Bændablaðið - 10.09.2015, Side 34

Bændablaðið - 10.09.2015, Side 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015 Traktorarnir sem tíndir verða til að þessu sinni eru reyting- ur héðan og þaðan en eiga það sameiginlegt að hafa verið framleiddir í Bandaríkjunum á fyrrihluta og miðri síðustu öld. Nöfn dráttarvéla eru oftar en ekki kennd við stofnendur fyr- irtækjanna sem framleiða þá. Hér er að finna skemmtilega undantekningu á því enda hlýtur nafnið Happy Farmer að teljast glaðværasta nafn sem nokkur dráttarvél hefur nokkurn tíma verið nefnd. Happy Farmer Nafnið Happy Farmer hlýtur að teljast glaðværasta nafn sem nokk- ur dráttarvél hefur nokkurn tíma verið nefnd. Fyrirtækið The Happy Farmer co. var stofnað í Minnesota í Bandaríkjunum árið 1915. Vörumerki fyr- irtækisins var óvenju- legt á sínum tíma og var teikning af skæl- brosandi bónda. Fyrstu traktorarnir sem Happy Farmer framleiddi voru litlar tvígengisvélar með opnum gírkassa. Til að byrja með voru dráttarvélarnar á þrem- ur járnhjólum en seinna framleiddi fyrirtækið einnig fjögurra hjóla vélar. Árið 1916 tilkynnti fyrirtækið að 500 og 1500 týpurnar sem þá voru á hönnunarstigi yrðu fram- leiddar í samstarfi við H.E. Wilcox Motors Co. og La Crosse Tractor Co. Þrátt fyrir að nálega 20.000 Happy Farmer-traktorar væru framleiddir endaði samstarfið illa fyrir Glaðværa bóndann og skömmu fyrir 1920 yfirtók La Crosse Tractor Co. fyrirtækið. Á meðan framleiðsla gekk vel var talsverður fjöldi véla fluttur út til Suður-Ameríku, Frakklands og Bretlandseyja. Keck Gonnerman Þrátt fyrir að Keck Gonnerman eða KG, eins og fyrirtækið var yfirleitt kallað, hafi verið þekkt- ast fyrir framleiðslu á vélum og vélahlutum framleiddi fyrirtækið á tímabili dráttarvélar. Bræðurnir John og Louis Keck og samstarfs- maður þeirra, Louis Gonnerman, sameinuðu krafta sína árið 1873 og hófu framleiðslu á gufuvélum, þreskimaskínum og sögunarmyll- um. Árið 1917 hófu þeir svo fram- leiðslu á dráttarvélum. Ólíkt flestum dráttarvélafram- leiðendum á þeim tíma sem fram- leiddu stóra og þunga traktora ein- beitti KG sér af minni, léttari og ódýrari, 15 til 30 hestafla tveggja strokka vélum. Fyrstu traktorarnir sem Keck Gonnerman setti á markað þóttu gamaldags í útliti og í raun úreltir í hönnun. Árið 1928 setti fyrirtækið á markað endurhannaða dráttarvél með nýju útliti. Vélin var 18 til 35 hestöfl og fjögurra strokka. Meðal nýjunga í hönnun traktorsins var að það mátti fá hann með eða án akstursljósa og rafmagnsstartara. Gamla góða sveifin var þrátt fyrir það enn á sínum stað. Minni útgáfan af nýju traktor- unum, týpa 22/45, var fljótlega leyst af stærri vél, 25/50 sem þótti þyngri í stýri enda tvisvar sinnum þyngri í kílóum talið. Þegar hér var komið sögu voru starfsmenn fyrirtækisins orðnir ríflega tvö- hundruð. Keck Gonnerman hætti fram- leiðslu á dráttarvélum árið 1937 en framleiðsla þess á vélahlutum hélt áfram til 1953. Það var síðan yfirtekið af Harrison and Spencer í Kaliforníu. Gibson The Gibson Manufacturing Corporation í Longmont í Colorado, var stofnað árið 1946 af Wilbert Gibson. Faðir Wilbert framleiddi sportbíla áður en seinni heimsstyrjöldin skall á og hannaði traktora í frístundum. Sonurinn sá gróðatækifæri í því að framleiða traktora í kjölfar stríðsins enda eft- irspurnin gríðarleg. Þrátt fyrir að líftími fyrirtækisins væri skammur framleiddi það margar gerðir drátt- arvéla. Heildarfjöldinn er í kring- um 50 þúsund og voru vélarnar fluttar út til 26 landa. Fyrsti traktorinn sem Gibson sendi frá sér, Model A, var eins strokka, sex hestöfl, með loftkældri vél og þriggja gíra. Dráttarvél vó ekki nema 397 kíló og þótti henta vel fyrir minni garðyrkjustöðvar. 