Bændablaðið - 10.09.2015, Side 47

Bændablaðið - 10.09.2015, Side 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015 Af og til fæ ég myndir sendar af fólki sem er ekki að hugsa um öryggi sitt og annarra. Þessar myndir eru af ýmsu tagi, en nú fyrir stuttu fékk ég myndir af smöl- um á fjórhjólum sem allir voru hjálmlausir. Í síðasta forvarnarpistli var áminnt um að fara varlega í smalamennsku og vera í réttum öryggisklæðnaði. Þegar ég, sem er að reyna að hjálpa og vekja athygli á öryggismálum, sé svona get ég ekki neitað því að maður fyllist vonleysi og hugsar; er engin sem les þessar línur frá mér? Það sem mér finnst verst við þetta er að ég veit að það eiga eftir að verða slys. Þá liggur sá slasaði og lætur stjana við sig og leggur fyrir vikið aukna byrði á sína nánustu. Einmitt vegna þess að gæta ekki að eigin öryggi. Nú er hægt að fá viðurkenndan veltiboga á fjórhjól Fyrir um ári síðan skrifaði ég hér um margverðlaunaðan veltiboga á fjórhjól sem framleiddir eru í Nýja- Sjálandi og heita Lifeguard. Fyrir nokkru ók ég fram hjá Jötunn á Selfossi og það fyrsta sem ég sá inn um búðargluggann var Lifeguard veltibogi á fjórhjól. Ég vil hvetja alla þá sem eiga fjórhjól að skoða þennan magnaða búnað. Til fróðleiks má sjá á vefsíðunni jotunn.is tengil á lítið myndband sem sýnir þennan öryggisbúnað í notkun. Sjálfur keyri ég sjaldan fjórhjól, en mér hefur tekist að velta einu slíku yfir mig og þakkaði þá góðum örygg- isklæðnaði sem ég var í. Ekki er sömu sögu að segja frá manni sem hringdi fyrir nokkrum árum í Neyðarlínuna og var búinn að velta hjólinu sínu yfir sig. Þessi aðili var fastur undir hjólinu. Björgunarsveit var kölluð út til að finna manninn. Leitin tók sinn tíma, en samkvæmt lýsingu frá starfs- manni Neyðarlínunnar heyrði hann vel hvernig dró af manninum hægt og rólega meðan á leitinni stóð. Sem betur fer endaði þessi saga vel, en ef þessi maður hefði verið með Lifeguard veltiboga á hjólinu hefði hann annaðhvort átt að geta velt hjólinu af sér eða smokrað sér undan hjólinu. Þar sem að ég hef kynnt mér vel þennan veltiboga vil ég benda tryggingarfélögum á að miðað við virkni bogans ætti að vera óhætt að gefa a.m.k. 50% afslátt af trygging- um fjórhjóls og ökumannstryggingu sé viðkomandi með veltiboga frá Lifeguard. Algjört kæruleysi gagnvart sínum nánustu liklegur@internet.is ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI Hjörtur L. Jónsson Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Lausn á krossgátu í síðasta blaði KROSSGÁTA Bændablaðsins BRÉF FLÓN SLÆMA VÆTA UPP ÞVAÐRA DUGNAÐUR FASTUR KAUPANDI AFDREP TEGUND LYKTIR SKÝRA FRÁ ÁI STJÖKUN ÓKYRRÐ ÍSSKÁPUR AÐGÆTA UNDIRLAG Í RÚMI TVEIR EINS LAUG FRIÐURKÆRASTA MÁLMUR RYK TEYMA VÆLA KJÖKUR UMSÖGN HYGGST HÓPUR HORFTBAKTAL SEYTL RÖNDIN BLÓÐSUGA ER TILRÆÐI KRASSA SKRIFA FLAGA GLÁPA ÞÓTT FISKUR GOÐ AND- SPÆNIS SKERA BRAGAR- HÁTTURSTÍGANDI STAL ÁLITS FRUMEIND SKARÐ SÝRA GYÐJA VEIÐAR- FÆRI GRANDI TANGI SAM- SETNING LÁÐ TVEIR EINS NAFNORÐ ÞÚSUND ÓÐ ÁLITINN SKJÁLFA GRÖM ÁRS-GAMALL RISPA ÁN Í RÖÐ 21 m y n d : s o e b e ( C C b y - s A 3 .0 ) BRÉF FLÓN SLÆMA VÆTA UPP ÞVAÐRA DUGNAÐUR FASTUR KAUPANDI AFDREP TEGUND LYKTIR SKÝRA FRÁ ÁI STJÖKUN ÓKYRRÐ ÍSSKÁPUR AÐGÆTA UNDIRLAG Í RÚMI TVEIR EINS LAUG FRIÐURKÆRASTA MÁLMUR RYK TEYMA VÆLA KJÖKUR UMSÖGN HYGGST HÓPUR HORFTBAKTAL SEYTL RÖNDIN BLÓÐSUGA ER TILRÆÐI KRASSA SKRIFA FLAGA GLÁPA ÞÓTT FISKUR GOÐ AND- SPÆNIS SKERA BRAGAR- HÁTTURSTÍGANDI STAL ÁLITS FRUMEIND SKARÐ SÝRA GYÐJA VEIÐAR- FÆRI GRANDI TANGI SAM- SETNING LÁÐ TVEIR EINS NAFNORÐ ÞÚSUND ÓÐ ÁLITINN SKJÁLFA GRÖM ÁRS-GAMALL RISPA ÁN Í RÖÐ 21 m y n d : s o e b e ( C C b y - s A 3 .0 ) Í tilefni af útkomu prjónabókar Bændablaðsins efnir útgáfan, í samstarfi við Ístex, til prjónasamkeppni landshlutanna þar sem þátttakendur geta sent inn nýjar og áður óbirtar uppskriftir að lopaflíkum fyrir börn og fullorðna. Valdar verða úr þrjár bestu uppskriftirnar sem jafnframt verða birtar í prjónabókinni. Þátttakendur sendi uppskriftir með mynstri og upplýsingum um sendanda á Erlu Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra BÍ, á ehg@bondi.is fyrir 31. október 2015. ATV-Lifeguard-Protector. Veltibogi getur skipt sköpum varð- andi það hvort ökumaður sem veltir fjórhjóli getur losað sig undan því ef ökutækið hafnar á hvolfi. Bændablaðið á bbl.is og líka á Facebook

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.