Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.08.2015, Page 41
2.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
að að feta í fótspor móður sinnar. „Ég ætlaði
að gera allt eins og mamma, að eignast
fyrsta barnið 25 ára og eiga sex börn, síð-
asta um fertugt. Ég næstum því náði því
markmiði um fertugt, með sex börn alls,
fjóra syni og tvær fósturdætur. En þá kom
einn laumufarþegi þegar ég var 41 árs,“ seg-
ir Sólný og hlær. Fimmti drengurinn, Hilm-
ir, er með Downs-heilkenni. „Það var alls
ekki á dagskrá að eiga fleiri börn en Fjölnir
var þá bara eins árs og mikið eyrnabarn og
hafði lítið sofið frá fæðingu. En Hilmir tók
sjálfstæða ákvörðun um að fæðast inn í
þessa fjölskyldu. Ég held að hann hafi setið
á himnum og horft niður og hugsað: vá, fjör-
ið þarna, þangað vil ég fara,“ segir Sólný og
brosir að þessu en viðurkennir að heimurinn
hafi farið á hvolf þegar hann fæddist.
Eðlilegt í hnakkaþykktarmælingu
Hilmir fæddist í Reykjavík 19. júní árið 2011
og þau hjónin voru send inn á hreiður með
litla hnoðrann og allt virtist í lagi. „Þetta var
fallegasta barn sem ég hafði séð og ég sá
ekkert athugavert og ljósmóðirin gerði engar
athugasemdir. Síðar um nóttina fór Svenna
að gruna að hann væri með Downs-heilkenni
og nefndi það við mig. Ég horfði á hann og
skildi ekki hvað hann var að meina. Ég hafði
farið í hnakkaþykktarmælingu og þetta
hvarflaði ekki að mér,“ segir hún. „Samt leið
mér aldrei vel á meðgöngu og fann eitthvað á
mér,“ segir hún.
Sólný segir að fólk hafi stundum spurt sig
hvað hún hefði gert ef hún hefði fengi þær
niðurstöður úr hnakkaþykktarmælingunni
að hún gengi með barn með þennan auka-
litning. „Ég svara þá fólki að það er ómögu-
legt fyrir mig að svara þessu, en ég er í dag
fegin að hafa ekki þurft að standa frammi
fyrir þeirri ákvörðun. Ég er bara glöð og
þakklát í dag að hafa fengið hann, hann
breytti lífi mínu til hins betra, það er bara
þannig. Maður fer að horfa allt öðruvísi á
heiminn, þó það hljómi kannski klisjukennt,“
segir hún.
Hélt að heimurinn væri hruninn
Eftir að grunurinn kviknaði að hann væri
með Downs fóru þau með hann á vökudeild
og biðu eftir niðurstöðum lækna. Hilmir
fæddist með vanþroskaðan barka og átti erf-
itt með öndun en þau voru tíu daga þar. Eft-
ir fimm daga var staðfest að drengurinn
væri með Downs-heilkenni. „Þegar ég fékk
niðurstöðurnar fékk ég áfall. Ég vissi ekkert
um Downs-heilkenni og hélt að heimurinn
væri hruninn,“ segir Sólný.
Þá tók við langt ferli og fyrstu mánuðirnir
voru erfiðir. „Það er auðvitað misjafnt
hvernig fólk bregst við að eignast fatlað
barn en fyrir mig var þetta áfall. Ég var að
ala upp fjóra orkumikla drengi og mamma
mín var á þessum tíma mjög veik af Alz-
heimers,“ segir Sólný.
Hún segir föður sínum hafa brugðið þegar
Hilmir fæddist og var fyrst í afneitun.
„Hann kom á spítalann og sagði bara: hvaða
rugl er þetta í þessum læknum, þetta er fal-
Sólný er glöð og þakklát fyrir
synina fimm. Hér má sjá frá
vinstri Sighvat 14 ára, Guðjón
20 ára, Fjölni fimm ára, Sólnýju
með Hilmi fjögurra ára í fang-
inu og Pálmar sem er tólf.
* Stundum þegarég vaknaði ámorgnana horfði ég
bara á hann og hugs-
aði: hvaða barn er
þetta? Ég er alveg
hreinskilin með það að
það tók mig tíma að
læra að elska hann.