Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Page 39
raunverulega virk þótti óhjákvæmilegt að allir gætu
kynnt sér álagningu, sem aðrir fengu en þeir, stæði
vilji eða „réttlætiskennd“ til þess. Þessi kæruheimild
var felld úr lögum árið 1962. Þá var tekið fram, að
eftir sem áður gætu menn komið upplýsingum um
þriðja aðila áleiðis til skattsins.
Það virðast einmitt vera þau sjónarmið sem yfir-
völd telja sig verja hvað sem sjónarmiðum um per-
sónuvernd líður.
Ekki hefur verið upplýst hversu oft trúverðugar
ábendingar hafa borist til skattsins eftir skoðun ein-
hvers á álagninu náunga síns, né hvað skatturinn
hefur haft upp úr krafsinu með aðstoð slíkra sjálf-
boðaliða.
Margt til fyrirmyndar
Nú er raunar svo komið að skatturinn telur fram fyr-
ir þorra framteljenda, þ.e. annarra en fyrirtækja og
lögaðila. Það er afskaplega þægileg og virðingarverð
þjónusta hjá skattyfirvöldum og dæmi um framsýni
og frumkvæði. Þessi nýbreytni dregur úr villuhættu
og kemur í veg fyrir tvíverknað og sparar framtelj-
endum fé og fyrirhöfn.
Langflestir almennir framteljendur töldu fram
með þeim hætti að þeir færðu tölur af miðum frá
vinnuveitendum, (um laun, frádrátt vegna lífeyris,
dagpeninga, bílastyrk) frá sveitarfélaginu um fast-
eignir og lóðamat, upplýsingar um farartæki, árs-
yfirlit (eða innfærslu í bók) frá banka eða sparisjóði
yfir á eyðublöð skattsins. Margir kviðu fyrir þessu
verki. Óttuðust sennilega helst að ráða ekki nægi-
lega vel við það. Kynnu að færa upplýsinar í rangan
dálk eða reit, fara rangt með tölur, leggja þær vit-
laust saman og þar fram eftir götunum.
Það myndaðist stundum biðröð við lúgu Skattsins
þegar framtalinu var skilað á síðustu metrunum.
Nú sér Skatturinn einfaldlega um þetta og spyr
framteljandann, sem auðvitað ber endanlega ábyrgð,
hvort hann hafi nokkru við færsluna að bæta.
Fjölmargir gætu öfundað þessa þjóð af svo nútíma-
legu og skilvirku skattkerfi.
Kapphlaup um kynningu
Nú eru nokkrir fjölmiðlar sem leggja dag við nótt að
birta útdrátt úr álagningarskránni og hafa af því fjár-
hagslegan ávinning. Ekkert er ljótt við það, né ólög-
legt. Val á einstaklingum sem birtar eru upplýsingar
um er þó geðþótta val, þótt það lúti ákveðnum lög-
málum og ekki efni til að álíta að neitt illt búi að baki.
En ýmsir hafa efasemdir um að með þessu sé gert
gagn, jafnvel þvert á móti.
Þeir sem lenda í þessu vali fjölmiðlanna, sem við
þetta fást, eru gjarnan flokkaðir niður eftir atvinnu-
greinum. Áberandi er að lendi menn einhvern tíma
inn á „listanum“ er ólíklegt að þeir sleppi þaðan
nokkru sinni lifandi út.
Iðulega er hlutfall „fræga fólksins“ tiltölulega hátt.
En það eru fleiri ástæður en val og flokkun sem
benda til að ólíklegt sé að uppljóstrarar „með ríka
réttlætiskennd“ geti lagt skattinum lið eftir lestur
þessara lista.
Stærstur hluti „listamannanna“ eru launamenn.
Fjölmennastir eru opinberir starfsmenn, starfsmenn
ríkis, sveitarfélaga, starfsmenn hreinna ríkisfyrir-
tækja eins sjúkrastofnana og seðlabanka og allt þar á
milli og opinberra fyrirtækja sem komin eru með ohf.
aftan við nafnið sitt.
Þess utan eru svo launamenn sérvalinna fyrir-
tækja. Upplýsingar um þesssa hópa skera ekki í
augu, enda óbreyttar ár eftir ár, á meðan viðkomandi
gegnir sama starfinu. Sæta aðeins launabreytingum
skv. almennum kjarasamningum eða kjaraúr-
skurðum.
Hinir
En þarna er einnig nokkur hópur manna, stundum
pínulítið frægra, sem fúsum hjálparhellum skattsins
gæti þótt hafa grunsamlega lágar tekjur. Þarna eru
þeir sem taka laun sem verktakar eða skipta
greiðslum til sín á form, svo sem arð, bein laun, bíla-
styrk og eftir atvikum hlunnindi. Framtaldar launa-
tekjur eru oft aðeins hluti, stundum aðeins brot, af
raunverulegum ráðstöfunartekjum viðkomandi. Allt
er það löglegt og ekki ástæða til að gera það tor-
tryggilegt.
En annað er verra. Lesendur tekjublaðanna bera
hiklaust laun strípuðu launþeganna við framtalin
laun síðartalda hópsins.
