Bændablaðið - 10.09.2015, Side 23

Bændablaðið - 10.09.2015, Side 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015 hún á írskum bar í Amsterdam og líkaði vel. Ákvað svo að halda áfram námi og komst að sem doktorsnemi við háskóla í Leuven í Belgíu þangað sem hún hélt í febrúar 2010. Doktorsnámið átti ekki við mig „Fljótlega eftir að ég hóf vinnu við doktorsverkefnið fann ég að þetta átti ekki alls kostar við mig, ég var hvorki alsátt við verkefnið sjálft né leiðbeinandann. Ég sá því sem betur fer fljótlega að mér líkaði ekki nægi- lega vel til að vilja sinna þessu í fjögur ár bara til að ljúka náminu. Þannig að ég ákvað að hætta fremur en að halda áfram með hálfum huga. Ég er sátt við þá ákvörðun,“ segir Erna Kristín. Hún dvaldi þó áfram í Belgíu og vann m.a. við að byggja upp nýtt Park Inn hótel þar í landi ásamt fleira fólki. „Ég kom heim og fékk vinnu á dvalarheimili í Reykjavík, það er yndislegt að starfa með gamla fólk- inu og mjög gefandi, nema hvað það gefur ekki mikið í vasann,“ segir hún. Hugurinn leitaði norður yfir heiðar þar sem fjölskyldan býr og hún var að skima eftir starfi á þeim slóðum þegar hún rakst á auglýsingu þar sem óskað var eftir starfsfólki á nýtt hótel, Kjarnalund, sem var að hefja starfsemi. „Ég sótti um, fór í viðtal og út úr því kom að ég var ráðin í stöðu hótelstjóra. Ég pakkaði því niður í snarheitum og flutti norður.“ 25 ný herbergi fyrir næsta sumar Hótel Kjarnalundur er 46 herbergja hótel, í jaðri Kjarnaskógar, vin- sælasta útivistarsvæði Akureyringa, ein svíta er á hótelinu en annars eru misstór herbergi, frá 12 fermetrum upp í 25, þannig að gestir geta valið á milli herbergja í ólíkum verðflokk- um. Gott aðgengi er fyrir fatlaða á hótelinu og eru 6 herbergi sérútbúin fyrir hjólastóla. Á annarri hæð hússins er veitingasalur sem tekur 80 manns í sæti, morgunverður er þar í boði og sjá starfsmenn um hann, en Kaffi Torg sér um kvöldverðarhlaðborð fyrir gesti. „Það samstarf hefur geng- ið ofsalega vel,“ segir Erna Kristín, en til framtíðar er fyrirhugað að opna veitingasalinn fyrir almenna gesti. „Við erum smám saman að byggja upp, tökum þetta skref fyrir skref,“ segir hún. Í náinni fram- tíð stendur einnig til að koma upp heilsulind á hótelinu með heitum pottum, infrarauðum saunaklefa, nuddherbergi og líkamsræktarsal. Þegar er byrjað að bjóða upp á nudd á hótelinu. „Við höfum ýmislegt á prjón- unum og eigum eftir að gera fleiri breytingar. Það stendur til að taka úr umferð innisundlaug sem er á fyrstu hæð hússins og koma þar upp her- bergjum. Líkast til verður unnið við það í vetur og þá bætast a.m.k. 12 herbergi við hjá okkur næsta sumar,“ segir Erna Kristín. „Við erum ekki aðilar að neinni hótelkeðju, þetta er nýtt og sjálfstætt hótel og skapar okkur svigrúm til að þróa starfsemina eftir eigin höfði.