Bændablaðið - 10.09.2015, Side 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015
Fréttir
Tæplega 200 þúsund gestir
koma árlega í Dimmuborgir í
Mývatnssveit. Búið er að mal-
bika rösklega 600 metra af göngu-
stígum í Dimmuborgum og ætl-
unin er að malbika um 800 metra
til viðbótar á þessu ári.
Auk þess er búið að lagfæra og
merkja malarborna göngustíga. Alls
eru göngustígar í Dimmuborgum
um 6.400 metrar.
Stígarnir voru farnir að láta á sjá
Malbikun göngustíga í Dimmu-
borgum hófst á liðnu ári. Stígarnir
voru farnir að láta á sjá vegna mikils
fjölda ferðamanna. Stígunum þurfti
oft að loka á vorin vegna aurbleytu.
Þrír landeigendur í Mývatnssveit
afhentu Landgræðslunni
Dimmuborgir til eignar og land-
græðslu árið 1942. Allt frá þeim
tíma hefur stofnunin unnið að
heftingu sandfoks og verndun
Borganna. Vandfundið er annað efni
en malbik sem hentar og þolir þær
þúsundir ferðamanna sem vilja njóta
fegurðarinnar í Dimmuborgum.
Auk þess gerir malbikið fötluðum
kleift að fara um Dimmuborgir án
vandkvæða.
Fyrir tilstuðlan Landgræðsl-
unnar var byggt þjónustuhús ásamt
salernum fyrir nokkrum árum við
innganginn á Dimmuborgum. Ný
salerni voru tekin í notkun á sl. ári.
Margir styrkja verkefnið
Ferðamálastofa og Framkvæmda-
sjóður ferðamannastaða hafa styrkt
þessar framkvæmdir.
Auk þessara aðila hafa ýmis
félög, stofnanir, ríkissjóður og
sveitarstjórn Skútustaðahrepps
styrkt sandfoksvarnir og verndun
Dimmuborga. Landgræðsla ríkisins
og Umhverfisstofnun hafa gert með
sér samstarfssamning um rekstur og
verndun Dimmuborga.
Fyrr í sumar efndi Floridana
til leiks á Facebook þar sem fólk
var beðið um að koma með tillög-
ur að bestu göngustígum Íslands.
Miðað var við stíga sem tekur
minna en þrjár stundir að ganga.
Dimmuborgir í Mývatnssveit hlaut
flestar tilnefningar.
/MÞÞ
Göngustígar í Dimmuborgum þykja bestir
Nemendur Garðyrkjuskólans
tóku til hendinni í Múlakoti
Miðvikudaginn 2. september
fór einvalalið nemenda og
kennara af garðyrkjubrautum
Landbúnaðarháskóla Íslands
í vinnuferð í gamla garðinn í
Múlakoti í Fljótshlíð.
Fyrir um ári síðan gáfu hjónin í
Múlakoti, þau Stefán Guðbergsson
og Sigríður Hjartar, gamla bæinn
í Múlakoti og garðinn við húsið
í sjálfseignarfélag og hafa verið
stofnuð sérstök hollvinasamtök í
kringum bæinn með það að leiðar-
ljósi að endurgera hann og færa
bæði húsakost og garðinn aftur til
vegs og virðingar. Í Múlakoti var
rekið gistiheimili um áratugaskeið
og dvaldi fjöldi þekktra listamanna
þar um lengri eða skemmri tíma í
gegnum tíðina. „Garðyrkjuskólinn
kom á sínum tíma að því að endur-
gera garðinn Skrúð í Dýrafirði og
var það verkefni mjög vel heppn-
að. Nú er komið að gamla garðin-
um í Múlakoti en hann á sér langa
og merkilega sögu sem hófst árið
1897 þegar húsfreyjan í Múlakoti,
Guðbjörg Þorleifsdóttir, gróðursetti
fyrstu trjáplönturnar. Trjágarðurinn
varð fljótt víðfrægur um Suðurland
og er til fjöldi ljósmynda af prúð-
búnu fólki að drekka kaffi og njóta
veitinga í blómum prýddum garðin-
um. Garðyrkjuskólanemendur og
aðrir lögðu hart að sér við vinnuna
og nutu svo ljúffengra veitinga í
hádeginu í gamla bænum. Dagurinn
var mjög vel heppnaður og frábært
að sjá hvað samstilltur hópur getur
afrekað miklu á stuttum tíma,“ segir
Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari
á Reykjum í Ölfusi. /MHH
Kuldatíðin í sumar hefur sett stórt
strik í reikninginn hjá bændum í
Ólafsfirði.
Lítil heyuppskera hefur verið á
túnum og jafnvel farið að nýta 20
ára gömul sinutún til að bæta upp
heymagnið.
