Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Síða 26
Götugrill
í Garðabæ
Í LITLUM BOTNLANGA Í MÝRUNUM Í GARÐABÆ
BÚA FJÓRAR FJÖLSKYLDUR. BLÁSIÐ VAR TIL GÖTUVEISLU
Í VIKUNNI ÞAR SEM SNÆDDIR VORU GÓMSÆTIR RÉTTIR
OG GRANNATENGSLIN STYRKT.
Texti og myndir: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Þ
að viðraði vel til veisluhalda
þegar nágrannarnir í botn-
langa í Löngumýrinni ákváðu
að hittast og kynnast betur
yfir góðum mat og drykk. Fjölskyld-
urnar fjórar skiptu með sér verkum
og komu tvær með aðalrétt, ein sá
um forrétti og önnur kom með eftir-
rétti og salat. Sigríður Anna E.
Nikulásdóttir og Jón Hörður Jóns-
son lögðu til pall og grill og tóku
vel á móti gestunum en þau höfðu
dekkað borð og skreytt með fal-
legum blómum. Granninn á móti,
Einar Gíslason, stóð vaktina á grill-
inu með Jóni en á grillinu voru
fylltar beikonvafðar svínalundir sem
kona Einars, Hanna Ólafsdóttir,
hafði útbúið. Á grillinu voru líka
ostafylltir kjúklingaleggir, einnig
vafðir með beikoni. Í forrétt var
bleikjuþrenna í boði Önnu og Jóns
en bleikjan hafði Jón veitt nýlega.
Sif Beckers-Gunnsteinsdóttir og mað-
ur hennar Thomas Beckers komu
færandi hendi með fallega ostaköku
skreytta með kíví, ávexti með kók-
osbollum sem síðar voru grillaðir og
gott salat.
Veislan færðist inn
vegna bleytu
Nú var allt til reiðu og var sest að
snæðingi. Sólin skein og hafist var
handa við að heitreykja bleikjuna og
skála fyrir góðum grönnum. Yngsti
nágranninn, Ýmir Helgi, átti eins
árs afmælisdag og lék á als oddi.
Þegar allir höfðu borðað yfir sig af
grillmat og góðgæti dró fyrir sólu.
Fallegur regnbogi sveif yfir Garða-
bænum og stórir dropar féllu.
Veislugestum var boðið í skjól inn í
stofu hjá Sigríði Önnu og Jóni þar
sem eftirréttirnir voru bornir fram.
Grannar kvöddust glaðir með þeim
orðum að þetta skyldi endurtekið
sem fyrst. Stungið var upp á jóla-
hittingi og götuveislan skyldi hér
eftir vera árlegur viðburður.
Morgunblaðið/Ásdís
Ýmir Helgi Skúlason
var kátur í örmum
móður sinnar Auðar
Önnu Jónsdóttur en
hann fagnaði eins árs
afmæli þennan dag.
GÓÐIR GRANNAR HALDA VEISLU
Stemningin var góð á pallinum og nutu
gestirnar matarins í dásamlegu veðri.
Hjónin Jón og
Sigríður Anna
standa einbeitt
við grillið.
Matur
og drykkir
Próteinríkur matur í kroppinn
*Líkaminn þarfnast próteins til að dafna og erþað stundum kallað byggingarefni líkamans.Prótein eru orkugjafar og eru fjórar hitaein-ingar í hverju grammi. Þau byggja upp vöðva,endurnýja frumur og styrkja ónæmiskerfið.Best er að fá prótein úr fiski, kjöti, mjólk-urmat, eggjum og baunum. Til þess að grenna
sig er gott að borða hlutfallslega meira af
próteinum en öðrum orkugjöfum.