Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Page 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Page 34
Tíska *Tískukvendið Victoria, sem betur er þekkt undir heitinu „Inthe frow“, svipti í vikunni hulunni af nýrri og uppfærðriheimasíðu sinni, www.inthefrow.com. Síðunnar hafði veriðbeðið með nokkurri eftirvæntingu en breska stúlkan meðfjólubláa hárið hefur verið á hraðri siglingu í tískuheimuminternetsins síðustu mánuði. Auk þess að reka heimasíðusína setur Victoria inn myndbönd á YouTube, myndir á Insta- gram og tístir á Twitter, alls staðar sem „In the frow“. Það er vel þess virði að athuga stíl þessarar duglegu konu nánar. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Sú kaótík fellur seint undir skilgreindan stíl – ég klæði mig eftir skapi, tilfinningum, veðri eða tilefni. Gjarnan tek ég það sem er efst í hrúgunni eða minnst krumpað. Hvaða þekkta andlit finnst þér hafa flottan stíl? Elísabet Englandsdrottning er alltaf óaðfinnanleg til fara. Hreint til fyrirmyndar. Nema þegar hún er með fjólubláa augnskuggann, það get ég ekki skrifað undir. Herramenn á borð við A$AP Rocky og Mads Mikkels- en eru svo engu síðri en drottningin þegar kemur að klæðaburði. Hvað hefur þú í huga þegar þú skoðar eða kaupir ný föt? Ég er ömurlega hvatvís í innkaupum, þá sjaldan að ég sé flík sem mér finnst falleg á ég til að kaupa hana án tafar. Í seinni tíð heillast ég meira af vönduðum, endingargóðum efnum og fallegum sniðum. Hvert er uppáhaldstrendið þitt þessa dagana? Converse-skór við allt. Raunar alls ekki trend, en ég sé ekkert því til fyrirstöðu að klæðast lágum strigaskóm við síðkjóla, leðurbuxur og pils. Áttu uppáhaldsflík? Já, það er án nokkurs vafa jógasamfestingur sem var keyptur í bestu búð á Íslandi – Álnavörubúðinni í Hveragerði. Þessi hólkvíði alladín- samfestingur finnst mér bæði gullfallegur og hann er líka þægilegri en mjúkur móðurfaðmur. Hef eiginlega ekki farið úr honum síðan ég fékk hann. Hvað stenstu ekki að kaupa þótt þú eigir nóg af því? Boli með alls kyns popptilvísunum. Á áreiðanlega 100 boli með myndum af Tomma og Jenna, Star Wars, Megasi, kettinum með höttinn, Sesame street, Clockwork orange og alls konar svona bulli. Já og New York dolls- bol sem ég hef aldrei farið í. Alveg hreint til skammar. Hvað er á óskalistanum? Núna langar mig ofsalega mikið í gullfallega peysu sem mamma mín hefur verið að prjóna handa mér síðustu ca. 8 mánuði. Hún er úr gráum silkilopa og ég er handviss um að hún verður meistaraverk eins og allt sem mamma prjónar. Manstu eftir einhverjum tískugildrum sem þú hefur fallið í? Já, óteljandi mörgum. Það var nákvæmlega ekkert gott við að bera utan á sér flennistór tíunda áratugar vörumerki á borð við FILA og CARHARTT. Á sama tíma var ég mikið að vinna með 100% pólýester og nylon í fatnaði, sem betur fer fuðraði það allt upp á mettíma þegar eldur kom upp í húsinu okkar. Í vissum skilningi mikill hreinsunareldur. Hvaða flík sérðu mest eftir að hafa keypt? Sé eftir því að hafa keypt pelsa, loðfeldi og loðhúfur. Sá seinna ljósið hvað varðar hrotta- skapinn í feldiðnaði, seldi allt loðið og dettur ekki í hug að kaupa slíkt framar. Enda eng- in ástæða til þegar svo ná- kvæmar og flottar eftirlík- ingar eru til sem engin dýr þurfa að þjást fyrir. KLÆÐIR SIG Í ÞAÐ SEM MINNST ER KRUMPAÐ Útvarpskonan Guðrún Sóley Gestsdóttir segist hafa kaótík – ekki stíl. Morgunblaðið/Eggert Hætt að kaupa loðfeldi ÚTVARPSKONAN GUÐRÚN SÓLEY GESTSDÓTTIR ER UMSJÓNARMAÐUR MORGUNÚTGÁFUNNAR Á RÁS 1 OG 2. UPPÁHALDSFLÍKIN HENNAR ER JÓGASAMFESTINGUR ÚR ÁLNAVÖRUBÚÐINNI Í HVERAGERÐI OG HÚN SÉR EKKERT AÐ ÞVÍ AÐ NOTA CONVERSE VIÐ ALLT. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is Elísabet Eng- landsdrottning hefur sannarlega fágaðan stíl. Guðrún seldi loðfeldina sína og hyggst ekki kaupa slíkt aftur. FILA var eitt af vinsælum fata- merkjum tíunda áratugarins - þykir víst mátulega smart í dag. Útvarpskonan er veik fyrir bolum með popptilvísunum. Ný heimasíða In the frow opnuð í vikunni

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.