Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Page 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Page 40
Viðtal 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.8. 2015 Þ að er engin lognmolla í Mána- hrauninu í Grindavík þar sem Sólný Pálsdóttir ljósmyndari býr ásamt eiginmanni og fimm son- um. Ég hef það á tilfinningunni að það hafi aldrei verið mikið logn í kringum þessa glaðlyndu fimm barna móður, sjálf ein af sex systkinum. Hún reynir eftir fremsta megni að koma sonunum í spariföt fyrir myndatökuna og það gengur á ýmsu. Þeir týnast út um allt hús, þessir litlu klæða sig jafnharðan úr fötunum og elstu vilja ráða sjálfir hverju þeir klæðast. „Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm,“ telur Sólný þegar hún reynir að koma þeim saman út í hraunið fyrir aftan hús. Er ekki erfitt að koma öllum í sparifötin á aðfangadag? spyr blaðamaður. „Jú, við borðuðum einu sinni á náttfötunum,“ svarar Sveinn Ari Guðjónsson, faðir þeirra, og bros- ir. Eftir að hafa náð að smella myndum af mömmunni með alla drengina sína fimm fáum við ró til að spjalla. Söngelskur systkinahópur Sólný er yngst af sex systkinum en 15 ár eru á milli elsta og yngsta. Hún er dóttir út- gerðarhjónanna Páls H. Pálssonar og Mar- grétar Sighvatsdóttur. Þau stofnuðu útgerð- arfélagið Vísi áður en Sólný fæddist og fluttu þá úr Keflavík til Grindavíkur þar sem Sólný er fædd og uppalin. „Ég svo mikill Grindvíkingur að ég fæddist þar í heimahúsi hjá yndislegri konu sem nú er látin, Rósa Ljósa, og þegar mamma var að eiga mig söng Raggi Bjarna í útvarpinu: „Magga, við skulum eignast átta krakka“ og mamma sagði mér alltaf þessa sögu á hverjum af- mælisdegi mínum,“ segir Sólný og brosir að minningunni. Móðir hennar var mjög söngelsk og það var mikil tónlist á heimilinu, börnin spiluðu flest á hljóðfæri og sungu mikið. „Það var alltaf fullt hús og mikið fjör. Mér fannst æð- islega gaman að eiga þessi eldri systkini, ég var langyngst og dálítið dekruð. Bræður mínir fóru ungir á sjóinn og sigldu stundum til Englands þegar ég var lítil og komu alltaf færandi hendi með dúkkur og alls konar fín- irí. Ég átti mjög góða æsku, en ég er sex ár- um yngri en systir mín,“ segir hún. Enn í dag er mikill samgangur á milli systkinanna en fimm af sex búa enn í Grindavík. Þau hittast gjarnan og syngja saman og hafa gefið út tvo geisladiska, Lög- in hans pabba og Lögin hennar mömmu en þau eru saman í fjölskyldubandinu Bakkalá- bandið. Síðasta sjómannadag héldu þau minningartónleika um foreldra sína en þau hefðu átt 60 ára brúðkaupsafmæli þennan dag. Tónleikarnir voru haldnir í kirkjunni í Grindavík fyrir fullu húsi. Sólný er með fal- lega söngrödd sem hún hefur erft frá móður sinni. Óperusöngkona heima í stofu Margét móðir hennar var heimavinnandi en vann einnig ýmis störf hjá Vísi en aðal- áhugamálið var tónlist. Þegar fjölskyldan settist að í Grindavík var enginn tónlistar- skóli í bænum og segir Sólný að móðir sín hafi átti mikinn þátt í uppbyggingu tónlistar- lífs í Grindavík. Hún hafði fallega söngrödd og dreymdi um óperusöngsferil en lét sér nægja að efla tónlistarlíf Grindvíkinga og ala upp sex börn, enda í nógu að snúast. „Það var alltaf draumurinn hennar en var bara ekkert í boði, hún var auðvitað að ala upp sex börn og byggja upp fyrirtæki,“ segir Sólný. Mamma hennar spilaði á harmonikku og píanó og lærði söng hjá Maríu Markan og var í mörgum kórum. „Mamma leysti öll mál við píanóið, ef eitthvað kom upp á settist hún bara við píanóið. Þetta var stundum eins og tónlistarskóli heima af því hún tók líka krakka í kennslu á píanó og svo stofnaði hún litla sönghópa,“ segir Sólný. „Mér finnst svo fallegt við mömmu