Bændablaðið - 10.09.2015, Side 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015
ur við ána Rín. Bú þetta er eitt af
ótal mörgum meðfram ánni, en
dalverpið sem Rín hefur grafið má
víst hæglega kalla „Víndal“ enda er
magn af vínframleiðendum slíkt á
svæðinu. Hópurinn fór í afar áhuga-
verða gönguferð um landsvæði bús-
ins og var byrjað á því að fara með
vírkláfi efst upp í hæðina ofan við
Rüdesheim og svo gengið niður
að bænum á ný og í leiðinni var
vínviður skoðaður og ólíkar vín-
gerðir smakkaðar. Bú Adolfs fram-
leiðir árlega um 8.000 vínflöskur
af hektaranum og er heildarfram-
leiðsla búsins um 60–80 þúsund
flöskur af léttvíni, stærsti hluti
framleiðslunnar Riesling-vín, eða
um 80%. Nánar má fræðast bæði
um starfsemi Kóka, framleiðslu
Claas-verksmiðjunnar og um vínbú
Adolf Störzel með því að glugga
í 19. tölublað Bændablaðsins árið
2013.
Rúmlega tvö þúsund bú
Þó svo að Lúxemborg sé ekki þekkt
landbúnaðarland, þá er þar umsvifa-
meiri landbúnaður en margur heldur.
Í Lúxemborg býr rúmlega hálf millj-
ón manna og þar af starfa í kringum
50 þúsund manns við landbúnað og
afleidd störf.
Landið er afar lítið, 2.586 fer-
kílómetrar að stærð, og er í 130–560
metra hæð yfir sjávarmáli. Á þessum
örfáu ferkílómetrum eru rúmlega tvö
þúsund bú og er búrekstur aðalstarf
á um 1.400 búum, en á hinum er
búskapur rekinn samhliða annarri
vinnu. Þessi rúmlega tvö þúsund bú
eru með 131 þúsund hektara lands
og er meðalbúið því með rúmlega
60 hektara lands en um helming-
ur landsins er nýttur til grasfram-
leiðslu, fjórðungur til framleiðslu
á maísvotheyi, en kornframleiðsla,
skógrækt og garðyrkjuframleiðsla er
svo stunduð á síðasta fjórðungnum
að jafnaði. Þrátt fyrir smæð og hæð
landsins er sem sagt töluverður land-
búnaður í Lúxemborg og var tekið
hús á þremur bændum þar.
Hollenskir bændur í Lúxemborg
Fyrsta heimsókn hópsins var til hol-
lensku bændanna Pascal og Birkele
Vaessen, en þau eru með kúabú við
þorpið Vianden, rétt við landamærin
á milli Lúxemborgar og Þýskalands.
Bú þeirra er eitt af um 600 kúa-
búum í Lúxemborg, en meðalfjöldi
kúa á búum í Lúxemborg er um 45
kýr. Þau Pascal og Birkele eru af
hollenskum uppruna en faðir Pascal
keypti landið og hóf búskap þarna
1965 með nokkrar mjólkurkýr í bása-
fjósi en í dag eru þau með 90 kýr í
lausagöngu og notast svo við hefð-
bundinn mjaltabás. Þau eru einnig
vel sett með land en alls tilheyra
búinu 120 hektarar og er um helm-
ingur landsins nýttur fyrir maísfram-
leiðslu, fjórðungur fyrir grasrækt og
afgangurinn í kornrækt.
Fá 39 krónur fyrir mjólkurlítrann
Bú þeirra hjóna leggur inn mjólk hjá
Arla en þau sögðu að afurðastöðva-
verðið væri nú allt of lágt og að
þau væru nálægt því að borga með
hverjum lítra en alls fengu þau 27
evrusent fyrir lítrann, eða sem svar-
ar um 39 krónum. Skýringin á því
af hverju ekki er tap á búinu felst
í útsjónarsemi þeirra en þau fram-
leiða einkar góða kynbótagripi og
selja til lífs, nokkuð sem skilar sér
vel og búinu miklum aukatekjum
enda fá þau um 1.500 evrur (215
þúsund krónur) fyrir 14–15 mánaða
gömul kynbótanaut og sama verð
fyrir nýbornar kvígur. Þess utan fá
þau styrki frá Evrópusambandinu,
alls um 300 evrur á hektarann (um
43 þúsund krónur), en aðrir styrkir
eru óverulegir til þeirra bús.
Langlífar kýr
Í ræktun þeirra á hinum svartskjöld-
óttu kúm notast þau við erfðaefni
frá öllum mögulegum löndum en
oftast segjast þau kaupa sæði frá
Hollandi, Kanada, Bandaríkjunum
og Skandinavíu.
Meðalnytin er reyndar ekki sér-
lega há eða um 10 þúsund lítrar eftir
305 daga mjaltaskeið og með prótein
upp á 3,4% og fitu upp á 4,0%. Fyrst
það er ekki afurðasemin sem þau
rækta eftir lék hópnum forvitni á
að vita hvað annað réði för og ekki
stóð á svörum.
Þeirra aðal ræktunaráhersla er
góð ending kúnna en þegar við
heimsóttum fjósið voru í því fjór-
ar kýr (af þessum 90) sem höfðu
framleitt meira en 100 þúsund lítra
mjólkur og alls voru 11 kýr komnar
yfir 8 mjaltaskeið í fjósinu og sá ekki
á kúnum þrátt fyrir aldur og reynslu.
Bræður og synir
Frá þeim Pascal og Birkele var
haldið til kúabóndans Marc Vaessen
en hann var með nýlegt bú með
mjaltaþjónum og 250 mjólkurkúm.
