Bændablaðið - 10.09.2015, Side 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015
húsið – tvílyft steinhús 14 x 14 álnir
að grunnfleti, með 33/4 álna háu
risi. Gísli Þorbjörnsson málaflutn-
ingsmaður eignaðist húsið nokkrum
árum síðar og sótti um leyfi til borg-
aryfirvalda að byggja við það. Nokkur
ár tók að fá leyfið og húsið var þá
komið í eigu Þórarins Kjartanssonar,
kaupmanns frá Núpskoti á Álftanesi,
sem lengi var með starfsemi þar. Árið
1921 fær Þórarinn leyfi til að byggja
kvist til suðurs á húsið og stækka
þannig þakhæðina. Um svipað leyti
byggir hann 32 fermetra skúr á lóð-
inni.
Þórarinn hafði farið til Danmerkur
þar sem hann lærði gúmmíviðgerðir
á árum heimsstyrjaldarinnar fyrri.
Eftir heimkomuna setti hann á stofn
verkstæðið Gúmmívinnustofuna,
sem annaðist viðgerðir á bifreiða-
hjólbörðum og dekkjum á reiðhjól.
Gúmmívinnustofan var fyrst til húsa
á horni Ingólfsstrætis og Grundarstígs
þar til Þórarinn keypti húsið á
Laugavegi 76 og flutti starfsemina
þangað.
Talið er fullvíst að Þórarinn hafi
verið fyrstur manna á landinu til að
setja upp dekkjaviðgerðarverkstæði.
Hann varð þekktur fyrir fleira, meðal
annars að búa til gúmmílímið Gretti‚
sem flestir muna eftir sem komnir eru
á miðjan aldur og var meðal annars
notað til þess að líma saman gúmmí-
skó sem gerðir voru úr slöngum innan
úr hjólbörðum og þóttu mikil framför
þar sem vatnsheldur skófatnaður var
þá lítt þekktur með þjóðinni. Einnig
voru í Gúmmívinnustofunni fram-
leiddar vatnsheldar svuntur fyrir
fiskverkunarhúsin, efnið í þær var
innflutt en böndin á þær voru límd
með líminu góða.
Þórarinn var með fyrstu mönnum á
landinu sem tóku ökupróf og eignaðist
bifreið. Hann ók á milli Hafnarfjarðar
og Reykjavíkur, eins konar áætlun-
arferðir, við erfiðar aðstæður, á þeim
tíma voru bæði bifreiðar og vegir
landsins á bernskuskeiði. Kona
Þórarins var Guðrún Daníelsdóttir.
Faðir hennar – tengdafaðir Þórarins
– var Daníel Daníelsson, ljósmyndari
og síðar dyravörður í stjórnarráðinu.
Daníel lærði ljósmyndun hjá Sigfúsi
Eymundssyni og var um tíma með
verslun og greiðasölu að Sigtúnum
við Ölfusárbrú. Kona Daníels var
Níelsína Ólafsdóttir, dóttir Ólafs
Jónssonar, kaupmanns í Hafnarfirði,
og konu hans, Kristínar Ólafsdóttur,
hreppstjóra í Hafnarfirði. Um Daníel
var ort vísa þegar hann annaðist um
dyr stjórnarráðsins og mun hún hafa
birst í Seglinum á umbrotatímum í
stjórnmálunum.
Daníel sá er dyrnar opnar
dyrnar opnaði fljótt og vel.
Jónasi gerðust glyrnur hvassar
og gaut þeim skáhallt á Daníel.
Þarna er að sjálfsögðu ort um Jónas
Jónsson frá Hriflu sem var áberandi í
pólitíkinni á fyrri hluta liðinnar aldar
og gustaði jafnan nokkuð um.
Stór fjölskylda og byggt stórt
Hildur segir að Þórarinn hafi ekki
látið sitja við kvistbygginguna og
skúrinn því árið 1928 hafi hann
fengið leyfi til þess að stækka grunn-
flöt hússins og byggja ofan á það
enda um stóra fjölskyldu að ræða.
Í febrúar árið 1931 kemur fram í
virðingarskjali að þar séu íbúðar- og
verslunarhús, jarðhæð, tvær hæðir og
portbyggt ris með kvisti.
Hildur Símonardóttir segir
húsnæði og umgjörð Vinnufata-
búðarinnar hafa lítið breyst frá
því að Þórarinn var þar að versla.
Verslunarplássið hafi þó verið stækk-
að með því að taka vegg sem var á
milli Vinnufatabúðarinnar og sjopp-
unnar sem þar var og einnig hafi
vinnu- og geymsluherbergi verið bætt
við verslunina. Fyrir nokkrum árum
voru gerðar breytingar á innrétting-
um án þess þó að ný innrétting væri
sett upp.
Samkvæmt íbúaskrá frá árinu
1930 búa í húsinu tvær fjölskyld-
ur: Þórarinn Kjartansson og kona
hans, Guðrún Daníelsdóttir, ásamt
sjö börnum sínum, því elsta fæddu
1919 og því yngsta fæddu 1929. Á
árinu 1951 var byggður stór kvistur
á norðurhlið hússins þar sem voru
innréttuð tvö íbúðarherbergi og eld-
hús til viðbótar eldhúsinu sem þar
var. Á jarðhæð hússins hefur alla
tíð verið atvinnurekstur. Þar voru
matvörubúðin Liverpool og Höfði,
Gúmmívinnustofan var í vesturenda
hæðarinnar, þar sem núna er snyrti-
vöruverslun. Fjölskylda Þórarins
og Guðrúnar bjó á hæðinni en efsta
hæðin og risið var í leigu. Í austurenda
verslunarhæðarinnar var lengi rekin
sælgætisverslun, einnig var í húsinu
úrsmiður með verslun og vinnustofu,
einnig var þar gjafavörubúð og fleiri
verslunarfyrirtæki. /HKr.
Þórarinn Kjartansson, stofnandi Vinnufatabúðarinnar, var með fyrstu mönnum á landinu sem tóku ökupróf og
eignaðist bifreið. Hér styður hann sig við hægra frambrettið á Ford-bifreið sinni á Laugaveginum, líklega árið
framrúðunni má sjá miða sem á stendur „Kjósið Sigurð Jónsson og Svein Björnsson, en þeir voru báðir í framboði
í alþingiskosningum sem fram fóru 11. apríl 1914. Mynd / Karl Christian Nielsen / Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Vinnufatabúðin í dag. Mynd / HKr.
• Úrvals leysanleiki
• Minni skita
• Hár meltanleiki
• Góð nýting
• Hagstætt verð
Gæði - Reynsla - Þjónusta
Bestun Birtingahús
Borgartúni 22 Rvk. - Dugguvogi 4 Rvk. - Dalshrauni 11 Hafnarfirði - Gleráreyrum 2 Ak.
Sími: 588-8000 www.slippfelagid.is
Opnunartími: Virka daga: 08.00 – 18.00 Laugardaga: 10.00 – 14.00
Veljum íslenskt
Bændur athugið
Hjá Slippfélaginu færðu gæða málningu
fyrir íslenskar aðstæður
Hafið samband og fáið faglega ráðgjöf
Sendum hvert á land sem er