Bændablaðið - 10.09.2015, Side 2

Bændablaðið - 10.09.2015, Side 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015 Ferðaþjónustufyrirtækið Bus- travel Iceland, sem áður kenndi sig við Þingvallaleið, býður ferða- mönnum sérsniðnar ferðir í fjár- réttir þetta haustið. Í bæklingi sem fyrirtækið hefur útbúið er sjónum beint að erlendum ferða- mönnum þar sem þeim er boðið að hitta íslenska bændur og kynnast réttastörfunum. Í boði eru fimm dagsetningar, 12., 14., 19., 20. og 21. september en allar eru ferðirnar á Suðurlandi. Ferðin tekur á bilinu 9–10 klst. en auk þess að fara í réttir munu ferða- langarnir fara Gullna hringinn, á Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Verðið er 13.500 kr. á mann en börn undir 15 ára fá ferðina á hálfvirði. Að sögn forsvarsmanna Bustravel eru ferð- irnar ekki síður ætlaðar innlendum ferðamönnum en erlendum gestum. Fjárréttir og ferðaþjónusta: Skipulagðar ferðir í réttir Fréttir Gárungum í Sveitarfélaginu Árborg stendur greinilega ekki á sama hvernig umgengnin er um fjörurnar. Settu þeir upp skilti því til áréttingar. „Þetta skilti var ekki sett upp með samþykki sveitarfélagsins og verður tekið niður. Ég þekki ekki á hvers vegum þetta skilti er né hver til- gangur þess er, hvort þetta á að vera grín eða alvara,“ segir Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg þegar hann var spurður út í nýtt skilti í fjörunni á Stokkseyri þar sem kemur m.a. fram að þar sé „bannað að gera þarfir sínar“. Það var Hulda Gísladóttir á Stokkseyri sem tók myndina af skiltinu í morgungöngu á dögunum með hund- inn sinn í fjörunni, austast í þorpinu. Nokkuð ljóst er að hér hafa einhverjir húmoristar verið á ferðinni í ljósi umræðunnar í sumar hvar ferðamenn geri og geri ekki þarfir sínar. /MHH Fjörurnar í Árborg: „Bannað að gera þarfir sínar“ Bændur í Evrópu mótmæla lækkun á afurðaverði: Átök milli bænda og lögreglu í Brussel Til ryskinga kom milli bænda og óeirðalögreglu í Brussel fyrr í þess- um mánuði þar sem bændur höfðu komið sér fyrir á dráttarvélum til að mótmæla lækkun á afurðaverði fyrir mjólk og kjöt. Um fjögur þúsund bændur frá ýmsum löndum Evrópu komu saman í Brussel fyrr í þessum mánuði til að vekja athygli á og mótmæla sílækkandi afurðaverði á mjólk og kjöti. Mótmælin voru haldin á sama tíma og landbúnaðarráðherra Evrópusambandsins sátu fund til að ræða stefnur í landbúnaðarmálum sambandsins. Í mótmælaskyni lokuðu bænd- urnir meðal annars götu með dráttarvélum og heyböggum sem þeir kveiktu í. Sumir þeirra hentu eggjum og skvettu mjólk yfir lög- regluna sem meinaði þeim aðgang að fundarbyggingu ráðherranna. Til átaka kom og beitti óeirðalögreglan háþrýstivatnsbyssum til að bægja bændunum frá. Evrópa að drukkna í mjólk Afurðaverð á mjólk til bænda í mörg- um löndum Evrópusambandsins hefur lækkað um allt að 25% frá því á síð- asta ári og er víða komið talsvert undir framleiðslukostnað. Auk þess sem verð á kjöti hefur farið lækkandi. Meðal ástæðna fyrir lækkuninni er krafa verslunarinnar um lægra innkaupsverð, bann Rússa við inn- flutningi á matvælum frá löndum Evrópusambandsins og minni útflutn- ingur á mjólk til Kína vegna aukinnar innanlandsframleiðslu þar. Þá hafa fjárfestar og stórfyrirtæki í vaxandi mæli verið að kaupa sig inn í landbún- aðinn. Hafa þau „dumpað“ verði til verslana þannig að venjulegir bændur á viðkomandi landsvæðum geta ekki keppt við þau. Neyðast þeir þá til að gefast upp og selja bú sín. Mjólkurframleiðsla í Evrópu hefur aukist talsvert frá því að kvóti á framleiðsluna innan ESB var lagður af. Aukningin er reyndar svo mikil að því er haldið fram að Evrópa sé að drukkna í mjólk. Langtímasamningar nauðsynlegir Bændur á Bretlandseyjum hafa lengi sakað