Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Qupperneq 29
2.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Þaðer allt í lagi. Pappelina vill láta gangayfir
sig á skítugumskónum.Húnernefnilegaúrplasti.
Pappelina virkar því best þar semmikiðálag er
á gólfinu. Tilvalinn félagi í forstofunaeðaeldhúsið.
Svo vill hún líka fara í þvottavél.
Plastmotturnar fráPappelinuhafa farið sigurför
umheiminnogerunú loksins fáanlegar á Íslandi.
Kíktu áúrvalið í verslunKokkueðaákokka.is.
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Á skítugum
skónum?
SKELIN
250 g heilhveitikex
1 tsk kanill
100 g brætt smjör
FYLLINGIN
500 g rjómaostur
2 dl sykur
3 egg
2 tsk vanillusykur
OFAN Á
3-4 dl sýrður rjómi
ávextir, t.d. jarðarber eða kíví,
skorið í sneiðar.
Myljið kexið vel og hrærið kanil og bræddu smjöri
saman við. Þrýstið þessu í botn og upp með barminum á
lausbotnaformi sem er u.þ.b. 24 cm í þvermál. Bakið við
175°C í 5 mínútur. Hrærið ostinn til að mýkja hann og
hrærið svo saman við hann eggjum, sykri og vanillusykri.
Hellið fyllingunni yfir botninn og bakið í 45 mínútur. Lát-
ið kökuna kólna í 10-15 mínútur. Hrærið sýrða rjómann
svo hann verði meðfærilegri og smyrjið á kökuna og bak-
ið í 5 mínútur í viðbót. Losið kökuna varlega frá brúnum
formsins. Látið kökuna standa í ísskáp í nokkra tíma áð-
ur en hún er borin fram skreytt með skornum ávöxtum.
(úr Hratt og bítandi)
Ostakaka
með ávöxtum
Einar Gíslason stóð sig vel að skera svínalundina ofan í gestina. Jón Hörður Jónsson réttir fólki kjötið.
500 g vatnsmelóna
75 g fetaostur í bitum
50 g klettasalat
¼ rauðlaukur
2 msk granateplakjarnar
hýði af 1 límónu
nýmalaður svartur pipar
Skerið lauk í þunnar sneiðar og látið liggja í saf-
anum af hálfri límónu í 10-15 mínútur. Skerið vatns-
melónu í litla kubba. Blandið saman klettasalati,
fetaosti, vatnsmelónu, rauðlauknum, granatepla-
kjörnum og stráið yfir rifnu límónuhýði. Piprið og
berið fram. (úr Grænmetisréttum Hagkaups)
Vatnsmelónusalat
1,5-2 kg grísalundir
100 g furuhnetur eða aðrar
góðar hnetur
2 rauðlaukar
3 hvítlauksrif
½ krukka ólífur
3-400 g döðlur
1-1½ kubbur fetaostur, hreinn
2 pakkar beikon
olía
salt
pipar
Ristið furuhnetur á pönnu, steikið
lauk og hvítlauk aðeins. Saxið ólíf-
ur og döðlur smátt. Setjið í skál
ásamt fetaostinum, merjið hann
saman við og saltið og piprið.
Opnið lundina langsum, setjið fyll-
ingu í raufina og vefjið beikoni utan
um. Grillið á ekki of miklum hita
þar til tilbúið.
Fylltar svínalundir