Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2015 Matur og drykkir Litlir smjördeigshattar (fást í Hagkaup) bleikjuflök majones reyktur kavíar limesafi steinselja eða graslaukur Smörsteikið bleikju með salti og pipar og kælið. Hrærið saman með smá majonesi, reyktum kavíar og limesafa. Setjið í sprautupoka og sprautið í hattana og skreytið með steinselju eða graslauk. Hlutföll eftir smekk. Bleikjuhattar Bleikjuflök olífuolía sjávarsalt pipar Takið flökin úr kæli, hellið smá ólífuolíu yfir þau og látið standa við stofuhita í smá tíma. Stráið sjávarsalti og pipar yfir og setjið í lokaðan reykofn með viðarspæni í botn- inum. Kyndið undir í um 15 mín. og leyfið að kólna. Berið fram á grindinni ásamt brauðlefsum (svenskt tunnbröd) sem búið er að rista á pönnu í ólífuolíu. Gott er að hafa góða jógúrtsósu með, t.d. með hvít- lauk og ferskum kryddjurtum eftir smekk. Reyksoðin bleikja bleikjuflök mangó limesafi olífuolía chilli sjávarsalt steinselja (eða kóríander) Roðflettið bleikjuflökin og snyrtið. Skerið í smátt og setjið í kæli. Fínskerið mangó og chilli og setjið í skál ásamt limesafa, ólífuolíu og sjávarsalti. Blandið öllu saman 10-15 mín- útum áður en borið er fram. Berið fram í litlum glösum með teskeiðum. Hlutföll eftir smekk og fjölda gesta. Carpaccio bleikja Guðdómlegir leggir 24 kjúklingaleggir 300 g rjómaostur eða ricotto ef hann fæst lúka af steinselju lúka af kóríander 3 hvítlauksrif, pressuð 4 msk dijon-sinnep 2 msk olífuolía salt pipar 2 bréf af beikoni, samtals 24 sneiðar. Blandið saman ostinum, hvítlauk, steinselju, kóríander, smá salti og smá pipar í skál og hrærið. Smakkið til og bæt- ið við að vild af kryddum og hvítlauk. Blandið í litla skál saman sinnepi, olíu, salti og pipar. Tak- ið teskeið og notið hana til að losa frá húðina af leggjum, setjið svo um eina teskeið af ostablöndunni inn í húðina og sléttið varlega með fingri. Vefjið einni sneið af beikoni á endann á leggnum til að loka þannig að ostur leki ekki út. Smyrjið sinnepsblöndu yfir legginn. Grillið í um 30 mínútur eða þar til tilbúið og beikonið orðið aðeins stökkt. Sif Beckers-Gunnsteinsdóttir, Thomas Beckers, Hanna Ólafsdóttir og Helgi Einarsson spjalla á pallinum. Morgunblaðið/Ásdís * Fallegur regnbogi sveif yfir Garðabænum og stórirdropar féllu. Veislugestum var boðið í skjól inn í stofuhjá Önnu og Jóni þar sem eftirréttirnir voru bornir fram. 1 væn sæt kartafla 2 tómatar 3-4 vænar lúkur spínat 1 lítið búnt steinselja (eða kóríander) 1 skalottulaukur 50 g fetaostur hreinn balsamedik ólífuolía maldon-salt Flysjið kartöfluna, skerið í teninga og setjið í ofn- fast fat. Hellið skvettu af ólífuolíu og maldon-salti yfir og bakið í 200°C í 20-25 mínútur eða þar til mjúkt. Takið út og geymið. Grófsaxið spínatið, skerið tómatana niður og fínsaxið laukinn og steinseljuna. Setjið í skál. Skerið fetaostinn í litla bita og setjið út í skálina. Bætið við skvettu af bal- samiki og góðri ólífuolíu ásamt salti. Blandið sam- an og setjið svo kartöfluteninga saman við og blandið. Berið fram. Sætkartöflusalat

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.