stórmarkaði um að lækka verð á mjólk til neytenda niður úr öllu valdi í verðstríði sín á milli. Til þess að geta haldið verðinu lágu til lengdar krefja markaðirnir bændurna um lægra verð og stundum svo lágt að það fer undir framleiðsluverð. Verðlækkanir af þessu tagi hafa leitt til gjaldþrota þúsunda mjólkurbænda í löndum Evrópusambandsins undanfarin ár. Meðal hugmynda sem komið hafa fram til lausnar er að bændur og stórmarkaðir geri með sér langtíma- samninga um afurðaverð til bænda og útsöluverð til neytenda. Bresk stjórnvöld hafa einnig uppi áform um að skylda upprunamerkingar á landbúnaðarvörur til þess að þeir neytendur sem það vilja geti valið innlendar vörur og þannig stutt inn- lenda framleiðslu. /VH Lögreglumenn vopnaðir kylfum reyna að hefta för bænda sem mótmæltu landbúnaðarstefnu ESB í Brussel. Bændur mættu í mótmælin vopnaðir mjólk- Mynd / photoblog.nbcnews.com Mynd / lolsnaps.com Kjarnafæði yfirtekur SAH Afurðir á Blönduósi: Gefur glögga mynd af bágri stöðu fyrirtækja á kjötmarkaði Kjarnafæði mun taka við rekstri Sölufélags Austur-Húnvetninga, sem rekur SAH Afurðir á Blönduósi. Kjarnafæði tekur einnig við öllum fasteignum félagsins. Þetta var samþykkt á félagsfundi hjá Sölufélaginu nýverið. Rekstur SAH Afurða hefur verið þungur undanfarin misseri og segir Björn Magnússon, stjórnarformaður hjá SAH Afurðum á Blönduósi, að þessi lending hafi verið sú sem mest sátt hafi verið um. Mest sátt um þessa niðurstöðu Stjórn félagsins hefur nú heimild félagsfundar til að ganga til samninga við Kjarnafæði um að það taki við rekstri þess, en fyrir átti Kjarnafæði tæplega helming í SAH Afurðum. Lítilræði, eða um 3% hlutur, er í eigu einstaklinga á svæðinu og hefur Kjarnafæði yfirtökuskyldu gagnvart þeim. „Staðan hefur verið mjög erfið undanfarin misseri og þessi niður- staða var í raun eini kosturinn í þeirri slæmu stöðu sem uppi var og sá kostur sem mest sátt var um innan félagsins,“ segir Björn. Hann segir að innan skamms verði samkeppn- iseftirliti tilkynnt um breytingar, en forsenda þess að þær taki gildi er að eftirlitið samþykki þær. „Við munum tilkynna samkeppniseftirliti um þessar breytingar þegar endanlega verður búið að ganga frá málum,“ segir Björn. Umframbirgðir og mikil samkeppni „Það er langt í frá að þetta sé gert af því við viljum eiga allt og ráða öllu, langt í frá. Það má segja að þessi kaup séu miðuð við að sækja í það hagræði sem mögulega liggja í nánari samvinnu félaganna tveggja,“ segir Gunnlaugur Eiðsson, fram- kvæmdastjóri Kjarnafæðis. Hann segir að yfirtakan á SAH Afurðum gefi glögga mynd af bágri stöðu fyrirtækja á kjötmarkaði, en rekstur fyrirtækja sem eiga allt sitt undir í sölu á kjöti sé afar erfiður. „Samkeppnin er mikil og það er talsvert meira magn til af lamba- kjöti en markaður er fyrir sem aftur leiðir til þess að verð er lágt. Þetta hefur heldur verið að ágerast, þótt reyndar sé umfram magn milli ára heldur minna nú í ár en í fyrra. Markaðurinn er þó fullmettur og rúmlega það.“ Höfum fulla trú á að dæmið gangi upp Gunnlaugur segir erfitt að sitja uppi með birgðir, einkum af lambakjöti sem hefur í för með sér mikinn kostn- að, einkum í formi hárra vaxta, vextir séu langt umfram það sem fyrirtæki sem nánast eingöngu starfi á inn- anlandsmarkaði geti unnið á, „svo einfalt er það“. Gunnlaugur segir að Kjarna- fæðismenn sjái tækifæri í þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru, og séu þau einkum fólgin í meiri vinnslu á lambakjöti en verið hafi fram til þessa á Blönduósi. „Þetta er spennandi verkefni, en alls ekki sjálfgefið að það gangi upp. Við höfum þó fulla trú á að svo verði,“ segir hann. /MÞÞ Úr sláturhúsi SAH Afurða. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.