að hún náði að nýta allt sem hún hafði, fyrst hún gat ekki orðið fræg óperusöngkona úti í heimi var hún það bara heima í stofu,“ segir hún. Skemmtilegast á ferðalögum Sólný fékk gott uppeldi frá ástríkum for- eldrum en faðir hennar vann hörðum hönd- um við fyrirtækið sitt, Vísi. „Mamma og pabbi voru ólík en það var gott að alast upp hjá þeim báðum. Pabbi var harður og vinnu- samur. Hann var maður andstæðna. Svolítið harður en átti líka mjúka hlið,“ segir Sólný, en pabbi hennar hafði misst föður sinn í sjó- slysi þegar hann var ellefu ára og mótaðist mikið af því. Sólný segir pabba sinn hafi lifað fyrir að byggja upp gott fyrirtæki og hafi verið mjög metnaðarfullur. Hann hafi unnið mjög mikið og rekið bæði landvinnslu og gert út báta. „Vinnan var númer eitt, tvö og þrjú, en fjöl- skyldan var það líka. Yfir vertíðina var unnið myrkranna á milli og svo á vorin var pakkað niður og farið í ferðalög. Bestu stundirnar með pabba voru á ferðalögum. Við áttum lít- ið hjólhýsi og fórum oft vestur en pabbi var frá Þingeyri. Þá kom barnið fram í honum. Ég held að hann hafi markerast mikið af því að missa pabba sinn svona ungur. Hann var strax ákveðinn í því að verða skipstjóri og setti markið mjög hátt. Hann var mikill keppnismaður og ég sé eftir á að hann var frumkvöðull að miklu leyti, þó hann hafi ver- ið íhaldssamur,“ segir hún en faðir hennar lést í febrúar á þessu ári. Sólný segir að barnabörnin hafi dregið fram í honum mjúka manninn og þá hafi hann sýnt tilfinningar. Það átti eftir að sannast best þegar síðasta barnabarnið, Hilmir, kom í heiminn. Stór fjölskylda alltaf á dagskrá Við stígum nú fram til nútímans en Sólný er sjálf rík að börnum. Hún og maðurinn henn- ar Sveinn eiga saman fimm syni á aldrinum fjögurra ára til tvítugs þannig að það er líf og fjör á hennar heimili, eins og forðum daga á æskuheimilinu. Sveinn átti tvær dæt- ur fyrir þannig að börnin eru sjö talsins. „Ég ætlaði alltaf að eiga mörg börn,“ segir Sólný. „Ég er eins og áður sagði yngst af sex en maðurinn minn er líka úr barnmargri fjölskyldu en hann er yngstur af fimm syst- kinum og eini strákurinn, þannig að við vor- um bæði ákveðin í að eiga stóra fjölskyldu. Og hann var búinn að leggja sitt af mörkum þegar við byrjuðum saman en hann átti þá tvær yndislegar dætur þannig að við héldum bara áfram,“ segir hún og brosir. Sólný ákvað að flytja úr Grindavík á ung- lingsárum og fór í Menntaskólann á Egils- stöðum en þar kynntist hún manni sínum. Þau hjónin kynntust í gegnum tónlistina en Sólný söng í hljómsveit í menntó en Sveinn var þar bassaleikari. Tónlistin hefur alltaf tengt þau hjón saman en mikið er spilað og sungið á heimilinu. Eftir menntaskóla lá leið- in í kennaraháskólann og svo var haldið heim á ný til Grindavíkur þar sem hún kenndi við grunnskólann. Þegar Vísir keypti fyrirtæki á Djúpavogi fluttu þau þangað, en Sveinn vinnur hjá fjölskyldufyrirtækinu. Þau bjuggu þar í sex ár en fluttu svo aftur til Grindavíkur. Fimmti sonur kom óvænt Sólný og Sveinn eignuðust synina Guðjón, Sighvat, Pálmar og Fjölni og allt fór nánast eftir planinu en Sólný segir að hún hafi ætl- Skrifað í skýin ÞAU ERU FJÖLBREYTT VERKEFNIN SEM SÓLNÝ PÁLSDÓTTIR FÆST VIÐ Í LÍFINU. ÞEGAR HÚN ÁTTI ORÐIÐ FJÓRA SYNI OG TVÆR STJÚPDÆTUR KOM LAUMUFARÞEGI SEM BREYTTI ÖLLU, EN YNGSTI SONURINN, HILMIR, ER MEÐ DOWNS-HEILKENNI. HÚN TRÚIR AÐ HANN HAFI ÁTT AÐ FÆÐAST OG SEGIR INNIHALDSRÍKT AÐ ALA HANN UPP EN VIÐURKENNIR AÐ HAFA VERIÐ VERULEGA BRUGÐIÐ. HÚN RÆÐIR UM ÁFÖLLIN Í LÍFINU AF EINLÆGNI, UM LÍFIÐ MEÐ FÖTLUÐU BARNI, UM ANDLEGT GJALDÞROT, FORELDRAMISSI OG ÁKVÖRÐUN UM AÐ BREYTA LÍFI SÍNU. Ljósmyndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.