Bændablaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 10.09.2015, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. september 2015 Hundahótel Norðurlands á Jórunnarstöðum í Eyjafjarðarsveit: Oft erfiðara að fá pössun fyrir hundinn en börnin „Það er greinilega mikil þörf fyrir starfsemi af þessu tagi,“ segir Elmar Þór Magnússon, sem rekur Hundahótel Norðurlands að Jórunnarstöðum í Eyjafjarðarsveit. Mikið hefur verið að gera í sumar, aukningin frá því í fyrrasumar, þegar starf- semin hófst, nemur um 150%. „Þetta er þjónusta sem sárlega vantaði hér um slóðir, það sýna þær góðu viðtökur sem við höfum feng- ið,“ segir hann. Gamalt fjós var tekið undir starfsemina og það lagað að henni. Nú eru 15 búr á hótelinu og stendur til að fjölga þeim um 6 í haust til að annað sívaxandi eftirspurn. Elmar er Suðurnesjamaður, fæddur og uppalinn í Garðinum og stundaði sjómennsku frá unglings- aldri, var bæði á stærri og minni bátum til 25 ára aldurs. Hann lærði smíðar og starfaði við þá iðn þar til hann flutti norður í Eyjafjörð fyrir rúmum tveimur árum, í mars árið 2013 þegar hann stóð á fertugu. „Ég hafði aldrei verið í sveit áður, en það er nú skemmst frá því að segja að mér líður mjög vel í sveitinni,“ segir hann. Gengu frá kaupum í snatri Elmar og þáverandi kona hans, Helga Andersen, höfðu um skeið látið sig dreyma um að flytjast í sveit og höfðu augastað á Suðurlandi. „Við vorum að leita að sveitabæ á Suðurlandi þar sem við gætum skap- að okkur atvinnu, langaði að fara í ferðaþjónustu, setja t.d. upp smáhýsi og bjóða upp á gistingu, það var ein hugmyndin,“ segir Elmar. Erfiðlega gekk að finna bæ á viðráðanlegu verði sunnan heiða. Leikar fóru svo að Helga rak augun í auglýs- ingu á netinu um að Jórunnarstaðir í Eyjafjarðarsveit væru til sölu, þau brunuðu strax norður til að skoða og leist vel á. Í framhaldinu lögðu þau fram tilboð í jörðina og því var tekið. Elmar varð fertugur meðan á þessu stóð, um miðjan mars árið 2013, hann skellti upp afmælis- og kveðjuveislu og hélt svo af stað norður í land. „Þetta gerðist allt frekar snögg- lega, tók rétt um það bil viku frá því við sáum auglýsinguna og þar til ég var kominn norður.“ Úr nautum yfir í svín Nautaeldi var stundað á Jórunnarstöðum á þeim tíma, þar voru 60 gripir fyrir þegar Elmar og Helga tóku við búskapnum og fóru þau mest upp í 110 gripi. Þau hafa smám saman síðan trappað sig niður, hættu að kaupa kálfa síðasta haust og eru með um 30 gripi nú. Elmar hefur hug á að taka upp svínarækt „Það er greinilega mikil þörf fyrir starfsemi af þessu tagi,“ segir Elmar Þór Magnússon, sem rekur Hundahótel Norðurlands að Jórunnarstöðum í Eyjafjarðarsveit. Hér er hann með „hótelgestin- um“ Freyju, sú hvíta, og heimilishundinum Gutta. Myndir / MÞÞ Elmar gerði fjósið á staðnum upp og kom þar fyrir búrum fyrir hundagæsluna. Við hundahótelið er Elmar að útbúa útisvæði við hvert hundabúr og miðar vel með það verkefni. Í hlöðunni, sem er áföst, stendur til að bæta við 6 búrum fyrir hundagæsluna, en einnig er hann að breyta húsnæðinu og hyggst hefja þar svínarækt á haustdögum. Gestabókin á Jórunnarstöðum er á vegg í eldhúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.