Bændablaðið - 10.09.2015, Side 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015
Fréttir
Svínabúið Ormsstaðir sérkennir sig sem velferðarbú:
Ætla alfarið að hætta að gelda grísina
Á svínabúinu Ormsstöðum í
Grímsnesi er unnið markvisst
að velferð gripanna og má búið
teljast frumkvöðull að því leyti á
nokkrum sviðum. Árið 2010 var
hætt að klippa hala á grísum og
árið 2013 voru allar gylturnar
komnar í lausagöngu á búinu.
„Við tókum þátt í hátíðinni Borg
í sveit sem var í Grímsnes- og
Grafningshreppi í maílok. Þá ákváð-
um við að bjóða fólki að skrá sig í
skoðunarferðir inn á búið. Ég var
búin að reikna með að ég gæti tekið
við svona 50–60 manns, en svo komu
70 og einhvern veginn náðum við að
láta það ganga upp. Heildarfjöldinn
sem kom í heimsókn var hins vegar
um 200 manns og ég gat sýnt fólk-
inu á teikningum grunnskipulagið
á búinu og framtíðarsýnina,“ segir
Guðný Tómasdóttir, svínabóndi á
Ormsstöðum í Grímsnesi. Hún legg-
ur metnað í rekstur svínabúsins og
finnst mikilvægt að almenningur og
neytendur séu upplýstir um það sem
þar er gert.
„Þeir sem ekki fóru þessa ferð í
gegnum búið gátu skoðað sig hérna
um á svæðinu, en við erum með
nokkur útisvín til sýnis, einnig land-
námshænur og svo vorum við með
hestana hérna heima við.“
Sérstaða okkar felst í dýravelferð
„Við ákváðum að við þyrftum að
marka okkur sérstöðu til framtíðar
– því við viljum ekki verða eitthvað
rosalega stór – og þá var nærtækast
í okkar huga að velja velferðarvink-
ilinn. Við höfum verið í samvinnu-
verkefni með Matís í því að það
verði alveg hætt að gelda á okkar
búi. Við höfum vakið athygli fyrir
þá stefnumótun, enda erum við fyrsta
svínabúið á Íslandi sem fer í þá átt.
Dýraverndarsambandið hefur sýnt
verkefninu mikinn áhuga og stuðning
og formaðurinn komið í heimsókn til
að taka þetta út. Reyndar byrjuðum
við að hugsa á þessum velferðarnót-
um fyrir löngu síðan og strax árið
2010 hættum við að klippa hala.
Áður en við hættum að klippa hala
vissum við varla hvað halabit var.
Við gerðum það af því að allir aðrir
gerðu það. Ég veit alveg hvað halabit
er í dag, en það er ekki slíkt vanda-
mál að mig langi til að fara að klippa
hala aftur. Ef það koma upp einhver
vandamál, þá höfum við getað leyst
þau með öðrum hætti en að þurfa að
klippa halana,“ segir Guðný.
Gylturnar í lausagöngu
„Næsta framfaraskref hjá okkur var
svo að setja gylturnar í lausagöngu og
árið 2013 voru allar gylturnar komn-
ar í lausagöngu. Það er alveg hægt að
segja að það hafi verið nokkuð erfitt
skref því fyrst í stað gekk samvistin
vægast sagt illa á milli þeirra. Núna
er þetta orðið allt annað líf og það
tekur þær ekki nema tíu mínútur eða
korter að finna út goggunarröð og
koma sér saman um samskiptavenjur
ef svo má segja. Í kjölfarið á þeim
breytingum hafa góðir hlutir verið að
gerast; við fáum hraustari gyltur og
pensilínnotkun hefur nánast horfið.
Næsta mál á dagskrá er svo að
stækka gotstíurnar. Ég get ekki
útskýrt þetta sérstaklega en það
er eins og gylturnar hafi stækkað
eftir að þær fóru í lausagöngu. Ég
á mjög erfitt með að setja þær í
þessar hefðbundnu gotstíur vegna
þrengslanna. Við erum komin með
eina stærri gotstíu til prufu og það
er alveg gríðarlegur munur að hafa
þær opnanlegar og svona rúmgóðar.
Samkvæmt reglugerð erum við með
nokkurra ára aðlögunartíma en mér
líður bara orðið þannig með þetta að
ég vil helst geta endurnýjað stíurnar
sem fyrst. Þetta er samt ekki auðveld
fjárfesting því hver stía kostar um
200 þúsund og við þurfum að kaupa
60 slíkar,“ útskýrir Guðný.
Útisvæði eru á teikniborðinu
Enn róttækari breytingar eru á teikni-
borðinu um framtíðarskipulagið á
Ormsstöðum. „Til að geta komið þess-
um breytingum á gotstíum í gegn verð-
um við að gera ákveðnar skipulags-
breytingar þar sem gotstíurnar passa
eingöngu á það svæði, þar sem þær eru
í dag. Í framhaldinu viljum við ganga
enn lengra og opna fyrir útisvæði
bæði fyrir eldisgrísina en einnig fyrir
gylturnar. Það yrðu steyptar gryfjur og
opið rými sem hægt væri að opna og
loka eftir hentugleika. Við yrðum að
hafa þetta steypt því við erum alltaf
hrædd við ýmsar smithættur, en þarna
yrði hálmur og gripirnir gætu spókað
sig undir beru lofti.“
Á stefnuskránni
að hætta alveg að gelda
„Verkefnið sem Matís tekur þátt í með
okkur, felst eins og áður segir í því
að við hættum alfarið að gelda. Það
mun taka svolítinn tíma. Við höfum
líka fengið Sláturfélag Suðurlands
til að koma að þessu að einhverju
leyti. Einnig hefur kjötvinnslan Krás
unnið vörur úr ógeltum grísum fyrir
okkur, en hún vinnur líka allar afurð-
ir fyrir okkur sem eru til sölu beint
frá býli. Þetta er langhlaup því það
þarf að sannfæra stjórnendur afurða-
stöðva og almenning um að ekkert
galtarbragð fylgi kjötinu af ógeltum
grísum. Við höfum verið að gefa
bragðprufur og selt hjá okkur steikur
ódýrari – og ég hef ekki enn fengið
neinar athugasemdir varðandi bragð-
ið. Við slátrum dýrunum það ungum,
eða fimm til sex mánaða, þannig að
það á ekki að vera nein hætta á því að
galtarbragð sé af kjötinu.
