Bændablaðið - 10.09.2015, Side 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015
Dagana 21.-30. júlí sl. fór hópur
ungra bænda í fagferð til Evrópu
en tilgangur ferðarinnar var að
halda upp á útskrift hópsins frá
Hvanneyri.
Líkt og oft er með ferðir sem
þessar var um blandaða ferð að
ræða, þ.e. bæði var áhersla lögð á
faglegar heimsóknir á sviði land-
búnaðar en einnig hugað að því
að næra sálina með annars konar
afþreyingu en helstu viðkomu-
staðir ferðarinnar voru stórborg-
irnar Hannover, Köln, Koblenz,
Lúxemborg og Brüssel. Alls voru
8 bú heimsótt í ferðalaginu ásamt
því að farið var á landbúnaðar-
sýninguna Libramont í Belgíu, en
greint var frá þeirri landbúnaðar-
sýningu í síðasta Bændablaði.
Kóki heimsóttur
Fyrsti dagurinn var í raun mest
ferðadagur en flogið var árla
morguns frá Íslandi og lent í
Hamborg. Þaðan var svo ekið til
Hannover, þar sem gist var í tvær
nætur. Fyrsta faglega heimsóknin
var svo farin til hins heimsfræga
hestamanns Kóka en þrátt fyrir að
hann og allir starfsmenn hans væru
á haus í undirbúningi fyrir aðkomu
TopReiter að heimsmeistaramóti
íslenskra hesta í Danmörku, þá
gaf hann sér góðan tíma til þess
að sýna hópnum búgarðinn og hina
umsvifamiklu starfsemi sem þar
fer fram.
Farið í Claas-verksmiðju
Frá Kóka var haldið á ný til
Hamborgar og nýttu margir sér
tækifærið í Hannover að gera
góð innkaup í mörgum af helstu
verslunarkeðjum heimsins sem
þar eru, en aðrir fóru í hinn þekkta
dýragarð Erlebnis sem er 150 ára
í ár eða tóku bara lífinu með ró.
Þriðja daginn var haldið til bæjar-
ins Koblenz en á leiðinni þangað
var komið við í verksmiðju Claas
í Harsewinkel þar sem hópurinn
fékk afar greinargóða kynningu á
starfsemi Claas. Frá Harsewinkel
var áð í stórborginni Köln þar
sem ein mikilfenglegasta dóm-
kirkja heims er, en hún er m.a. á
heimsminjaskrá UNESCO. Gist
var í Koblenz í tvær nætur en
borgin iðar af mannlífi og ferða-
fólki enda einkar áhugaverður stað-
ur fyrir ferðafólk, borgin stendur
við ármótin þar sem Mósel og Rín
renna saman.
„Víndalurinn“
Þriðja faglega heimsókn ferðarinn-
ar var á vínbúgarð Adolf Störzel
við bæinn Rüdesheim, sem stend-
Hús tekið á evrópskum
bændum – fyrri hluti
Utan úr heimi
Neðansjávargarðyrkja:
Matjurtir ræktaðar
í stórum blöðrum
Út af ströndum Norður-Ítalíu er
verið að gera tilraunir með að
rækta matjurtir í litlum gróður-
húsablöðrum neðansjávar.
Verkefnið kallast Nemógarðarnir.
Blöðrunnar eða gróðurhúsin eru
fest við sjávarbotninn þannig að þau
haldast á um átta metra dýpi eftir að
dælt hefur verið í þau lofti. Verkefnið
sem kallast Nemógarðarnir er unnið
í samvinnu kafara og garðyrkju-
fræðinga.
Verkefnið var sett á laggirnar árið
2012 og í dag eru ræktunarblöðrurn-
ar sjö og í þeim eru ræktuð jarðarber,
kryddjurtir og salat. Þar sem verk-
efnið er enn á tilraunastigi er ekki
um neina stórræktun að ræða enda
ekki pláss fyrir nema 22 plöntur í
hverri blöðru.
Í fyrstu fór langur tími í að hanna
blöðrurnar og velja hvaða efni ætti
að nota í þær. Núverandi hönnun
lofar góðu og segja talsmenn tilraun-
anna að kominn sé tími til að stækka
þær og auka þannig ræktunina.
Rannsóknir sýna að plöntur, að
þörungum undanskildum, þurfa ljós
af ákveðinni bylgjulengd sem eyðist
út neðan við tíu metra dýpi í sjó.
Hugmyndin um að nota blöðrur fyrir
ræktun neðansjávar er því byltingar-
kennd og leysir það vandamál að
þurfa að notast við raflýsingu.
Aðstandendur tilraunarinnar
segja að þær lofi góðu og ekki leiki
nokkur vafi á að neðansjávargarð-
yrkja eigi eftir að aukast í framtíðinni
á sama tíma og fólki fjölgar og land
til ræktunar minnkar. /VH
Fornleifarannsóknir:
Stonehenge stærra
en talið hefur verið
Fornleifafræðingar á Bretlands-
eyjum telja sig vera búna að finna
leifar af steinagerði sem bendir til
þess að minjarnar við Stonehenge
séu mun stærri en áður hefur verið
talið.
Með jarðsjá hefur tekist að greina
tæplega hundrað bautasteina sem eru
allt að 4,5 metrar að lengd. Steinarnir
sem liggja á hliðinni mynda svo
reglulega röð að ómögulegt er annað
en að menn hafi komið þeim fyrir. Til
aðgreiningar frá því steinagerði sem
þekkist í dag er farið að kalla nýja
fundinn ofurgerðið vegna stærðar
þess.
Síðastliðin fimm ár hefur verið
unnið að því að skanna stórt svæði
nálægt Stonehenge með jarðsjá og
verið er að teikna það upp með
steinafundunum merktum inn. Stór
hluti ofurgerðisins liggur skammt frá
Stonehenge, í um þriggja kílómetra
fjarlægð, og er það talið vera hluti
af helgu svæði sem tengist steina-
gerðinu fræga.
Reynist rétt vera að um ofurgerði
sé að ræða er það stærsta steina-
gerði sem fundist hefur í Evrópu og
væntanlega munu rannsóknir á því
veita nýja innsýn í sögu og tilgang
Stonehenge. /VH
Við ána Rín er hver fermetri nýttur fyrir vínvið enda með gjöfulli svæðum til slíkrar framleiðslu. Myndir / SS
Hinn alþekkti hestamaður Kóki (Herbert Ólason) með einn af glæsilegri
hnökkum frá fyrirtæki sínu, Top Reiter. Þessi hnakkur er m.a. gerður úr
krókódílaskinni.