1948 setti fyrirtækið Super D2 dráttarvélina á markað sem var stærri útgáfa af Model A. Model D fylgdi fljótlega en sú týpa var fjögurra strokka og 25 hestöfl og síðan Model I sem var 40 hestöfl. Gibson var yfirtekið af iðn- framleiðandanum Helene Curtis árið 1952 og framleiðslu á drátt- arvélunum hætt. /VH Glaðværi bóndinn Utan úr heimi Framámenn í kínverskum og írsk- um mjólkuriðnaði hittust á fundi á Írlandi 1. september í höfuðstöðv- um iðnaðarrisans Alltech í Meath- sýslu. Verkefni fundarins var að búa til ramma að auknu samstarfi Kína og Írlands í mjólkuriðnaði. Undirbúningurinn að þessu hefur staðið í nokkurn tíma. Einn liður í því var heimsókn nema frá Landbúnaðarháskóla Kína (China Agricultural University) nú í sumar. Voru þeir á Írlandi í nokkrar vikur við að kynna sér sérstöðu Íra við að nota útibeit og færanlegar utanhúss mjaltagryfjur við mjólkurframleiðsl- una. Þörf á að auka landbúnaðar- framleiðsluna um 70% Er sérstaklega horft til þess að talið er að íbúar jarðar muni verða orðn- ir 9 milljarðar um 2050. Því þurfi framleiðsla á landbúnaðarvörum að aukast um 70% fram að þeim tíma til að mæta aukinni eftirspurn á fæðu. Kevin Tuck, framkvæmdastjóri Alltech á Írlandi, telur að í þessu felist mikil tækifæri fyrir írskan mjólkuriðnað til að reyna fyrir sér í Kína. „Þótt veldisvöxtur hafi verið í kínverskri mjólkurframleiðslu á undanförnum árum, þá nær hú aldrei þeirri stöðu að geta annað eftirspurn eftir mjólkurvörum í takt við fólks- fjölgun. Þar er Írland í einstakri aðstöðu til að deila þekkingu úr sínum „ósanngjarna“ mjólkuriðnaði með Kínverjum. Þegar ég tala um ósanngjarna framleiðslu á ég við mikla framleiðni og hagnað og viðurkennda sjálfbærni í greininni undir áætlun sem kölluð er „Grænn uppruni (Origin Green)“.“ Undrandi á metnaði Íra Professor Li Shengli, hjá Land- búnaðarháskóla Kína, segir að hann hafi orðið undrandi í heimsókn sinni til Írlands. Með því að sjá þetta með eigin augum tryði hann því loks sem honum hafi verið sagt. „Ég er mjög hrifinn af þeim metn- aði sem Írar sýna í sínum landbún- aði.“ Sagði hann að sitt markmið væri að koma á tæknilegri samvinnu á milli kínverskra framleiðenda og framleiðenda á kjöti og mjólkur- iðnaðarins á Írlandi.“ Mjólkurhneykslið í Kína 2008 þar sem óprúttnir framleiðendur blönduðu melamini í mjólkina til að auka hagnað sinn, olli straumhvörf- um í þarlendri mjólkurframleiðslu. Þrátt fyrir öra þróun og aukna mjólk- urframleiðslu í landinu eru kínversk- ir bændur miklir eftirbátar bænda í Evrópu hvað mjólkurframleiðni varðar. Þá er um 90% af mjólkinni í dag framleidd á stórum mjólkurbúum með yfir 100 kúm og er þar gjarnan beitt sjálfvirkum mjaltaþjónum eða mjaltagryfjum. Brendan Gleeson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Írlands, sagði á fundinum með Kínverjunum, að meira hafi verið flutt út af írsk- um mjólkurvörum til Kína á fyrstu sex mánuðum þessa árs en allt árið 2014. Þá sagði hann að þrír af stærstu framleiðendum heims á mjólkurvör- um fyrir ungbörn væru staðsettir á Írlandi. Sagði hann jafnframt að Írar myndu halda áfram að bæta aðgengið að kínverskum markaði. Slíkt muni auka möguleika til rannsókna og frekari þróunar sem leiði síðan til aukinnar samkeppnishæfni mjólkur- iðnaðarins. Þar kemur Alltech inn í spilið. Fram kom á fundinum að fyrirtækið hafi komið á fót 23 rannsóknarstöðv- um hjá leiðandi háskólum í Kína. Þá starfi á þeirra vegum 90 vísinda- menn í þremur líftækniverum á mis- munandi stöðum í heiminum. Ein þeirra, Bioscience Centre, sé staðsett í Dunboyne í Meath-sýslu á Írlandi. Alltech var stofnað af írskum frumkvöðlum og vísindamanninum dr. Pearse Lyons árið 1980. Alltech hefur m.a. unnið að plönturannsókn- um og framleiðslu efna sem bæta eiga heilsu hjá mönnum og dýrum. Nú starfa um 4.200 manns hjá fyr- irtækinu. Höfuðstöðvarnar eru rétt utan við Lexinton í Kentucky í Bandaríkjunum. /HKr. Kínverskur háskóli, landbúnaðaryfirvöld á Írlandi og Alltech í samstarf: Kínverjar sækja reynslu og þekkingu í mjólkuriðnaði til Írlands Kínverjar hafa mikinn áhuga á að nýta sér úrræði Íra við að nota útibeit og færanlegar utanhúss mjaltagryfjur við mjólkurframleiðsluna. Prófessor Maurice Boland frá Alltech, ræðir þróunian við Li Shengli prófessor við Landbúnaðarháskóla Kína og dr. Mark Lyons aðstoðarforstjóra Alltech. Myndir / Altech Færanleg mjaltagryfja á dráttarvagni. Nemendur frá Landbúnaðarháskólanum í Kína, fulltrúar Keypak Group, DongYing Austasia Modern Dairy Farm, Tianjin Jia Made Livestock ásamt starfsmönnum Alltech.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.