Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Síða 17
2.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
S
alvör Rafnsdóttir er kempa vikunnar. Salvör æfði
fimleika með meistaraflokki Gerplu í hópfim-
leikum en hætti ekki alls fyrir löngu. Með liðinu
hampaði hún nokkrum Íslands-, bikar- og deild-
armeistaratitlum og vann Norðurlandamót félagsliða í
hópfimleikum árið 2013, auk þess sem hún vann Evr-
ópumeistarmótið í hópfimleikum með landsliðinu árið
2012. Hún er að hefja þriðja ár í læknisfræði við HÍ og
vinnur í sumar við rannsóknir hjá fyrirtækinu BioCule,
auk þess að starfa sem móttökuritari á Landspítalanum
í Fossvogi á kvöldin og um helgar. Salvör deilir því með
lesendum hvernig afreksíþróttamaður tekst á
við lífið án íþróttarinnar.
Leggurðu mikið upp úr heilbrigðu líferni?
Já og nei. Ég hef aldrei borðað mikinn
skyndibita og við erum dugleg að elda mat úr
lítið unnu hráefni. Ég hef alltaf verið dugleg
að hreyfa mig og fundist gaman að gera það.
Hvaða íþróttir hefur þú stundað um ævina?
Ég bjó í Edinborg til fimm ára aldurs og þar
var ég í balletttímum í leikskólanum og hélt því
áfram eftir að við fluttum heim. Ég varð fljótt
þreytt á því þar sem það var ekki nógu mikil
„aksjón“ í því og síðan þá hef ég verið í fim-
leikum. Ég prófaði fótbolta og badminton með
fimleikum en fimleikarnir sigruðu alltaf í bar-
áttunni um hug minn og hjarta.
Hvers konar hreyfingu stundarðu
eftir að þú hættir að æfa fimleika?
Í fyrstu hreyfði ég mig lítið sem ekkert. Það
var svolítið skrýtið að hætta í fimleikum þar sem
það var í raun það eina sem mér fannst ég
kunna. Mér fannst mjög erfitt að finna einhverja
hreyfingu sem mér þótti gaman að. Fannst hall-
ærislegt og leiðinlegt að fara í ræktina, það var
bara ekki fyrir mig, og þar að auki var vetur og
mikið að gera í skólanum. Ég hafði alltaf talað
um að þegar ég hætti í fimleikum þá myndi ég
fara að hlaupa og eitthvað gekk það illa hjá
mér. En heppnin er með mér þar sem ég á
foreldra sem ýta mér oftast af stað í hluti sem
ég set í bremsu. Svo einn mánudagsmorg-
uninn í vetur þá tilkynntu þau mér að ég væri
skráð í hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþon-
inu núna í ágúst. Ég á enn eftir að sjá það ger-
ast en það er það sem ég er að æfa mig undir
núna. Svo hefur mér alltaf fundist gaman að
hjóla svo ég fer líka í hjólatúra annað slagið.
Hversu oft í viku voru æfingar hjá þér
og hversu oft hreyfirðu þig núna?
Skipulagðar æfingar í fimleikunum voru fimm
sinnum í viku í þrjá tíma í senn á veturna. Á
sumrin komu morgunæfingar inn aukalega,
tvisvar í viku. Núna hleyp ég þrisvar í viku eftir
prógammi fyrir hálfmaraþonið og svo reyni ég
að hreyfa mig smá inn á milli hlaupa, til dæmis
að fara út að hjóla eða í göngutúra.
Hvar finnurðu hvatningu
til að lifa heilbrigðu lífi?
Ég hef alltaf haft gaman af því að hreyfa
mig og stunda ýmiss konar íþróttir. Ég hef
ánægju af því að svitna smá og puða. Hluti
heilbrigðs lífernis er að hreyfa sig og
boðra næringarríkan mat. Síðasta árið
hef ég farið úr mjög mikilli hreyfingu yfir
í enga hreyfingu og þaðan yfir í hóflega
hreyfingu. Af þessu lærði ég að of mikil
hreyfing er slæm og engin er jafnvel
verri. Á þessu ferli hef ég áttað mig á
því að til að ég nái að lifa lífinu til
fullnustu þá þarf ég líka að hreyfa
mig. Eftir hreyfingu þá léttir yfir
mér, dagurinn brotnar upp og ég
endurnærist og verð tilbúnari fyrir
næstu verkefni kvöldsins,
hvað sem það er sem ég
þarf að gera. Ég er alin
upp við lítinn sem engan skyndibita, foreldrar mínir eru
mjög duglegir að elda heima og ég tek með mér nesti
oftast. Þar sem ég er alin upp við hollt mataræði þá
finnst mér það líka best og hugsa því lítið um mat-
aræðið.
Hvað finnst þér mikilvægast að hafa í huga
varðandi mataræði?
Allt er gott í hófi, ekki á að útiloka neinn fæðuflokk.
Drekka vatn, gos og áfengi eru spari! Ekki vera gikkur
eða leyfa börnunum þínum að alast upp við barnafæði,
þá býrðu til litla gikki. Börn eru bara litlar manneskjur
og mega fá salat og sushi og allt það sem þú borðar.
Þannig var ég alin upp og ég er foreldrum mínum þakk-
lát fyrir það. Ég er persónulega mjög skeptísk og á
móti fæðubótarefnum, almennt fæði á að duga, hollt
og gott er frá náttúrunnar hendi!