Þaðan var svo haldið til Van Laar-
fjölskyldunnar en þar búa tveir eldri
bræður ásamt þremur af sonum
þeirra. Þetta var afar myndarlegt
kúabú með 300 mjólkurkýr og fjóra
Lely mjaltaþjóna.
Bræðurnir tveir eru nú orðn-
ir fullorðnir og að draga sig út úr
rekstrinum en synir þeirra, þrír tals-
ins, að taka við búinu en því tilheyra
einnig 250 hektarar lands. Fjósið
með mjaltaþjónunum var nýbyggt
og glæsileg bygging sem var um 100
metra löng og 38 metra breið. Eftir
því var tekið hve kýrnar voru hreinar
í lausagöngunni. Sögðu bændurn-
ir að það sæist einnig í mjólkur-
tankinum enda væri einungis ein
kýr í lyfjameðferð af þessum 300
og engin önnur í frátöku á mjólk.
Meðalnyt búsins var um 10 þúsund
lítrar, frumutalan um 170 þúsund og
líftalan 4–6 þúsund. Ekki beint hægt
að kvarta yfir svona fínum tölum.
Ungir bændur fá hærri styrki
En ný og glæsileg bygging kostar sitt
og þegar afurðastöðvaverðið er lágt
er von að spurt sé út í rekstur búsins.
Þeir sögðu hann nokkuð góðan enda
hefði fjárfestingakostnaðurinn verið
lægri en margir halda.
Almennir byggingastyrkir til
bænda í Lúxemborg séu 30% en sé
bóndinn skilgreindur sem „ungur
bóndi“ þá fær hann 35% bygginga-
styrk, þ.e. 35% byggingakostnað-
arins endurgreiddan frá hinu opin-
bera í Lúxemborg. Skilgreiningin á
því að flokkast sem ungur bóndi í
Lúxemborg er að vera á aldrinum
20–40 ára og að hafa ekki staðið
fyrir búrekstri í meira en fimm ár.
Framleiða umhverfisvæna orku
Allt þak hins stóra fjóss var klætt
með sólarrafhlöðum en í Lúxemborg
eru veittir sérstakir styrkir til þeirra
sem taka að sér raforkuframleiðslu
með þeim hætti. Spurðir um rekstr-
arforsendurnar voru þær sagðar
allgóðar enda væru sólarsellurnar
með 15 ára tryggt raforkuverð og
uppgreiðslutími fjárfestingarinnar
væru 10 ár. Ef ekkert bilaði ættu því
síðustu fimm árin að skila góðum tekj-
um til búsins.
Eftir tvo áhugaverða daga á landbún-
aðarsýningunni Libramont var haldið
frá Lúxemborg til Brüssel í Belgíu, þar
sem áð var í einn dag áður en haldið
var í lokahluta ferðarinnar. Síðasti heili
ferðadagurinn var svo nýttur afar vel
með fjórum faglegum heimsóknum:
á kúabú með SAC mjaltaþjón, í hol-
lenska fyrirtækið H.A. De Bruijn en
það framleiðir m.a. innréttingar fyrir
búfjárhús, á geitabú með 950 mjólk-
andi geitur og að síðustu á holdakúabú
með hina heimsfrægu Belgian Blue
nautgripi. Frá þessum heimsóknum
verður greint frá síðar.
Snorri Sigurðsson
Ráðgjafi hjá Seges P/S
sns@seges.dk
Pascal og Birkele Vaessen búa afar snotru búi í Lúxemborg og drýgja tekjurnar með mjólkurframleiðslunni m.a.
með sölu kynbótagripa.
Héraðsdýralæknir Austurumdæmis
Matvælastofnun óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í starf
héraðsdýralæknis í Austurumdæmi með aðsetri á Egilsstöðum.
Um fullt starf er að ræða og æskilegt að umsækjendur geti hafi ð störf
sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Skipulag og ábyrgð á eftirliti með heilbrigði og velferð dýr
• Skipulag og ábyrgð á eftirliti með frumframleiðslu matvæla, slátrun
og vinnslu dýraafurða
• Framkvæmd opinbers eftirlits
• Sóttvarnir og varnir gegn smitsjúkdómum dýra
• Skýrslugerðir
• Skipulag vaktþjónustu í umdæminu
• Ábyrgð á rekstri umdæmisskrifstofu
Hæfniskröfur:
Umsækjendur skulu hafa dýralæknismenntun. Gerð er krafa um færni
til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku ásamt góðri almennri
tölvukunnáttu. Öguð vinnubrögð, góðir skipulagshæfileikar og geta
til að starfa sjálfstætt eru áskilin. Góð framkoma og lipurð í samskip-
tum er mikilvæg.
Frekari upplýsingar um starfi ð:
Nánari upplýsingar um starfi ð veita Jón Gíslason, forstjóri
jon.gislason@mast.is og Sigurborg Daðadóttir, yfi rdýralæknir
sigurborg.dadadottir@mast.is í síma 530 4800.
Umsókn sendist í tölvupósti á netfangið starf@mast.is merkt
„Héraðsdýralæknir Austurumdæmis“. Umsóknarfrestur er til og með
21.09.2015. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.
Vakin er athygli á því að umsóknin gildir í 6 mánuði eftir að umsóknar-
frestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru sam-
kvæmt gildandi kjarasamningi fj ármálaráðherra og Dýralæknafélags
Íslands.
Nánari upplýsingar um stofnunina er að fi nna á www.mast.is.
Eigum hina vinsælu vagna frá þessum
þekkta framleiðanda til afgreiðslu Strax
BÚFJÁRFLUTNINGAVAGNAR
frá Ifor Williams
Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík
Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is