Bændablaðið - 10.09.2015, Page 49

Bændablaðið - 10.09.2015, Page 49
49 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015 Einfalt bylgjuteppi HANNYRÐAHORNIÐ garn@garn.is Þessi uppskrift er í boði Handverkskúnstar. Garnið í teppið færðu hjá okkur í verslun okkar sem er staðsett á Nýbýlavegi 32, Dalbrekkumegin, Kópavogi, á www.garn.is og á útsölustöðum víða um land. Þetta einfalda bylgjuteppi er til- valið verkefni til þess að hafa yfir sjónvarpinu. Þótt uppskriftin sé ein- föld þá er hún langt frá því að vera óspennandi. Möguleikar á útfærslum eru fjölmargir því hver og einn hekl- ari ákveður eigin stærð og litasam- setningu. Garn: Kartopu Basak – einlitt, Kartopu Marine – sjálfmunstrandi. Heklunál: 4 mm Hvað þarf mikið garn í teppi? Stærð: 70 x 100 cm = 6 dokkur, 100 x 150 = 12 dokkur, 140 x 200 = 21 dokkur, 140 x 220 = 23 dokkur Skammstafanir og merkingar: L – lykkja, LL – loftlykkja, ST – stuðull, OST – opinn stuðull. Fitjið upp margfeldið af 14, bætið svo við 2 LL. (Þetta þýðir að þú fitjar upp 14, 28, 42, 56… lykkjur þar til æskilegri lengd er náð, þá er bætt við 2 LL. Þetta er gert til þess að mynstrið stemmi). 1. umf: 1 ST í 3. L frá nálinni, 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L, *[2 ST í sömu lykkju] x 2, 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L*, endurtakið frá * að * þar til aðeins ein lykkja er eftir, í hana eru heklaðir 2 ST. Snúið við. (Með því að hekla aðeins í aftari hluta lykkjunnar næst þessi upphleypta áferð). 2. umf: 2 LL, 1 ST í fyrstu lykkjuna (í þessu mynstri er heklað strax í fyrstu lykkjuna því það er verið að auka út, en venjulega er þessari fyrstu lykkju sleppt), 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L, *[2 ST í sömu lykkju] x 2, 1 ST í næstu 4 L, [2 OST] x 2, 1 ST í næstu 4 L*, endurtakið frá * að * út umferð, til þess að klára umferðina eru heklaðir 2 ST í aðra LL af þeim tveim sem gerðar voru í byrjun síðustu umferðar. Snúið við. Endurtakið 2. umferð þar til teppið hefur náð æski- legri lengd. Góða skemmtun og gangi ykkur vel. Elín Guðrúnardóttir www.garn.is Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 1 7 4 9 7 5 5 2 8 1 2 9 7 2 6 3 5 1 8 6 2 9 Þyngst 8 2 6 9 4 5 5 2 3 6 5 8 9 4 6 1 5 9 1 2 8 3 4 8 1 7 6 2 9 8 4 8 5 1 5 6 6 2 5 7 2 1 9 2 8 3 6 7 5 8 2 9 5 6 7 2 3 1 4 5 3 8 2 8 1 7 6 3 3 9 5 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Gullfiskar og pitsur í uppáhaldi Eiður Örn er 11 ára og býr á Þykkvabæ 3. Hann hefur gaman af íþróttum og stefnir á frama í fótbolta auk þess sem hann spilar á trommur. Fyrsta minning Eiðs er þegar hann missti sleikjóinn í krókódíla. Nafn: Eiður Örn Arnórsson. Aldur: Ég er 11 ára. Stjörnumerki: Naut. Búseta: Þykkvibær 3. Skóli: Kirkjubæjarskóli á Síðu. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Gullfiskur. Uppáhaldsmatur: Pitsa. Uppáhaldshljómsveit: Engin sér- stök. Uppáhaldskvikmynd: Mr. Bean. Fyrsta minning þín? Þegar ég missti sleikjóinn til krókódílanna. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta og ég spila á trommur. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Fótboltastjarna. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Hoppa af húsinu á trampolínið. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að fara í tónmennt. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég fór í bíó, Skemmtigarðinn og margt fleira skemmtilegt. Glæsilegur og rómantískur veitingastaður í sögufrægu húsi í hjarta borgarinnar við Ingólfstorg j Borðapantanir í síma 511 5090 www.einarben.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.