“ Spennandi verkefni að byggja upp frá grunni Hótelið verður opið allt árið og segir hún að ýmsar hugmyndir séu í gangi til að laða að gesti á þeim árstíma. Fjölmargir leggi leið sína norður til að fara á skíði og þá eru fyrir hendi í Kjarnaskógi troðnar skíðagöngubrautir sem vel eru nýtt- ar. Jólahlaðborð eru á döfinni, tekið verður á móti starfsmannafélögum og fyrirtækjum sem vilja halda árs- hátíðir svo eitthvað sé nefnt. „Það eru margar hugmyndir á lofti og við munum vinna úr þeim á næstu vikum,“ segir hún. „Þetta er spennandi verkefni og ég er þakklát fyrir það tækifæri sem bauðst við að byggja upp þennan hótelrekstur frá grunni. Og ég er alsæl með að vera komin norður aftur, þannig að betra gerist það varla, að vera í skemmtilegri vinnu með frábæru fólki og hafa fjöl- skylduna í næsta nágrenni. Þetta er bara draumur í dós.“ /MÞÞ Smiðjuvegi 3 - 200 Kópavogur - Sími 412 1700 - idex@idex. iswww.idex.is Af hverju kroslímt tré? – Umhverfisvæn og sjálfbær framleiðsla – Léttari en steypa – Frábær einangrun – Engar kuldabrýr sem bjóða heim raka og myglu – Mjög fljótlegt að reisa – Einstakir burðareiginleikar – Jarðskjálaftaþol eins og best getur orðið – Þynnri veggir - allt að 10% meira innra rými – Notalegt og heilsusamlegt innra umhverfi Vantar gistipláss? Umhverfisvæn hús úr krosslímdu tré Stór eða lítil - allt eftir þínum óskum Bjóðum einnig glugga, hurðir og untanhússklæðningar sem hæfa þínu húsi Byggðu til framtíðar með lausnum frá IDEX Húnavatnssýsla: Góður gangur hefur verið í laxveiðinni í sumar Góður gangur hefur verið í lax- veiði í Húnavatnssýslum í sumar og að líkindum kemst það í sögu- bækur, metveiði hefur verið bæði í Blöndu og Miðfjarðará. Laxá á Ásum nálgast sín bestu veiðiár á áttunda og níunda áratugn- um. Veiðin í Víðidalsá hefur líka verið með ágætum eftir nokkuð slök ár og Svartá og Vatnsdalsá hafa gefið góða veiði í sumar. Hrútafjarðará nálgast nýtt met Landssamband veiðifélaga birti á dögunum yfirlit yfir helstu lax- veiðiár landsins og samkvæmt því er Blanda komin í 4.538 veidda laxa, Miðfjarðará í 4.978 laxa, Víðidalsá í 1.289 laxa, Laxá á Ásum í 1.472 laxa og Vatnsdalsá í 1.040 laxa. Svartá var komin í 496 laxa en mesta skráða veiði í ánni er frá árinu 2010 þegar 572 laxar voru skráðir. Hrútafjarðará er komin í 640 laxa og nálgast nýtt met. Vikuveiðin í Blöndu var í síð- ustu viku komin niður í 235 laxa en í vikunni á undan veiddust 286 laxar. Mest var vikuveiðin í lok júlí en þá komu á land 734 laxar eða tæplega 8 laxar á stöng á dag. Vikuveiðin í Miðfjarðará var 533 laxar á 10 stangir en vikan þar á undan gaf 742 laxa, sem líklega er Íslandsmet í laxveiði á einni viku í sjálfbærri á. Ekki vantar nema 22 laxa upp á að áin nái 5.000 löxum en það mun þá vera í fyrsta skipti sem sjálfbær laxveiðiá nær þeirri tölu. Flestir laxar í Ytri-Rangá Af helstu laxveiðiám landsins hafa flestir laxar veiðst í Ytri-Rangá og Hólsá eða 5.631 lax. Næstflestir laxar hafa veiðst í Miðfjarðará eða 4.978 og Blanda er í þriðja sæti með 4.538 laxa. Alls hafa veiðst 49.086 laxar í 75 aflahæstu laxveiðiám landsins. Þar af eru sjö laxveiðiár úr Húnavatnssýslum sem hafa gefið samtals 14.453 laxa eða tæplega 30% af heildinni. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.