Hvað er uppáhalds holla snakkið þitt?
Þegar ég er á hraðferð er ég ötull stuðnings-
maður Corny-stykkja, þótt ég efi að þau séu holl.
Svo klikkar skyrdollan seint. Ef ég hef meiri
tíma finnst mér finnst allt mini-grænmeti vera
æðislegt, t.d. baby-gulrætur, kirsuberjatóm-
atar og litlar appelsínugular paprikur.
Hvaða freistingar leyfirðu þér helst?
Ís og nammi og þá sérstaklega súkku-
laði. Ég hef þannig séð litla reglu á hve-
nær ég leyfi mér eitthvað og hvenær
ekki, er ekki allt gott í hófi?
Hverjar eru helstu fyrirmyndir þínar
og hvers vegna?
Fyrst og fremst reyni ég að taka mér
til fyrirmyndar það besta í fari fólks sem
ég umgengst. Þrátt fyrir það þá eru
mínar helstu fyrirmyndir foreldrar
mínir, Rafn Benediktsson og Hildur
Kristjánsdóttir. Mér finnst þau vera
stórkostleg og ég vil líkjast þeim
sem mest. Þau eru bæði virkilega
klárar, jákvæðar og hjartahlýjar
manneskjur sem gera allt sem
þau taka sér fyrir hendur
meistaralega vel. Þetta eru þeir
eiginleikar sem ég vil búa yfir.
Aðrar fyrirmyndir mínar eru
meðal annars systkini mín,
móðursystir mín og bestu vin-
konur mínar. Þessir ein-
staklingar eru fyrirmyndir mín-
ar á mismunandi sviðum og
stöðum lífsins vegna mismunandi
eiginleika þeirra.
Hvaða ráð hefurðu handa
afreksíþróttamönnum sem
eru að breyta um takt eða
að hætta að æfa og keppa?
Þetta er erfitt í byrjun, hægt
og rólega gerirðu þér grein fyrir
því hvað lífið hefur upp á mikið
að bjóða. Þetta er ekki bara ein-
hver þvæla sem fólk segir. Þú
býrð að mjög góðri reynslu sem
þú getur nýtt þér, ekki vera
hrædd/ur við að gera það! Ekki
gera sömu mistök og ég og
draga það að hreyfa þig, það
er ástæða fyrir því af hverju
þér fannst svona gaman í
íþróttinni þinni, meðal annars
er ástæðan líklega sú að þér
finnst gott að hreyfa þig,
ekki gleyma því og haltu
áfram að hreyfa þig. Það
hjálpar þér á öðrum stöðum í
lífinu. Nýttu tækifærið, próf-
aðu einhverja nýja
hreyfingu. Það er
gaman!
KEMPA VIKUNNAR SALVÖR RAFNSDÓTTIR
Foreldrar
til fyrirmyndar
Ný rannsókn frá Cornell-háskóla leiddi í ljós að þeir sem hafa gam-
an af því að prófa nýjan og óvenjulegan mat eru líklegri til að borða
hollari mat en þeir sem vilja alltaf borða það sama. Einnig hafa þeir
hugann meira við almenna holla lifnaðarhætti og hreyfa sig meira.
Mataráhugafólk heilsusamlegra* Lífslíkur myndu stórauk-ast ef grænmeti ilmaðijafnvel og beikon.
Doug Larson
Það kemur líklega fæstum á óvart
að streita og álag getur haft þau
áhrif að löngun í óhollan, fituríkan
mat eykst – nægir þar að nefna
kvikmyndaklisjuna vinsælu um sam-
bandsslit og rjómaís. Ný rannsókn
frá Háskólanum í Flórída bendir
hins vegar til þess að tengslin séu
flóknari en svo.
Skv. niðurstöðum rannsókn-
arinnar hefur fitumagnið á lík-
amanum áhrif á það hvernig brugð-
ist er við streitu. Ekki eru þau áhrif
góð, því þeim mun meira sem fitu-
magnið er, því meiri streitu upplifir
einstaklingurinn. Sú streita leiðir
síðan til meira og óhollara áts, eins
og fram var tekið í byrjun grein-
arinnar.
Fitan í líkamanum hefur áhrif á
upplifun af streitu með því að
senda frá sér efni sem hafa áhrif á
heilann. Fituvefurinn virkar því í
raun sem innkirtill og vilja sumir
sérfræðingar að hann verði flokk-
aður sem slíkur. Þegar ein-
staklingur hefur brugðist við streit-
unni með áti, er ekki ólíklegt að
magn fituvefjar aukist – sem aftur
hefur þau áhrif að boð hans til heil-
ans magnast. Hér er því um að
ræða hvimleiða hringrás sem erfitt
getur verið að losna út úr. Sem fyrr
er vitneskjan þó besta vopnið og
gott að vera meðvitaður um áhrif
streitu á matarvenjur. Einnig má
hafa það í huga að góður göngutúr
getur verið mjög streitulosandi.
Áhrif fituvefjar á streitu
Fituvefur seytir frá sér efnum sem
virka á heilann og hafa áhrif á streitu.
Morgunblaðið/ÞÖK
Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is
Full búð af
flottum flísum
Hjá Parka færðu flottar flísar
í hæsta gæðaflokki frá þekktum
ítölskum framleiðendum.
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Salvör Rafnsdóttir
íþróttakona
og læknanemi.
Morgunblaðið/Þórður