Ef hægt er að tala um hættu, er
mesta hættan á að slíkt bragð sé af
fitunni. Það liggur fyrir að mikið af
afurðunum eru notaðar í skinkugerð
og þar er enga fitu að finna. Það á ekki
að vera hætta á því að galtarbragð sé
af afurðunum, enda hafa Bretar selt
slíkar afurðir í mörg ár án þess að
það sé eitthvert tiltökumál. Ég segi
að það sé bara þröngsýni á búum og
hjá afurðastöðvum þegar talað er um
að ekki sé hægt að hætta að gelda grísi.
Við höfum ekki lent í neinum vanda-
málum heldur með þessa gripi inni á
búunum – við höfum meira að segja
verið með 80 slíka gripi í einu saman
á búinu án vandræða. Við viljum vera
alveg hætt að gelda fyrir 2020, en
erum núna alltaf með um 20 grísi
til prufu.“
Beint frá býli-afurðir
Lítil verslun er rekin á Ormsstöðum
og einnig er selt nokkuð í gegnum
Facebook-síðu búsins. Guðný segir
að líklega sé ekki nema um eitt pró-
sent af afurðunum selt beint frá býli,
en þau hafi hug á því að auka það
hlutfall og einkenna sig enn frekar.
„Það er bara svo dýrt að stíga skref-
ið áfram í markaðssetningunni. Við
höfum hingað til viljað setja þann
aukapening sem við höfum haft frekar
í búið. Þegar við verðum komin aðeins
lengra munum við örugglega fara að
huga að því að leggja meira fjármagn
í það. Facebook-síðan okkar hefur
hins vegar gagnast vel og við seljum
heila og hálfa skrokka í gegnum hana,
sem við sendum svo til viðskiptavina
okkar. Það er ánægjulegt þegar við
fáum viðbrögð frá viðskiptavinum um
það að þeir velji okkar vörur vegna
velferðarsjónarmiða sem við leggjum
til grundvallar.“
Brauðmeti er uppistaðan í fóðrinu
Auk þess að vera velferðarbú er
lögð sérstök áhersla á endurvinnslu
á Ormsstöðum. „Við teljum okkur
vera svona endurvinnslubú og einn
liður í því eru fóðurmálin. Við keyrum
fimm til sex daga vikunnar og sækjum
umframbakstur úr bakaríunum; það
sem verður afgangs af brauðmeti frá
tilteknum bakaríum og verslunum.
Þetta er allt ferskt en má ekki selja
vegna þess að það er komið fram á
síðasta söludag. Brauðmetið er hér
unnið í sérstöku fóðurhúsi þar sem það
fer í sýringu til að halda ferskleika og
er þaðan leitt sem eins konar mauk í
leiðslum í svínahúsin. Svo verðum
við að bæta próteinum og vítamínum
við. Við höfum verið að stilla þessa
fóðurframleiðslu af með tímanum, en
við byrjuðum á að nýta okkur þessa
afganga í kringum árið 1985. Þetta er
allt farið að virka eins og best verður
á kosið og við komum vel út í öllum
mælingum. Brauðmetið skilar því svo
að kjötið verður aðeins fitusprengt sem
eykur gæði kjötsins. Við kaupum allt
þetta hráefni að sjálfsögðu, en setjum
mörkin við að verðið sé ekki hærra
en á byggi – sem við myndum annars
nota.
Við göngum svo frá öllum umbúð-
um þannig að það verði endurnýtan-
legt og við erum með fasta viðskipta-
vini sem kaupa það af okkur.“
Útlitið var slæmt í verkfallinu
Að sögn Guðnýjar kreppti verulega
að búinu á meðan verkfall dýralækna
stóð yfir í vor og ekki mátti senda
kjöt á markað. „Verkfallið fór illa með
okkur og vorum við alveg komin að
þolmörkum með þéttleikann á búinu,
en sem betur fer höfðum við upp á
einhverja fermetra að hlaupa. Þetta var
mikið fjárhagslegt tjón sem hefur að
einhverju leyti unnist til baka.
Eftir verkfall höfum við náð að
senda frá okkur alla þá grísi sem höfðu
safnast upp meðan á verkfallinu stóð,
en fjárhagslega tekur langan tíma að
leiðrétta svona dýfu. Ef við fáum ekki
neina hækkun á verði til okkar nú
í haust þá verður þetta áfram mjög
erfitt.“ /smh
Myndir / smh
Nýja gotstían er, eins og sjá má, mjög rúmgóð.
Gotstíurnar eins og þær eru í dag.
Guðný segir að með lausagöngunni
að ákveðnum þolmörkum.