Bændablaðið - 10.09.2015, Side 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015
Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Sigurður Jarlsson
Ráðunautur
í jarðrækt
sj@rml.isHversu langt er síðan tekin voru jarðvegssýni hjá þér?
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
vekur athygli á breyttu fyrirkomu-
lagi jarðvegssýnatöku.
Um áraraðir hafa jarðvegssýni
hér á landi verið tekin úr efstu 5 cm
túna. Víða í nágrannalöndum okkar
er því þannig háttað að sýni eru tekin
úr efstu 10 cm túna og um 15 cm
úr akurlendi. Í fyrra byrjaði RML
að taka sýni með þessum hætti. Það
er mat sérfræðinga að niðurstöður
þessara sýna séu mun áreiðanlegri
en sýna sem tekin eru úr minni dýpt.
Til að fylgjast með breytingum
sem kunna að verða á sýrustigi og
magni plöntunærandi efna í efsta
jarðvegslagi túna og akra er æski-
legt að taka úr þeim jarðvegssýni á
5–8 ára fresti.
Í haust mun RML bjóða upp
á jarðvegssýnatöku og túlkun á
niðurstöðunum eins og áður. Unnið
er samkvæmt gjaldskrá en gera má
ráð fyrir að kostnaður við sýnatöku,
efnagreiningu og túlkun á þremur
jarðvegssýnum gæti orðið um 38.500
+ VSK. Ef við gerum ráð fyrir að
jarðvegssýnataka sé viðhöfð á sjö ára
fresti þýðir þessi liður í bússtjórninni
5500 krónur á ári sem er léttvæg upp-
hæð í samanburði við önnur útgjöld
í fóðuröflunarkostnaði meðal bús.
Jarðvegssýni sem ráðunautar
RML taka í haust verða send til
greiningar hjá Efnagreiningu ehf. á
Hvanneyri. Mælt verður sýrustig og
10 stein- og snefilefni, P, K, Ca, Mg,
Na, S, Fe, Cu, Mn og Zn.
Þegar niðurstöður efnagreininga
liggja fyrir munu ráðunautar RML
fara yfir niðurstöður þeirra og senda
bændum túlkun á þeim sem mun nýt-
ast við gerð áburðaráætlana og öðrum
verkefnum er tengjast jarðræktinni.
Varðandi jarðvegssýnatöku er
rétt að nefna að það er óæskilegt
að taka sýni þar sem búfjáráburður
hefur verið borin á síðsumars eða
í haust.
Jarðvegssýnataka mun hefjast
upp úr miðjum september. Æskilegt
er að sem flestar pantanir liggi
fyrir þá. Hægt er að panta rafrænt
á heimasíðu rml.is, eða með því að
hringja í síma 516-5000.
Nú fæst Beta hjá Iðnvélum!
- Iðnvélar hafa tekið við umboði fyrir hin heimsþekktu Beta verkfæri
Fagfólk í handverki þekkir vörurnar frá Beta enda
hafa þær getið sér orð fyrir gæði og endingu
bæði hérlendis sem erlendis. Allt frá árinu 1938
með rómaðri ítalskri hönnun og gæðaframleiðslu.
39 hluta skrúfjárnasett
með bitum 012560100
6.512 kr.
26 hluta topplyklasett 1/2"
009200950
30.829 kr.
72 hluta topplykla- og bitasett
009031983
25.822 kr.
34 hluta topplyklasett
009000987
8.999 kr.
8 hluta skrúfjárnasett
01230018
3.717 kr.
Loftlykill 1/2" 1750Nm.
019270008
40.993 kr.
Verkfæraskápur C24S/7
147 verkfæri - EASY
148.000 kr. m. vsk.
(fullt verð 187.317 kr.)
Verkfæraskápur C24S/7
265 verkfæri - PRO
240.916 kr. m. vsk.
(fullt verð 344.167 kr.)
21 hluta topplyklasett 3/8“
009100936
25.366 kr.
KYN
NING
AR
TILB
OÐ KYNN
INGA
R
TILB
OÐ
Dragspilsdraumar:
Hildur og Vigdís
þenja nikkuna
Út er kominn hljómdisk-
urinn Hildur Petra og Vigdís –
Dragspilsdraumar. Á disknum er
að finna lög þar sem Hildur Petra
Friðriksdóttir og Vigdís Jónsdóttir
spila á harmonikku.
Diskurinn inniheldur fimmtán
lög, bæði danslög og dægurlög útsett
fyrir harmonikkur. Tvö laganna eru
eftir Hildi Petru og Vigdísi. Hildur
Petra og Vigdís hafa spilað saman á
harmonikku í nokkur ár auk þess sem
þær eru hluti af hljómsveitinni Við
og við sem spilar með þeim á þessum
diski auk fleiri hljóðfæraleikara.
Þetta er í fyrsta skiptið sem tvær
konur á Íslandi gefa út geisladisk
með harmonikkutónlist. Diskurinn er
seldur í verslunum víða um land. /VH
Tré á jörðinni fleiri en talið var:
Þrjár trilljónir
trjáa
Að mati vísindamanna við Yale-
háskóla eru um það bil þrjár
trilljónir trjáplantna á jörðinni.
Talan er talsvert hæri en fyrri
áætlanir gerðu ráð fyrir eða um
400 billjón tré.
Nákvæmt gerir talningin
ráð fyrir að tré á jörðinni séu
3.040.000.000.000 að tölu.
Matið er gert út frá loftmyndum
og samanburði á talningu á trjám
í skógum á jörðu niðri. Miðað við
töluna þrjár trilljónir eru um 420 tré
fyrir hvert mannsbarn á jörðinni.
Aðstandendur áætlunarinnar vona
að upplýsingarnar komi til með að
nýtast við margs konar rannsóknir,
meðal annars í tengslum við áætlun-
argerð vegna landnýtingar, líffræði-
legrar fjölbreytni og við rannsóknir
á loftslagsbreytingum. /VH