flatvögnum. Evrópuverðið er ekki til − hvað skýrir breytilegt matvöruverð milli landa? Erna Bjarnadóttir. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.