Með birtingu sem leiðir til slíks samanburðar er
verið að rugla fólk í ríminu en ekki upplýsa það.
Hafi einhver í þessu 1.000-3.000 manna úrtaki
tekjublaðanna reynt að sleppa betur frá álagningu en
lög leyfa eru mestar líkur á því, að skatturinn sjálfur
reki augun í það, en ekki einhver annar. Þannig að
meint réttlætisrök birtingar álagningar eru því létt-
væg.
Hengdir á snúru
Nú orðið eru það fáeinir fjölmiðlar sem í raun ákveða
hverjir sæti hinni opinberu birtingu. Fáir aðrir nýta
sér opinbera framlagningu á álagningarskrá.
Allir fjölmiðlar verða að viðurkenna að stór hluti
efnis þeirra er ekki endilega eitthvað sem almenn-
ingur getur alls ekki verið án. Fróðleiksfýsn og heil-
brigð forvitni um lífið og tilveruna gerir fólk að góð-
um lesendum blaða til dæmis.
Það er ekki verið að setja út á tekjublöðin. Vafa-
laust er að þau uppfylla eftirspurn sem er til staðar.
En það eru ekki rökin sem notuð eru þegar ákveð-
ið er að ganga á svig við sjónarmið um persónuvernd
og friðhelgi.
Það má samþykkja að þeir, sem til að mynda hafa
sóst eftir því að fá að gegna mikilvægu embætti í
þágu almennings, hljóti að sætta sig við að búa við
eitthvað þrengri persónuvernd en almennt gerist. Það
er þegar viðurkennt t.d. með því að afmarkaðar upp-
lýsingar um fjármál þingmanna liggja opinberlega
fyrir. Þar ætti þó að vekja mesta athygli hve stór hluti
þeirra býr við tiltölulega bága fjárhagslega afkomu.
Fróðlegt væri að fá upplýst hvort einhver þekki
dæmi þess að birting upplýsinga um fjárhagsleg
málefni þingmanna hafi komið að gagni. Það er ekki
útilokað.
Fyrir sjö árum eða svo fluttu allmargir þingmenn,
undir forystu Sigurðar Kára Kristjánssonar, frum-
varp til laga um að fella niður heimildir um opinbera
birtingu skattaákvarðana. Það náði ekki fram að
ganga. En það vekur athygli að í hópi flutnings-
manna voru þrír ráðherrar núverandi ríkisstjórnar.
Fróðlegt verður að sjá hvaða þýðingu það hefur.
Bæjarstjóri gefur í skyn
Þegar hin árvissa álagning var birt í vikunni notaði
bæjarstjóri Reykjanesbæjar það tækifæri til að
vekja á sér athygli. Það tókst prýðilega og fjölmiðlar
vitnuðu í grein hans og tóku við hann viðtöl.
Bæjarstjórinn virtist telja að mikið væri um
skattalegar „druslur“ í Reykjanesbæ. Varla hefði
hann látið til sín taka með slíkum hætti nema að
hann teldi að hans bæjarfélag skæri sig úr.
Bæjarstjórinn nefndi að augljóst væri að ýmsir
þeir, sem augljóslega hefðu rúm fjárráð, kæmu sér
undan að greiða útsvar til bæjarins. Hann fór enn
nánar út í þá sálma og sagði svo að þeir sem þarna
ættu í hlut vildu þó njóta þjónustu ekki síður en þeir
sem stæðu í skilum með sitt.
Fróðlegt er fyrir fólk að kynna sér ummæli bæjar-
stjórans. Ekki gat farið á milli mála að hann vélaði
um aðila sem hann þekkti vel til.
Fastlega má því gera ráð fyrir að bæjarstjórinn
geri skattyfirvöldum án tafar fulla grein fyrir mál-
inu. Ekki vill hann að heiðarlegir menn liggi undir
grun, sem hann hefur vakið upp?
Á hinn bóginn var óheppilegt að bæjarstjórinn
nefndi til sögunnar að til væri fólk sem ekki greiddi
fullt útsvar en vildi þó fá óskerta þjónustu, eins og
þar með væri augljóst að um svikahrappa væri að
ræða.
Fyrirkomulagið við útsvarið er þannig í öllum
sveitarfélögum, að margir íbúar greiða ekkert útsvar
vegna ákvæða um tekjumörk og persónufrádrátt.
Þeir íbúar sveitarfélagsins, sem greiða beina
skatta til ríkisins, en það gerir minnihluti þjóð-
arinnar, greiðir um leið útsvarið fyrir nefndan hóp.
Því að tekjuöflunarlög tryggja að sveitarfélögin fái
sitt, hvað sem tautar eða raular.
Og þannig vill svo til, sem ekki er að undra, að ein-
mitt þeir sem leggja ekkert útsvar til sveitarfélags-
ins, eru gjarnan áberandi þegar kemur að því að
deila út beinni eða óbeinni fjárhagslegri fyrirgreiðslu
úr sveitarsjóði.
Það kemur stundum á óvart hversu fáum er sú
staðreynd ljós.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
2.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39