Hefur ástandið ekki verið svona
slæmt frá því menn muna, að sögn
Hjalta Bergsveins Bjarkasonar,
fjárbónda á Þóroddsstöðum. Hann
er meðeigandi tengdaföður síns í
jörðinni, Haraldar Marteinssonar,
hrossa- og fjárbónda.
Hefur uppskeran verið meira en
helmingi minni í sumar en seinustu
ár vegna kulda. Sem dæmi þá hófst
sláttur 3 vikum seinna núna en síð-
ustu árin.
„Maður er búinn að slá jafn mikið
af túnum í sumar eins og á undanförn-
um árum, en það vantar samt töluvert
upp á að ná sama heymagni. Þá eru
gæðin mjög svipuð og síðustu ár.
Þegar verið var að slá í annarri viku
ágúst, gránaði vel í fjöll inni í dölum í
kring og það snjóaði í fjöll 27. ágúst.
Vona menn því bara að veturinn verði
góður svo heymagnið dugi hjá öllum
í vetur,“ segir Hjalti. /HKr.
Þóroddsstaðir í Ólafsfirði:
Kalt sumar hefur sett
strik í heyöflun bænda
701 Hotels kaupa
Hallormsstaðaskóla
Sveitarstjórnir Fljótsdalshéraðs
og Fljótsdalshrepps hafa
samþykkt að selja húsnæði
Hallormsstaðaskóla. Kaupandi
er 701 hotels ehf., en það félag
á og rekur meðal annars Hótel
Hallormsstað, Hótel Valaskjálf og
veitingastaðinn Salt á Egilsstöðum.
Kaupverð eignanna er 105 millj-
ónir króna sem greiðist að fullu
innan árs frá afhendingu eignanna.
Stefnt er að því að nýr eigandi taki
við þeim 1. nóvember að því er fram
kemur á vef Austurfréttar.
Eignirnar sem um ræðir er allt
húsnæði sem áður hýsti grunnskól-
ann, íþróttahús og sundlaug á staðn-
um auk 25% eignarhluta sveitarfé-
laganna í tveimur íbúðum í húsnæði
skólans. Ríkissjóður á enn þá 75%
hlut í þeim.
Skólabyggingin var reist á
árunum 1963–67 og þar var starf-
ræktur grunnskóli í samstarfi
þriggja hreppa, Fljótsdalshrepps,
Skriðdalshrepps og Vallahrepps.
Tveir þeir síðarnefndu sameinuð-
ust síðan öðrum sveitarfélögum,
fyrst sem Austur-Hérað en síðar
Fljótsdalshérað. Var skólinn þá
rekinn í samstarfi tveggja sveitar-
félaga þar til í fyrravor að hann var
gerður að deild í Egilsstaðaskóla.
Nú í vor var síðan tekin ákvörðun
um að hætta kennslu á staðnum og í
framhaldi að auglýsa húsnæði skól-
ans til sölu.
Framkvæmdir fara strax af stað
Þráinn Lárusson er eigandi 701
hotels ehf., sem staðið hefur í mikl-
um framkvæmdum að undanförnu
við Hótel Valaskjálf og stækkun á
veitingastaðnum Salt. Strax verð-
ur hafist handa við nauðsynlegar
framkvæmdir á húsnæði til að
koma því í gagnið sem fyrst. Þráinn
segir við Austurfrétt að ekki sé enn
grundvöllur fyrir heilsársrekstri á
Hallormsstað, markaðssvæðið sé
einkum á höfuðborgarsvæðinu og
það kosti sitt að fljúga þaðan austur,
landsvæðið sé því í samkeppni við
ódýrar borgir í útlöndum.
Hann segir að horft sé til þess að
gera staðinn að eins konar heilsulind
þar sem fólk myndi dvelja til lengri
tíma. „En þó að hugmyndin geti
verið góð þá er ekki nóg að opna
heilsuhótel, það verður að vera
markaður fyrir það.“ Sá markaður
sé ekki fyrir hendi í augnablikinu
en gæti breyst. /MÞÞ
Nemendur garðyrkjubrauta og starfsmenn skólans stilltu sér upp í hópmyndatöku í garði Guðbjargar með gamla
bæinn í Múlakoti í baksýn. Ljósmynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson.
en í fyrra.
Það gránaði í fjöll í annarri viku
ágúst.
Búið er að malbika rösklega 600 metra af göngustígum í Dimmuborgum og ætlunin er að malbika um 800 metra
til viðbótar á þessu ári.
Halldóra Tryggvadóttir, vörumerkjastjóri Floridana, með verðlaunaskjalið sem
Landgræðslan fékk, en hjá henni standa Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri
og Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslunnar. Mynd / Landgræðslan.