Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Qupperneq 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Qupperneq 31
*Aðeins sannur vinur myndi verafullkomlega hreinskilinn Hildur Yeoman fatahönnuður og Daníel Björnsson myndlistarmaður eiga saman soninn Högna Daníelsson Yeoman. Fjöl- skyldan nýtur þess að vera saman og hafa þau verið dugleg að flakka um heiminn. Þau eignuðust hinsvegar nýlega tjald og stefna að því að kynnast íslenskri náttúru betur það sem eftir lifir sumars. Þátturinn sem allir geta horft á? Við eigum ekki sjónvarp en okkur finnst gaman að fara í bíó eða horfa á mynd saman í tölvunni. Við höfum m.a. verið að horfa á gömlu Bat- man-myndirnar, Goonies, Cry baby og Múmín-álfana. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Við erum öll mikil matargöt, enda er Daníel frábær kokkur. Fiskur er í miklu uppáhaldi. Skemmtilegast að gera saman? Við elskum að fara í æv- intýraferðir saman og skoða nýja staði, fara í sund eða grilla með vinum okkar. Við höfum verið dugleg að ferðast til út- landa. Svo vorum að eignast tjald og ætlum að ferðast meira um Ísland í sumar. Borðið þið morgunmat saman? Strákarnir borða alltaf morgunmat saman en þegar Daníel býr til eitthvað spari þá er mamman æst að taka þátt í morg- unmatnum. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Við lesum, teikn- um, dönsum og hlustum á músík. Hvað hafið þið gert skemmtilegt í sumar? Við fórum til Suður-Frakklands og Ítalíu, heimsóttum vini, syntum í sjónum og skoðuðum söfn. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Ævintýraferðir eru í miklu uppáhaldi 2.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 ...að Ástralía er eina heimsálfan þar sem ekki er að finna eitt einasta eldfjall? Vissir þú... Shrek Náttúrubarnaskólinn er ísenn fróðleikur, skemmt-un og útivera fyrir alla fjölskylduna,“ segir Dagrún Ósk Jónsdóttir sem er titluð „yfirnátt- úrubarn“ skólans. Hún segir fyrsta sumar skólans hafa heppnast vel fram til þessa og markmiðið að halda starfinu áfram um ókomna tíð. „Við förum út í náttúruna í gönguferðir, vinnum úr nátt- úrunni og með náttúruna, lærum um jurtir og fugla, blöndum jurta- seyði, grillum í útieldhúsi og margt fleira,“ segir hún. Seyði til góðrar heilsu Aðspurð fyrir hvern skólinn sé hugsaður segir Dagrún: „Nátt- úrubarnaskólinn er fyrir alla, jafnt ferðafólk og heimamenn, börn og fullorðna. Við erum búin að fá fólk á öllum aldri.“ Börnin segir hún flest hafa verið á aldrinum sex til tólf ára. „Jurtaseyðið er úr jurtum sem við tínum sjálf og drekkum til góðrar heilsu, en útieldhúsið virk- ar þannig að við grillum pulsur á trjágreinum með brauði sem mað- ur bakar sjálfur. Síðan er mikið fuglalíf hérna í kring og oft mjög skemmtilegt að fara og skoða ung- ana. Síðan búum við til fuglahræð- ur og gerum ýmislegt skemmti- legt. Við erum líka búin að búa okkur til ákveðinn viðkomustað í gönguferðunum þar sem við stopp- um og segjum þjóðsögur,“ segir Dagrún aðspurð nánar út í hvað sé gert í Náttúrubarnaskólanum. Náttúrubarnaskólinn er með námskeið alla fimmtudaga, sem hefst kl. 13 og lýkur kl. 17, en þar að auki verður síðasta helgar- námskeið skólans í sumar haldið dagana 22.-23. ágúst næstkomandi. Sterk upplifun með fuglunum „Við höfum verið að vinna með ákveðin þemu á fimmtudags- námskeiðunum,“ segir Dagrún, „en á helgarnámskeiðinu fær maður „allan pakkann,“ ef svo má segja. Þemun hafa meðal annars verið fuglalíf, jurtir og galdrar.“ Dagrún segist ekki finna fyrir fjarlægð milli barna úr borginni og náttúrunnar, heldur meiri áhuga á náttúrunni ef eitthvað er. „Það kemur mér ótrúlega mikið á óvart hvað krakkar vita mikið um náttúruna, það virðist vera að þau hafi mörg farið með ömmum sín- um og öfum út í móa að tína blóð- berg eða eitthvað í ætt við það. Það sést kannski helst á þeim krökkum sem hafa komið hvað minnst út fyrir borgina að þau eru ótrúlega spennt yfir náttúrunni. Þeim finnst oft mjög sterk upp- lifun að komast svona nálægt fugl- unum, svo ég taki dæmi.“ FUGLALÍF OG JURTASEYÐI Náttúrubörn í allt sumar Fyrsta sumar skólans hefur gengið vel að sögn „yfirnáttúrubarns“, en stefnt er að því að hann starfi um ókomna tíð. Ljósmynd/Náttúrubarnaskólinn NÁTTÚRUBARNASKÓLINN ER NÝR ÍSLENSKUR SUMARSKÓLI Í HÓLMAVÍK ÞAR SEM BÖRN OG FULLORÐNIR LÆRA SAMAN UM UNDUR NÁTTÚRUNNAR. Matthías Tryggvi Haraldsson mth@mbl.is Dagrún Ósk Jónsdóttir Náttúran er skoðuð með tilliti til smáatriða í Náttúrubarnaskólanum. Hér er búið að skrifa flöskuskeyti. ER EKKI ALVEG ÖRUGGLEGA NÓG PLÁSS Í KÆLIBOXINU? Alvöru grillsósur sem gera gott betra.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.