Bændablaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 49
49 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015 Einfalt bylgjuteppi HANNYRÐAHORNIÐ garn@garn.is Þessi uppskrift er í boði Handverkskúnstar. Garnið í teppið færðu hjá okkur í verslun okkar sem er staðsett á Nýbýlavegi 32, Dalbrekkumegin, Kópavogi, á www.garn.is og á útsölustöðum víða um land. Þetta einfalda bylgjuteppi er til- valið verkefni til þess að hafa yfir sjónvarpinu. Þótt uppskriftin sé ein- föld þá er hún langt frá því að vera óspennandi. Möguleikar á útfærslum eru fjölmargir því hver og einn hekl- ari ákveður eigin stærð og litasam- setningu. Garn: Kartopu Basak – einlitt, Kartopu Marine – sjálfmunstrandi. Heklunál: 4 mm Hvað þarf mikið garn í teppi? Stærð: 70 x 100 cm = 6 dokkur, 100 x 150 = 12 dokkur, 140 x 200 = 21 dokkur, 140 x 220 = 23 dokkur Skammstafanir og merkingar: L – lykkja, LL – loftlykkja, ST – stuðull, OST – opinn stuðull. Fitjið upp margfeldið af 14, bætið svo við 2 LL. (Þetta þýðir að þú fitjar upp 14, 28, 42, 56… lykkjur þar til æskilegri lengd er náð, þá er bætt við 2 LL. Þetta er gert til þess að mynstrið stemmi). 1. umf: 1 ST í 3. L frá nálinni, 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L, *[2 ST í sömu lykkju] x 2, 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L*, endurtakið frá * að * þar til aðeins ein lykkja er eftir, í hana eru heklaðir 2 ST. Snúið við. (Með því að hekla aðeins í aftari hluta lykkjunnar næst þessi upphleypta áferð). 2. umf: 2 LL, 1 ST í fyrstu lykkjuna (í þessu mynstri er heklað strax í fyrstu lykkjuna því það er verið að auka út, en venjulega er þessari fyrstu lykkju sleppt), 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L, *[2 ST í sömu lykkju] x 2, 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L*, endurtakið frá * að * út umferð, til þess að klára umferðina eru heklaðir 2 ST í aðra LL af þeim tveim sem gerðar voru í byrjun síðustu umferðar. Snúið við. Endurtakið 2. umferð þar til teppið hefur náð æski- legri lengd. Góða skemmtun og gangi ykkur vel. Elín Guðrúnardóttir www.garn.is Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 1 7 4 9 7 5 5 2 8 1 2 9 7 2 6 3 5 1 8 6 2 9 Þyngst 8 2 6 9 4 5 5 2 3 6 5 8 9 4 6 1 5 9 1 2 8 3 4 8 1 7 6 2 9 8 4 8 5 1 5 6 6 2 5 7 2 1 9 2 8 3 6 7 5 8 2 9 5 6 7 2 3 1 4 5 3 8 2 8 1 7 6 3 3 9 5 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Gullfiskar og pitsur í uppáhaldi Eiður Örn er 11 ára og býr á Þykkvabæ 3. Hann hefur gaman af íþróttum og stefnir á frama í fótbolta auk þess sem hann spilar á trommur. Fyrsta minning Eiðs er þegar hann missti sleikjóinn í krókódíla. Nafn: Eiður Örn Arnórsson. Aldur: Ég er 11 ára. Stjörnumerki: Naut. Búseta: Þykkvibær 3. Skóli: Kirkjubæjarskóli á Síðu. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Gullfiskur. Uppáhaldsmatur: Pitsa. Uppáhaldshljómsveit: Engin sér- stök. Uppáhaldskvikmynd: Mr. Bean. Fyrsta minning þín? Þegar ég missti sleikjóinn til krókódílanna. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta og ég spila á trommur. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Fótboltastjarna. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Hoppa af húsinu á trampolínið. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að fara í tónmennt. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég fór í bíó, Skemmtigarðinn og margt fleira skemmtilegt. Glæsilegur og rómantískur veitingastaður í sögufrægu húsi í hjarta borgarinnar við Ingólfstorg j Borðapantanir í síma 511 5090 www.einarben.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.